Skoðun

Algerlega ómögulegt

Stjórnmál eru list hins mögulega. Til að læra þá list verður stjórnmálamaður að kunna að gera greinarmun á því, sem honum er mögulegt - sem hann ræður við - og því, sem honum er ómögulegt - sem hann ræður ekki við. Séu stjórnmálamanni falin völd á hann að einbeita sér að því sem hann getur ráðið við en láta vera yfirlýsingar um það, sem hann ræður ekki við. Ástæðan fyrir þessum ábendingum er grein, sem Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra ritaði í Fréttablaðið í gær. Þar nefnir hann réttilega mikinn fjárhagsvanda ríkissjóðs, sem ekki stendur lengur undir viðfangsefnum, sem stofnað var til á uppgangsárunum. Meðal tillagna hans um lausn þess vanda er að frysta laun opinberra starfsmanna til næstu þriggja ára og lífeyrisgreiðslur sömu leiðis.

Laun opinberra starfsmanna eru ákvörðuð með samningum. „Þjóðarsátt" um frystingu launa þeirra getur ekki orðið nema opinberir starfsmenn fallist á það í samningum við ríkisvaldið. Telur Árni Páll það vera líklegt? Ræður hann við það? Eða er honum mögulegt að ná því fram eftir öðrum leiðum t.d. með setningu laga á Alþingi? Ræður Árni Páll við það?

Sama máli gegnir um tillögu hans um frystingu lífeyris landsmanna næstu þrjú árin. Ræður Árni Páll við það?

Skrif af þessu tagi vekja annars vegar og að þarflausu andúð launafólks, sem ríkisvaldið þarf að eiga sem best samskipti við á næstu misserum. Hins vegar og einnig að þarflausu grafa þau undan trausti þeirra, sem hvað mest eiga undir því að traust sé til þeirra borið.

Þesi grein ráðherrans var satt best að segja algerlega ómöguleg.

 




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×