Jafnrétti og sjálfsvirðing Jónína Michaelsdóttir skrifar 3. ágúst 2010 06:00 Þegar ég var að vaxa úr grasi tíðkaðist ekki að konur ynnu utan heimilis, nema þær væru einstæðar eða ekkjur. Ég man aðeins eftir þremur konum í mínu umhverfi. Ég minnist þess heldur ekki að hafa heyrt um konur sem sóttust eftir því. Frekar að þeim væri vorkennt sem þurftu að skilja börn sín eftir hjá vandalausum, eða ein, alla daga. @Megin-Ol Idag 8,3p :Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna hér á landi var lengst af barátta kvenna og við þær kennd. Fordómar gagnvart útivinnandi mæðrum snerust upp í fordóma gegn þeim sem kusu að vera heimavinnandi þegar kvennabaráttan komst á skrið. Hvað þessar konur gætu verið að gera heima hjá sér allan daginn þegar tæknin hefði gert heimilisstörfin áreynslulaus! Brýnasta réttindamálið væri góð barnaheimili, enda sérhæfðir fagmenn og oft mun betri uppalendur en foreldrarnir. Yngsta systir mín var mjög kröftug í kvennabaráttunni á sínum tíma, sem og flestar vinkonur mínar, flottar og klárar konur. Sjálfri fannst mér frelsið mikilvægast. Að hafa val, og það væri borin virðing fyrir því vali. Ein úr vinahópnum sagðist ekki hafa neina fordóma gagnvart heimavinnandi húsmæðrum, síður en svo. Ef þær vildu vera á framfæri, ættu þær auðvitað að ráða því! Að geta séð um sig@Megin-Ol Idag 8,3p :Í dag er jafnrétti kynjanna sjálfsagður hlutur. Kvennabarátta er orðin jafnréttisbarátta í víðara samhengi. Konur finna kröftum sínum og hæfileikum viðnám í atvinnulífi, stjórnmálum og listum. Í þessu ferli hefur verið lögð áhersla á mikilvægi þess fyrir sjálfsvirðingu kvenna að geta séð fyrir sér sjálfar. Vera ekki á framfæri, eins og vinkona mín sagði um árið. Hins vegar hef ég ekki hvorki heyrt karla eða konur tengja sjálfsvirðingu karla við að þeir geti séð um sig, og það er dálítið merkilegt í nútímasamfélagi. Karlar nefna það oft í viðtölum, drýldnir og brosandi að þeir séu liðtækir á grillinu, en konan sjái um hitt. Jafnvel tæknimenntaðir karlar treysta sér ekki til að læra á þvottavélina. Þvottur er ekki þeirra fag. Sumir fá áhuga á eldamennsku og njóta sín í eldhúsinu, en ekki endilega í þrifum. Auðvitað er víða gott samstarf milli hjóna á heimilum þar sem bæði vinna langan vinnudag. Samt heyrir maður enn ólík viðhorf til afkasta karla og kvenna á þessum vettvangi. Það er grunnt á því viðhorfi að konan sjái um heimilið, en karlinn hjálpi til. Og það er gjarnan undirliggjandi virðing í rödd þess sem talar um framlag karlsins, jafnvel þegar börn hans eiga í hlut. Mér finnst furðulegt að körlum í nútímasamfélagi finnist ekkert athugavert við að geta ekki séð um sig. Þá á ég ekki við að verkaskipting á heimili kunni ekki að vera þannig að hann þurfi þess ekki í dagsins önn. En ef út af bregður ætti fullvaxinn karlmaður að geta eldað mat, kunna á þvottavél, geta straujað af sér sjálfur og ryksugað. Ef það styrkir sjálfsvirðingu kvenna að geta séð fyrir sér, þá ætti það að styrkja sjálfsvirðingu karla að geta séð um sig, og gera það. Margrét í SeliUppeldi og umhverfi ræður miklu um viðhorf okkar gildismat. Jafnrétti er ekki ný hugmynd á Íslandi þó að hún hafi ekki náð að blómstra fyrr en á okkar tímum.Það var gaman að lesa um Margréti í Seli, ljósmóður á Stokkseyri. Henni er lýst þannig að hún hafi verið meðalkona á hæð, fíngerð, vel greind með fallega söngrödd, glaðvær, en gætin í orðum. Hún gekk í öll karlmannsstörf úti og inni, og kenndi sonum sínum hefðbundin kvennastörf. Hún kenndi þeim að gera sér skó, vefa í vefstól, matreiða allan algengan mat, prjóna sokka og sauma föt sín og bæta.Á veturna sagði hún þeim sögur og kenndi þeim kvæði og sálma og lét þá syngja við húslestra.Synir Margrétar, Selsbræður, voru síðar þekktir fyrir framtakssemi, listhneigð og næmi. Margrét í Seli var amma Páls Ísólfssonar, og því langamma Þuríðar Pálsdóttur. Ekki er ofsagt að þessi kona hafi verið á undan sinni samtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun
Þegar ég var að vaxa úr grasi tíðkaðist ekki að konur ynnu utan heimilis, nema þær væru einstæðar eða ekkjur. Ég man aðeins eftir þremur konum í mínu umhverfi. Ég minnist þess heldur ekki að hafa heyrt um konur sem sóttust eftir því. Frekar að þeim væri vorkennt sem þurftu að skilja börn sín eftir hjá vandalausum, eða ein, alla daga. @Megin-Ol Idag 8,3p :Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna hér á landi var lengst af barátta kvenna og við þær kennd. Fordómar gagnvart útivinnandi mæðrum snerust upp í fordóma gegn þeim sem kusu að vera heimavinnandi þegar kvennabaráttan komst á skrið. Hvað þessar konur gætu verið að gera heima hjá sér allan daginn þegar tæknin hefði gert heimilisstörfin áreynslulaus! Brýnasta réttindamálið væri góð barnaheimili, enda sérhæfðir fagmenn og oft mun betri uppalendur en foreldrarnir. Yngsta systir mín var mjög kröftug í kvennabaráttunni á sínum tíma, sem og flestar vinkonur mínar, flottar og klárar konur. Sjálfri fannst mér frelsið mikilvægast. Að hafa val, og það væri borin virðing fyrir því vali. Ein úr vinahópnum sagðist ekki hafa neina fordóma gagnvart heimavinnandi húsmæðrum, síður en svo. Ef þær vildu vera á framfæri, ættu þær auðvitað að ráða því! Að geta séð um sig@Megin-Ol Idag 8,3p :Í dag er jafnrétti kynjanna sjálfsagður hlutur. Kvennabarátta er orðin jafnréttisbarátta í víðara samhengi. Konur finna kröftum sínum og hæfileikum viðnám í atvinnulífi, stjórnmálum og listum. Í þessu ferli hefur verið lögð áhersla á mikilvægi þess fyrir sjálfsvirðingu kvenna að geta séð fyrir sér sjálfar. Vera ekki á framfæri, eins og vinkona mín sagði um árið. Hins vegar hef ég ekki hvorki heyrt karla eða konur tengja sjálfsvirðingu karla við að þeir geti séð um sig, og það er dálítið merkilegt í nútímasamfélagi. Karlar nefna það oft í viðtölum, drýldnir og brosandi að þeir séu liðtækir á grillinu, en konan sjái um hitt. Jafnvel tæknimenntaðir karlar treysta sér ekki til að læra á þvottavélina. Þvottur er ekki þeirra fag. Sumir fá áhuga á eldamennsku og njóta sín í eldhúsinu, en ekki endilega í þrifum. Auðvitað er víða gott samstarf milli hjóna á heimilum þar sem bæði vinna langan vinnudag. Samt heyrir maður enn ólík viðhorf til afkasta karla og kvenna á þessum vettvangi. Það er grunnt á því viðhorfi að konan sjái um heimilið, en karlinn hjálpi til. Og það er gjarnan undirliggjandi virðing í rödd þess sem talar um framlag karlsins, jafnvel þegar börn hans eiga í hlut. Mér finnst furðulegt að körlum í nútímasamfélagi finnist ekkert athugavert við að geta ekki séð um sig. Þá á ég ekki við að verkaskipting á heimili kunni ekki að vera þannig að hann þurfi þess ekki í dagsins önn. En ef út af bregður ætti fullvaxinn karlmaður að geta eldað mat, kunna á þvottavél, geta straujað af sér sjálfur og ryksugað. Ef það styrkir sjálfsvirðingu kvenna að geta séð fyrir sér, þá ætti það að styrkja sjálfsvirðingu karla að geta séð um sig, og gera það. Margrét í SeliUppeldi og umhverfi ræður miklu um viðhorf okkar gildismat. Jafnrétti er ekki ný hugmynd á Íslandi þó að hún hafi ekki náð að blómstra fyrr en á okkar tímum.Það var gaman að lesa um Margréti í Seli, ljósmóður á Stokkseyri. Henni er lýst þannig að hún hafi verið meðalkona á hæð, fíngerð, vel greind með fallega söngrödd, glaðvær, en gætin í orðum. Hún gekk í öll karlmannsstörf úti og inni, og kenndi sonum sínum hefðbundin kvennastörf. Hún kenndi þeim að gera sér skó, vefa í vefstól, matreiða allan algengan mat, prjóna sokka og sauma föt sín og bæta.Á veturna sagði hún þeim sögur og kenndi þeim kvæði og sálma og lét þá syngja við húslestra.Synir Margrétar, Selsbræður, voru síðar þekktir fyrir framtakssemi, listhneigð og næmi. Margrét í Seli var amma Páls Ísólfssonar, og því langamma Þuríðar Pálsdóttur. Ekki er ofsagt að þessi kona hafi verið á undan sinni samtíð.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun