Guðmundur Andri Thorsson: Innleyst afsökun Guðmundur Andri Thorsson skrifar 21. maí 2010 06:00 Snjólfur Ólafsson, prófessor í viðskiptafræði, þarf að takast á hendur nokkrar hagræðingaraðgerðir á texta mínum frá því um daginn til að fá út þá útkomu sem hann telur sig þurfa á að halda, sem er afsökunarbeiðni sér til handa. Hvarflar jafnvel að manni að Háskólinn hafi leitað langt yfir skammt þegar fengnir voru rithöfundar utan úr bæ til að kenna þar skapandi skriftir. Við skulum ekki hafa mörg orð um þetta. Ég sagði upphaflega í grein að fræði þeirra sem bröskuðu með bótasjóð Sjóvár hefðu komið til prófs í Viðskiptadeild HÍ og dró þá ályktun að þau hefðu verið kennd með velþóknun þar. Snjólfur krafðist afsökunar á þeim ummælum. Ég kvað það auðsótt ef heimild mín - frétt í DV - væri tilhæfulaus en ætti fréttin við rök að styðjast félli málflutningur Snjólfs um sjálfan sig. Nú er á Snjólfi að skilja að þetta hafi bara verið „eitt stykki fyrirlestur", eiginlega ekki neitt neitt og spurningin á prófinu hefði eins getað snúist um annað. Efnisatriði fréttar DV standa, hvernig sem þau eru svo túlkuð eða toguð. Snjólfur er því of fljótur að hrósa happi yfir afsökunarbeiðninni. Í þessari samræðu okkar hefur hann þannig innleyst afsökunarbeiðni áður en hún var raunverulega komin. Hann færir til bókar „hagnað" í þessari samræðu þar sem enginn er - gott ef ekki nokkurs konar „vild". Í stað þess að horfast í augu við eigið gagnrýnisleysi í garð fjárglæframanna útrásaráranna fæst hann enn við skapandi skriftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun
Snjólfur Ólafsson, prófessor í viðskiptafræði, þarf að takast á hendur nokkrar hagræðingaraðgerðir á texta mínum frá því um daginn til að fá út þá útkomu sem hann telur sig þurfa á að halda, sem er afsökunarbeiðni sér til handa. Hvarflar jafnvel að manni að Háskólinn hafi leitað langt yfir skammt þegar fengnir voru rithöfundar utan úr bæ til að kenna þar skapandi skriftir. Við skulum ekki hafa mörg orð um þetta. Ég sagði upphaflega í grein að fræði þeirra sem bröskuðu með bótasjóð Sjóvár hefðu komið til prófs í Viðskiptadeild HÍ og dró þá ályktun að þau hefðu verið kennd með velþóknun þar. Snjólfur krafðist afsökunar á þeim ummælum. Ég kvað það auðsótt ef heimild mín - frétt í DV - væri tilhæfulaus en ætti fréttin við rök að styðjast félli málflutningur Snjólfs um sjálfan sig. Nú er á Snjólfi að skilja að þetta hafi bara verið „eitt stykki fyrirlestur", eiginlega ekki neitt neitt og spurningin á prófinu hefði eins getað snúist um annað. Efnisatriði fréttar DV standa, hvernig sem þau eru svo túlkuð eða toguð. Snjólfur er því of fljótur að hrósa happi yfir afsökunarbeiðninni. Í þessari samræðu okkar hefur hann þannig innleyst afsökunarbeiðni áður en hún var raunverulega komin. Hann færir til bókar „hagnað" í þessari samræðu þar sem enginn er - gott ef ekki nokkurs konar „vild". Í stað þess að horfast í augu við eigið gagnrýnisleysi í garð fjárglæframanna útrásaráranna fæst hann enn við skapandi skriftir.