Rokkari og poppkóngur sameinast 19. ágúst 2010 08:00 Gamall rokkari Nafnarnir Örlygur Smári og Smári Tarfur sameina rokkið og poppið í nýju lagi fyrir hljómsveitina Elektru. fréttablaðið/stefan Eurovision-lagahöfundurinn Örlygur Smári fetar heldur ótroðnar slóðir í nýju lagi fyrir stúlknasveitina Elektru. „Mig langaði að gera svona rokklag með poppuðu tvisti og datt strax Smári Tarfur í hug," segir Örlygur Smári lagahöfundur um samstarf hans og gítarleikarans Smára Tarfs Jósepssonar í nýju lagi fyrir stúlknasveitina Elektru. Kapparnir eru báðir þekktir fyrir að vera vel að sér í tónlist en þó hvor í sinni stefnunni. Smári Tarfur er gítarleikari og þekktur í heimi þungarokksins en Örlygur Smári er hvað frægastur fyrir lög sín fyrir Eurovision og Pál Óskar. Þetta er í fyrsta sinn sem kapparnir leiða saman hesta sína og tókst samstarfið vel að sögn Örlygs Smára. „Ég hringdi bara í hann og spurði hvort hann vildi gera með mér lag. Hann samþykkti strax og nú er ég að leggja lokahönd á lagið," segir Örlygur Smári en lagið ber nafnið Cobra on heels og mun fara í spilun innan skamms. „Við hlustuðum á AC/DC saman milli vinnutarna. Ég er sko gamall rokkari svo við áttum nú eitthvað sameiginlegt," segir lagahöfundurinn hress í bragði og ber samstarfinu vel söguna. „Ég hef nú unnið með mörgum við að gera tónlist og stundum heppnast það og stundum ekki. Í þessu tilfelli heppnaðist það vel og við erum góðir saman," segir Örlygur Smári en hann mundi gjarna vilja vinna aftur með Smára Tarfi í náinni framtíð. Lagið mun eflaust heyrast á fyrirhuguðum tónleikum Elektru á Mallorca þar sem þær koma fram á stærstu lesbíuhátíð í Evrópu, L-Sun. - áp Lífið Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Eurovision-lagahöfundurinn Örlygur Smári fetar heldur ótroðnar slóðir í nýju lagi fyrir stúlknasveitina Elektru. „Mig langaði að gera svona rokklag með poppuðu tvisti og datt strax Smári Tarfur í hug," segir Örlygur Smári lagahöfundur um samstarf hans og gítarleikarans Smára Tarfs Jósepssonar í nýju lagi fyrir stúlknasveitina Elektru. Kapparnir eru báðir þekktir fyrir að vera vel að sér í tónlist en þó hvor í sinni stefnunni. Smári Tarfur er gítarleikari og þekktur í heimi þungarokksins en Örlygur Smári er hvað frægastur fyrir lög sín fyrir Eurovision og Pál Óskar. Þetta er í fyrsta sinn sem kapparnir leiða saman hesta sína og tókst samstarfið vel að sögn Örlygs Smára. „Ég hringdi bara í hann og spurði hvort hann vildi gera með mér lag. Hann samþykkti strax og nú er ég að leggja lokahönd á lagið," segir Örlygur Smári en lagið ber nafnið Cobra on heels og mun fara í spilun innan skamms. „Við hlustuðum á AC/DC saman milli vinnutarna. Ég er sko gamall rokkari svo við áttum nú eitthvað sameiginlegt," segir lagahöfundurinn hress í bragði og ber samstarfinu vel söguna. „Ég hef nú unnið með mörgum við að gera tónlist og stundum heppnast það og stundum ekki. Í þessu tilfelli heppnaðist það vel og við erum góðir saman," segir Örlygur Smári en hann mundi gjarna vilja vinna aftur með Smára Tarfi í náinni framtíð. Lagið mun eflaust heyrast á fyrirhuguðum tónleikum Elektru á Mallorca þar sem þær koma fram á stærstu lesbíuhátíð í Evrópu, L-Sun. - áp
Lífið Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira