Greitt eftir notkun 6. apríl 2010 06:00 Hugmyndir um að leggja á vegtolla til að fjármagna samgönguframkvæmdir koma nú upp enn á ný, að þessu sinni í tillögum starfshóps á vegum samgönguráðherra. Rætt er um að lífeyrissjóðirnir láni til stórframkvæmda í samgöngukerfinu, til dæmis tvöföldunar Suðurlands- og Vesturlandsvegar, og vegtollarnir standi undir endurgreiðslum. Þessi leið við fjármögnun samgönguframkvæmda hefur marga kosti. Hún tryggir að þeir, sem nota samgöngumannvirkin mest, borga mest, í stað þess að kostnaðinum sé dreift á alla skattgreiðendur, jafnvel þá sem eiga ekki bíl. Margir myndu eflaust sætta sig við að greiða hóflegt gjald fyrir styttri ferðatíma og meira öryggi, í stað þess að bíða í mörg ár eftir framkvæmdinni. Hægt er að útfæra gjaldtökuna þannig að þeir sem taka mest pláss á vegunum og slíta þeim mest, til dæmis fellihýsaeigendur og flutningafyrirtæki sem reka risatrukka, borgi meira en aðrir. Einn möguleiki er að stýra umferð með gjaldtöku; hafa lægra gjald þegar umferð er lítil en hærra á álagstíma og dreifa þannig álaginu. Hins vegar eru líka ýmsir ókostir við álagningu veggjalds og útfærslan getur verið flókin. Hugmyndin kemur til dæmis oftast upp í tengslum við framkvæmdir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Af hverju ætti að fjármagna slíkar framkvæmdir með vegtollum en ekki aðrar dýrar framkvæmdir, til dæmis Héðinsfjarðar- eða Vaðlaheiðargöng? Treystir Kristján Möller, samgönguráðherra og þingmaður Norðausturkjördæmis, sér til að stinga upp á því? Víða þar sem veggjöld eru innheimt, er lagt upp úr því að ökumenn eigi annan, gjaldfrjálsan kost ef þeir vilja ekki borga veggjaldið. Í Frakklandi eiga menn til dæmis oftast val um sveitaveginn ef þeir vilja ekki borga sig inn á hraðbrautina. Sama á við um eina staðinn á Íslandi þar sem vegtollur er innheimtur, Hvalfjarðargöngin. Ef innheimt verður veggjald á öllum aðalleiðum inn í Reykjavík, er ákveðin hætta á að búið verði að reisa tollamúr í kringum höfuðborgarsvæðið. Slík leið er raunar farin í ýmsum borgum til að draga úr umferðaröngþveiti og hvetja fólk til að koma fremur inn í miðborgirnar með almenningssamgöngum. En sú röksemd á ekki við um gjaldtöku á útjöðrum höfuðborgarsvæðisins. Önnur, mikilvæg röksemd gegn vegtollum er að bíleigendur á Íslandi séu einfaldlega svo skattpíndir nú þegar - og sú skattlagning á bíla og eldsneyti hefur m.a. verið réttlætt með vísan til viðhalds og endurnýjunar vegakerfisins - að ekki verði meiri byrðar lagðar á þá. Árni Þór Sigurðsson, einn nefndarmanna í nefnd samgönguráðherra, nefnir raunar í Fréttablaðinu í dag að með tíð og tíma geti vegtollar komið í stað benzín- og olíugjalda; bílar verði búnir gps-kubbum og rukkað eftir notkun á samgöngumannvirkjunum, hvenær menn eru á ferðinni og svo framvegis. Slíkt kerfi gæti verið framtíðin, en þá með afar sterkum fyrirvörum um persónuvernd. Því að þótt þægilegt sé að geta fylgzt með bílaumferð til að rukka fólk, kemur ríkisvaldinu auðvitað ekkert við hvert menn leggja leið sína á vegum landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun
Hugmyndir um að leggja á vegtolla til að fjármagna samgönguframkvæmdir koma nú upp enn á ný, að þessu sinni í tillögum starfshóps á vegum samgönguráðherra. Rætt er um að lífeyrissjóðirnir láni til stórframkvæmda í samgöngukerfinu, til dæmis tvöföldunar Suðurlands- og Vesturlandsvegar, og vegtollarnir standi undir endurgreiðslum. Þessi leið við fjármögnun samgönguframkvæmda hefur marga kosti. Hún tryggir að þeir, sem nota samgöngumannvirkin mest, borga mest, í stað þess að kostnaðinum sé dreift á alla skattgreiðendur, jafnvel þá sem eiga ekki bíl. Margir myndu eflaust sætta sig við að greiða hóflegt gjald fyrir styttri ferðatíma og meira öryggi, í stað þess að bíða í mörg ár eftir framkvæmdinni. Hægt er að útfæra gjaldtökuna þannig að þeir sem taka mest pláss á vegunum og slíta þeim mest, til dæmis fellihýsaeigendur og flutningafyrirtæki sem reka risatrukka, borgi meira en aðrir. Einn möguleiki er að stýra umferð með gjaldtöku; hafa lægra gjald þegar umferð er lítil en hærra á álagstíma og dreifa þannig álaginu. Hins vegar eru líka ýmsir ókostir við álagningu veggjalds og útfærslan getur verið flókin. Hugmyndin kemur til dæmis oftast upp í tengslum við framkvæmdir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Af hverju ætti að fjármagna slíkar framkvæmdir með vegtollum en ekki aðrar dýrar framkvæmdir, til dæmis Héðinsfjarðar- eða Vaðlaheiðargöng? Treystir Kristján Möller, samgönguráðherra og þingmaður Norðausturkjördæmis, sér til að stinga upp á því? Víða þar sem veggjöld eru innheimt, er lagt upp úr því að ökumenn eigi annan, gjaldfrjálsan kost ef þeir vilja ekki borga veggjaldið. Í Frakklandi eiga menn til dæmis oftast val um sveitaveginn ef þeir vilja ekki borga sig inn á hraðbrautina. Sama á við um eina staðinn á Íslandi þar sem vegtollur er innheimtur, Hvalfjarðargöngin. Ef innheimt verður veggjald á öllum aðalleiðum inn í Reykjavík, er ákveðin hætta á að búið verði að reisa tollamúr í kringum höfuðborgarsvæðið. Slík leið er raunar farin í ýmsum borgum til að draga úr umferðaröngþveiti og hvetja fólk til að koma fremur inn í miðborgirnar með almenningssamgöngum. En sú röksemd á ekki við um gjaldtöku á útjöðrum höfuðborgarsvæðisins. Önnur, mikilvæg röksemd gegn vegtollum er að bíleigendur á Íslandi séu einfaldlega svo skattpíndir nú þegar - og sú skattlagning á bíla og eldsneyti hefur m.a. verið réttlætt með vísan til viðhalds og endurnýjunar vegakerfisins - að ekki verði meiri byrðar lagðar á þá. Árni Þór Sigurðsson, einn nefndarmanna í nefnd samgönguráðherra, nefnir raunar í Fréttablaðinu í dag að með tíð og tíma geti vegtollar komið í stað benzín- og olíugjalda; bílar verði búnir gps-kubbum og rukkað eftir notkun á samgöngumannvirkjunum, hvenær menn eru á ferðinni og svo framvegis. Slíkt kerfi gæti verið framtíðin, en þá með afar sterkum fyrirvörum um persónuvernd. Því að þótt þægilegt sé að geta fylgzt með bílaumferð til að rukka fólk, kemur ríkisvaldinu auðvitað ekkert við hvert menn leggja leið sína á vegum landsins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun