Umfjöllun: Lukkan með þeim dönsku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. júní 2010 07:30 Alexander Petersson í leiknum í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Þrátt fyrir ótrúlega frammistöðu Björgvins Páls Gústavssonar í marki íslenska landsliðsins gegn Dönum í gær máttu strákarnir okkar sætta sig við tap, 29-28, í síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni.Frammistaða íslenska liðsins var kaflaskipt. Stundum sýndu leikmenn að íslenska liðið getur spilað glimrandi góðan handbolta jafnvel þótt að þeir Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson væru fjarri góðu gamni. Þess á milli datt allur botn úr íslenska liðinu og var þeirra félaga þá sérstaklega saknað í sókninni.Varnarleikur íslenska liðsins var lengstum ágætur. Liðið spilaði framliggjandi 6-0 vörn sem danska sóknin átti oftar en ekki í miklu basli með. Danirnir voru hins vegar mjög grimmir að refsa með hraðaupphlaupum og skoruðu ellefu slík mörk í gær. Þeir Lars Christiansen og Mikkel Hansen voru í sérflokki í dönsku sókninni og skoruðu til að mynda fyrstu átta mörk Dana í leiknum.Leikir þessara liða hafa oft verið jafnir og því kom það fáum á óvart að staðan var jöfn í hálfleik, 17-17. Liðin höfðu skipst á að vera með forystuna en í upphafi síðari hálfleiks tók íslenska liðið öll völd á vellinum og komst tvívegis í þriggja marka forystu.En í stað þess að láta kné fylgja kviði glutraði Ísland möguleikanum á því að stinga af með óöguðum sóknarleik. Sören Rasmussen hafði leyst Niklas Landin af í danska markinu og átti stórleik í síðari hálfleik. Hann var með 50 prósenta markvörslu og varði frá Þóri Ólafssyni á lokasekúndu leiksins. Þar með tryggði hann danska sigurinn.Langbesti leikmaður Íslands var Björgvin Páll og í raun sorglegt að aðrir leikmenn náðu ekki að nýta sér þann meðbyr. Róbert Gunnarsson var þó mjög öflugur á línunni og skilaði svo sannarlega sínu. Þórir Ólafsson átti góða spretti og þeir Sverre og Vignir í vörninni voru mjög fínir. Flestir aðrir áttu misjafnan leik og hafa oft spilað betur.Þess ber svo að geta að Aron Pálmarsson skoraði tvö ótrúleg mörk í fyrri hálfleik og sýndi þá af hverju hann var valinn efnilegasti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. En eins og aðrir þá missti hann taktinn undir lok leiksins og gerði mistök sem Danirnir voru fljótir að refsa fyrir.Það mátti ekki sjá mikinn mun á liðunum en í þetta skiptin var lukkan á bandi þeirra dönsku. Íslenski handboltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Þrátt fyrir ótrúlega frammistöðu Björgvins Páls Gústavssonar í marki íslenska landsliðsins gegn Dönum í gær máttu strákarnir okkar sætta sig við tap, 29-28, í síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni.Frammistaða íslenska liðsins var kaflaskipt. Stundum sýndu leikmenn að íslenska liðið getur spilað glimrandi góðan handbolta jafnvel þótt að þeir Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson væru fjarri góðu gamni. Þess á milli datt allur botn úr íslenska liðinu og var þeirra félaga þá sérstaklega saknað í sókninni.Varnarleikur íslenska liðsins var lengstum ágætur. Liðið spilaði framliggjandi 6-0 vörn sem danska sóknin átti oftar en ekki í miklu basli með. Danirnir voru hins vegar mjög grimmir að refsa með hraðaupphlaupum og skoruðu ellefu slík mörk í gær. Þeir Lars Christiansen og Mikkel Hansen voru í sérflokki í dönsku sókninni og skoruðu til að mynda fyrstu átta mörk Dana í leiknum.Leikir þessara liða hafa oft verið jafnir og því kom það fáum á óvart að staðan var jöfn í hálfleik, 17-17. Liðin höfðu skipst á að vera með forystuna en í upphafi síðari hálfleiks tók íslenska liðið öll völd á vellinum og komst tvívegis í þriggja marka forystu.En í stað þess að láta kné fylgja kviði glutraði Ísland möguleikanum á því að stinga af með óöguðum sóknarleik. Sören Rasmussen hafði leyst Niklas Landin af í danska markinu og átti stórleik í síðari hálfleik. Hann var með 50 prósenta markvörslu og varði frá Þóri Ólafssyni á lokasekúndu leiksins. Þar með tryggði hann danska sigurinn.Langbesti leikmaður Íslands var Björgvin Páll og í raun sorglegt að aðrir leikmenn náðu ekki að nýta sér þann meðbyr. Róbert Gunnarsson var þó mjög öflugur á línunni og skilaði svo sannarlega sínu. Þórir Ólafsson átti góða spretti og þeir Sverre og Vignir í vörninni voru mjög fínir. Flestir aðrir áttu misjafnan leik og hafa oft spilað betur.Þess ber svo að geta að Aron Pálmarsson skoraði tvö ótrúleg mörk í fyrri hálfleik og sýndi þá af hverju hann var valinn efnilegasti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. En eins og aðrir þá missti hann taktinn undir lok leiksins og gerði mistök sem Danirnir voru fljótir að refsa fyrir.Það mátti ekki sjá mikinn mun á liðunum en í þetta skiptin var lukkan á bandi þeirra dönsku.
Íslenski handboltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira