Gáfu bönkum meira frelsi en EES krafðist 15. apríl 2010 03:00 Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð ODDsson Frá og með því að aðild Íslands að EES var samþykkt árið 1993 í starfstíð svokallaðrar Viðeyjarstjórnar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hefur Alþingi gert margvíslegar breytingar á lögum um starfsemi fjármálafyrirtækja. Margar þeirra voru ekki nauðsynlegar fyrir aðild að EES. Stjórnvöld gáfu íslensku bönkunum miklu meira starfsfrelsi en skylt var samkvæmt samningunum um evrópska efnahagsvæðið, segir rannsóknarnefnd Alþingis. Þetta jók áhættuna og gerði bankana vanbúna að mæta kreppu. Starfsheimildir íslensku viðskiptabankanna voru rýmkaðar mun meira en aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu útheimti. Rannsóknarnefnd Alþingis segir að þótt Íslendingar hafi, vegna aðildarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), innleitt tilskipanir Evrópusambandsins um fjármálamarkaðinn hafi þeim ekki verið bannað að setja, eða viðhalda, strangari reglur um fjármálafyrirtæki heima fyrir. Þetta svigrúm hafi hins vegar ekki verið nýtt. Fyrst og fremst réði þar það pólitíska sjónarmið að draga þyrfti úr séríslenskum ákvæðum og bæta samkeppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja á EES-svæðinu. „Áherslan var ekki á hvort tilefni væri til og heimildir væru innan ramma tilskipana Evrópusambandsins (ESB) til að taka mið af þeim aðstæðum á Íslandi sem væru sérstakar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem bendir á að þar hafi bæði verið um að ræða atriði sem snertu áhrif þessarar starfsemi í íslensku viðskiptalífi og þeirrar „hættu að náin hagsmunatengsl og samþjöppun eignarhalds leiddi til kerfislægrar áhættu og hagsmunaárekstra“. Nefndin skoðaði sérstaklega sjö atriði sem breyttust varðandi fjármálafyrirtæki í kjölfar aðildarinnar að EES. Þetta eru auknar heimildir til fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri, til lánafyrirgreiðslu til stjórnenda, til að fjárfesta í fasteignafélögum, til að veita lán til kaupa á eigin hlutum, minni kröfur til rekstrarfyrirkomulags verðbréfafyrirtækja, auknar heimildir til að reka vátryggingafélög og í sjöunda lagi auknar heimildir til að fara með hlut í öðrum lánastofnunum. Rannsóknarnefndin bendir á að samkvæmt lágmarkskröfum tilskipana ESB hafi Íslandi ekki verið skylt að að auka starfsheimildir bankanna á þennan hátt. Heimildirnar hafi verulega aukið áhættu í bankakerfinu. Nefnt er að í apríl 2008 voru 46 prósent af útlánum bankanna til eignarhaldsfélaga og að bankarnir hafi ekki tryggt stöðu sína eins vel og þeim var unnt varðandi þessi lán ef til vanskila kæmi. „Sérstaka athygli vekur að frelsi lánastofnana til að stunda áhættusamari fjárfestingar var aukið umtalsvert á þessu tímabili og þá meðal annars með því að heimila viðskiptabanka án þess að svigrúmi til aukinnar áhættutöku hafi um leið fylgt fullnægjandi aðhald og kröfur um eigið fé,“ segir í skýrslu nefndarinnar. „Meðal annars af þeim sökum voru fjármálafyrirtækin illa í stakk búin til að mæta þeim erfiðleikum sem komu upp á alþjóðlegum fjármálamörkuðum árið 2008.“ [email protected] Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Stjórnvöld gáfu íslensku bönkunum miklu meira starfsfrelsi en skylt var samkvæmt samningunum um evrópska efnahagsvæðið, segir rannsóknarnefnd Alþingis. Þetta jók áhættuna og gerði bankana vanbúna að mæta kreppu. Starfsheimildir íslensku viðskiptabankanna voru rýmkaðar mun meira en aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu útheimti. Rannsóknarnefnd Alþingis segir að þótt Íslendingar hafi, vegna aðildarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), innleitt tilskipanir Evrópusambandsins um fjármálamarkaðinn hafi þeim ekki verið bannað að setja, eða viðhalda, strangari reglur um fjármálafyrirtæki heima fyrir. Þetta svigrúm hafi hins vegar ekki verið nýtt. Fyrst og fremst réði þar það pólitíska sjónarmið að draga þyrfti úr séríslenskum ákvæðum og bæta samkeppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja á EES-svæðinu. „Áherslan var ekki á hvort tilefni væri til og heimildir væru innan ramma tilskipana Evrópusambandsins (ESB) til að taka mið af þeim aðstæðum á Íslandi sem væru sérstakar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem bendir á að þar hafi bæði verið um að ræða atriði sem snertu áhrif þessarar starfsemi í íslensku viðskiptalífi og þeirrar „hættu að náin hagsmunatengsl og samþjöppun eignarhalds leiddi til kerfislægrar áhættu og hagsmunaárekstra“. Nefndin skoðaði sérstaklega sjö atriði sem breyttust varðandi fjármálafyrirtæki í kjölfar aðildarinnar að EES. Þetta eru auknar heimildir til fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri, til lánafyrirgreiðslu til stjórnenda, til að fjárfesta í fasteignafélögum, til að veita lán til kaupa á eigin hlutum, minni kröfur til rekstrarfyrirkomulags verðbréfafyrirtækja, auknar heimildir til að reka vátryggingafélög og í sjöunda lagi auknar heimildir til að fara með hlut í öðrum lánastofnunum. Rannsóknarnefndin bendir á að samkvæmt lágmarkskröfum tilskipana ESB hafi Íslandi ekki verið skylt að að auka starfsheimildir bankanna á þennan hátt. Heimildirnar hafi verulega aukið áhættu í bankakerfinu. Nefnt er að í apríl 2008 voru 46 prósent af útlánum bankanna til eignarhaldsfélaga og að bankarnir hafi ekki tryggt stöðu sína eins vel og þeim var unnt varðandi þessi lán ef til vanskila kæmi. „Sérstaka athygli vekur að frelsi lánastofnana til að stunda áhættusamari fjárfestingar var aukið umtalsvert á þessu tímabili og þá meðal annars með því að heimila viðskiptabanka án þess að svigrúmi til aukinnar áhættutöku hafi um leið fylgt fullnægjandi aðhald og kröfur um eigið fé,“ segir í skýrslu nefndarinnar. „Meðal annars af þeim sökum voru fjármálafyrirtækin illa í stakk búin til að mæta þeim erfiðleikum sem komu upp á alþjóðlegum fjármálamörkuðum árið 2008.“ [email protected]
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira