Af atvinnusköpun og fjöldamorðum 24. september 2010 06:00 Orð fá ekki lýst þeim þjáningum sem styrjaldir leiða yfir mannkynið. Nú á tímum er hernaðarbröltið knúið áfram af ráðamönnum, alþjóðastofnunum, skæruliðasamtökum og ótal hagsmunaaðilum. Jafnframt má nefna einkarekin hernaðarfyrirtæki sem selja þjónustu sína nánast hverjum sem er. Slík fyrirtæki þrífast beinlínis á hernaði og auka þannig eftirspurnina eftir stríði. Eitt þessara fyrirtækja nefnist ECA Program, en fyrr á árinu sótti það um starfsleyfi á Keflavíkurflugvelli í því skyni að flytja þangað orrustuþotur, viðhalda þeim og leigja út til heræfinga. Fyrirtækið er umdeilt og eignarhald þess óljóst, enda var því neitað um starfsleyfi í Kanada. Þrátt fyrir það hyggjast Árni Sigfússon og fleiri Suðurnesjamenn taka fyrirtækinu opnum örmum. Við Íslendingar heyrum iðulega fréttir af stríðshörmungum úti í heimi, en í hugum okkar flestra eru þær fjarlægar og óraunverulegar. Vandamál á borð við atvinnuleysi standa okkur miklu nær. Þótt áætlað sé að umrætt fyrirtæki sjái 150 Suðurnesjamönnum fyrir vinnu má ekki gleyma þeim milljónum jarðarbúa sem eiga um sárt að binda eftir árásir herja sem nýta sér þjónustu af því tagi sem ECA Program vill flytja til Keflavíkur. Því ættum við að velta fyrir okkur eftirtöldum spurningum: Viljum við leggja blessun okkar yfir starfsemi sem hefur fjöldamorð að féþúfu? Erum við tilbúin að láta siðgæðið lönd og leið fyrir atvinnusköpun? Leyfir samviskan okkur að græða á starfsemi sem þrífst á því að fólk úti í heimi murki lífið hvert úr öðru? Og vilja Suðurnesjamenn virkilega selja sál sína fyrir atvinnu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Orð fá ekki lýst þeim þjáningum sem styrjaldir leiða yfir mannkynið. Nú á tímum er hernaðarbröltið knúið áfram af ráðamönnum, alþjóðastofnunum, skæruliðasamtökum og ótal hagsmunaaðilum. Jafnframt má nefna einkarekin hernaðarfyrirtæki sem selja þjónustu sína nánast hverjum sem er. Slík fyrirtæki þrífast beinlínis á hernaði og auka þannig eftirspurnina eftir stríði. Eitt þessara fyrirtækja nefnist ECA Program, en fyrr á árinu sótti það um starfsleyfi á Keflavíkurflugvelli í því skyni að flytja þangað orrustuþotur, viðhalda þeim og leigja út til heræfinga. Fyrirtækið er umdeilt og eignarhald þess óljóst, enda var því neitað um starfsleyfi í Kanada. Þrátt fyrir það hyggjast Árni Sigfússon og fleiri Suðurnesjamenn taka fyrirtækinu opnum örmum. Við Íslendingar heyrum iðulega fréttir af stríðshörmungum úti í heimi, en í hugum okkar flestra eru þær fjarlægar og óraunverulegar. Vandamál á borð við atvinnuleysi standa okkur miklu nær. Þótt áætlað sé að umrætt fyrirtæki sjái 150 Suðurnesjamönnum fyrir vinnu má ekki gleyma þeim milljónum jarðarbúa sem eiga um sárt að binda eftir árásir herja sem nýta sér þjónustu af því tagi sem ECA Program vill flytja til Keflavíkur. Því ættum við að velta fyrir okkur eftirtöldum spurningum: Viljum við leggja blessun okkar yfir starfsemi sem hefur fjöldamorð að féþúfu? Erum við tilbúin að láta siðgæðið lönd og leið fyrir atvinnusköpun? Leyfir samviskan okkur að græða á starfsemi sem þrífst á því að fólk úti í heimi murki lífið hvert úr öðru? Og vilja Suðurnesjamenn virkilega selja sál sína fyrir atvinnu?
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar