Það sem hefur verið afskrifað er aðeins toppurinn á ísjakanum Valur Grettisson skrifar 30. nóvember 2010 22:08 Steinþór Pálsson. „Við erum með fleiri hundruð milljarða sem á eftir að afskrifa," sagði bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálsson, í viðtali við Þórhall Gunnarsson í þættinum Návígi í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Þórhallur gekk hart á Steinþór vegna afskrifta á skuldum Jakobs Valgeirs Flosasonar útgerðarmanns en hann kom meðal annars að Stím málinu umdeilda. Þá liggur fyrir að Jakob hefur fengið milljarða afskrifaða hjá hinum ýmsu aðilum. Þórhallur spurði Steinþór hvort þetta stæðist þá siðferðislegu ábyrgð sem bankinn hefði gagnvart samfélaginu og Steinþór sagði svo vera. Hann sagði siðferðislegu spurninguna alltaf erfiða þegar kæmi að því að afskrifa skuldir til þess að tryggja bestu útkomuna fyrir bankann. Hann sagði bankann í rauninni standa frammi fyrir syndum gömlu bankanna: „Lánastarfsemin fyrir hrun var skrítin," sagði Steinþór. Steinþór minnti á að sérstök eftirlitsnefnd, sem Alþingi skipaði, hefði eftirlit með bankanum „og þeir gefa okkur góða umsögn varðandi jafnræði," sagði Steinþór og átti við jafnræði á milli viðskiptavina. Þá áréttaði Steinþór að afskriftir væru ekki gjöf til viðkomandi sem fengi afskrifað. Bankinn skildi í raun fyrirtækin eftir skuldsett, en eingöngu þannig að fyrirtækin yrðu lífvænlega í framtíðinni. Hann sagði það mikilvægt fyrir samfélagið og bankann að sum fyrirtæki fengu að lifa áfram, meðal annars með tilliti til þeirra starfa sem gætu tapast ef fyrirtækin færu í þrot. Steinþór sagði bankann hafa möguleikann á því að setja þúsundir fyrirtækja í þrot. Það væru þó ekki góð viðskipti. Þórhallur spurði svo Steinþór í lok viðtalsins aftur um hinar gríðarlegu afskriftir sem eru fyrirhugaðar. Steinþór svaraði því til að þarna væri um fleiri hundruð milljarða afskriftir að ræða og tók undir orð Þórhalls um að það sem hefur verið afskrifað væri aðeins toppurinn á ísjakanum. „Já, vegna þess hvernig lánabækurnar voru," sagði Steinþór. Stím málið Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Við erum með fleiri hundruð milljarða sem á eftir að afskrifa," sagði bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálsson, í viðtali við Þórhall Gunnarsson í þættinum Návígi í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Þórhallur gekk hart á Steinþór vegna afskrifta á skuldum Jakobs Valgeirs Flosasonar útgerðarmanns en hann kom meðal annars að Stím málinu umdeilda. Þá liggur fyrir að Jakob hefur fengið milljarða afskrifaða hjá hinum ýmsu aðilum. Þórhallur spurði Steinþór hvort þetta stæðist þá siðferðislegu ábyrgð sem bankinn hefði gagnvart samfélaginu og Steinþór sagði svo vera. Hann sagði siðferðislegu spurninguna alltaf erfiða þegar kæmi að því að afskrifa skuldir til þess að tryggja bestu útkomuna fyrir bankann. Hann sagði bankann í rauninni standa frammi fyrir syndum gömlu bankanna: „Lánastarfsemin fyrir hrun var skrítin," sagði Steinþór. Steinþór minnti á að sérstök eftirlitsnefnd, sem Alþingi skipaði, hefði eftirlit með bankanum „og þeir gefa okkur góða umsögn varðandi jafnræði," sagði Steinþór og átti við jafnræði á milli viðskiptavina. Þá áréttaði Steinþór að afskriftir væru ekki gjöf til viðkomandi sem fengi afskrifað. Bankinn skildi í raun fyrirtækin eftir skuldsett, en eingöngu þannig að fyrirtækin yrðu lífvænlega í framtíðinni. Hann sagði það mikilvægt fyrir samfélagið og bankann að sum fyrirtæki fengu að lifa áfram, meðal annars með tilliti til þeirra starfa sem gætu tapast ef fyrirtækin færu í þrot. Steinþór sagði bankann hafa möguleikann á því að setja þúsundir fyrirtækja í þrot. Það væru þó ekki góð viðskipti. Þórhallur spurði svo Steinþór í lok viðtalsins aftur um hinar gríðarlegu afskriftir sem eru fyrirhugaðar. Steinþór svaraði því til að þarna væri um fleiri hundruð milljarða afskriftir að ræða og tók undir orð Þórhalls um að það sem hefur verið afskrifað væri aðeins toppurinn á ísjakanum. „Já, vegna þess hvernig lánabækurnar voru," sagði Steinþór.
Stím málið Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira