Lögreglurannsókn hafin á Goldman Sachs 30. apríl 2010 10:16 Saksóknari á Manhattan í New York hefur fyrirskipað lögreglurannsókn á starfsháttum fjárfestingabankans Goldman Sachs.Rannsóknin beinist að því hvort bankinn hafi brotið lög með starfsháttum við að selja viðskiptavinum sínum skuldavafninga sem byggðust á svokölluðum undirmálslánum í Bandaríkjunum fram á árið 2007.Fjallað er um málið í flestum erlendum fjölmiðlum í morgun en á BBC segir að talsmenn Goldman Sachs séu ekki undrandi yfir þessari rannsókn í ljósi þess umtals sem bankinn hefur orðið fyrir að undanförnu.Eins og áður hefur komið fram hefur bandaríska fjármálaeftirlitið höfðað einkamál gegn Goldman Sachs vegna fyrrgreindra vafninga. Í vikunni voru svo bankastjóri Goldman Sachs og nokkrir yfirmenn bankans grillaðir af bandarískri þingnefnd sökum málsins.Samhliða því að selja viðskiptavinum sínum vafningana tók Goldman Sachs sjálfur skortstöður í þeim og veðjaði á að þeir myndu falla í verði sem og gerðist.Eftir á að koma í ljós hvort lögreglurannsóknin á Manhattan leiði til ákæru en á BBC er þess getið að sönnunarbyrðin er meiri í þessari rannsókn en í máli bandaríska fjármálaeftirlitsins gagn bankanum. Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Saksóknari á Manhattan í New York hefur fyrirskipað lögreglurannsókn á starfsháttum fjárfestingabankans Goldman Sachs.Rannsóknin beinist að því hvort bankinn hafi brotið lög með starfsháttum við að selja viðskiptavinum sínum skuldavafninga sem byggðust á svokölluðum undirmálslánum í Bandaríkjunum fram á árið 2007.Fjallað er um málið í flestum erlendum fjölmiðlum í morgun en á BBC segir að talsmenn Goldman Sachs séu ekki undrandi yfir þessari rannsókn í ljósi þess umtals sem bankinn hefur orðið fyrir að undanförnu.Eins og áður hefur komið fram hefur bandaríska fjármálaeftirlitið höfðað einkamál gegn Goldman Sachs vegna fyrrgreindra vafninga. Í vikunni voru svo bankastjóri Goldman Sachs og nokkrir yfirmenn bankans grillaðir af bandarískri þingnefnd sökum málsins.Samhliða því að selja viðskiptavinum sínum vafningana tók Goldman Sachs sjálfur skortstöður í þeim og veðjaði á að þeir myndu falla í verði sem og gerðist.Eftir á að koma í ljós hvort lögreglurannsóknin á Manhattan leiði til ákæru en á BBC er þess getið að sönnunarbyrðin er meiri í þessari rannsókn en í máli bandaríska fjármálaeftirlitsins gagn bankanum.
Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira