Hanna Birna Kristjánsdóttir: Aukin þjónusta við íbúa 30. apríl 2010 09:16 Reykjavíkurborg leggur áherslu á að bæta stöðugt þjónustu við íbúa í þeirra eigin nærumhverfi. Borgaryfirvöld eru meðvituð um að þarfir íbúanna eru ólíkar eftir hverfum og þörfin fyrir hverfamiðaða þjónustu og upplýsingar er mikil. Hvert þeirra tíu hverfa sem borgina byggja, allt frá vesturbæ norður á Kjalarnes, hafa sína sérstöðu.Á undanförnum árum hafa stór skref verið stigin í þá átt að bæta nærþjónustu Reykjavíkurborgar. Öflugar þjónustumiðstöðvar tóku til starfa, hverfisráð voru sett á laggirnar í öllum hverfum, Hanskinn var tekinn upp til að hreinsa og fegra hverfin og í fyrsta sinn fengu íbúar hverfanna tækifæri til að kjósa um smærri viðhaldsverkefni og nýframkvæmdir í fjárhagsáætlun þessa árs, svo nokkur dæmi séu nefnd.Markmið borgaryfirvalda er að huga enn betur að nærþjónustu í hverju hverfi með aukinni upplýsingagjöf, bættu aðgengi og fleiri tækifærum til þátttöku í ákvörðunum er varða það sem stendur íbúum næst. Stórt skref í þessa átt var tekið með opnun tíu nýrra hverfavefja í vikunni. Þar er hægt að nálgast greinargóðar upplýsingar um þjónustu Reykjavíkurborgar í hverju hverfi fyrir sig. Hverfavefina er að finna á heimasíðunni hverfidmitt.is.Hverfavefirnir hafa einnig að geyma fróðlegar upplýsingar um íbúasamsetningu í hverju hverfi, nýlegar framkvæmdir, framkvæmdir á yfirstandandi ári, niðurstöðu íbúakosningar, hugmyndir íbúa um skipulag, hverfislöggæslu, stolt hverfanna, myndasöfn með ljósmyndum úr hverfinu, auk frétta um viðburði og tíðindi sem tengjast hverfunum.Síðast en ekki síst gefst íbúum kostur á að koma hugmyndum sínum og ábendingum um þjónustu Reykjavíkurborgar í hverfinu á framfæri í gegnum hverfavefina. Með viðkomu á þjónustumiðstöðvunum renna skilaboðin beint til viðeigandi starfsmanna innan Reykjavíkurborgar til frekari vinnslu og upplýsingamiðlunar.Opnun nýrra hverfavefja á slóðinni hverfidmitt.is er enn eitt framfaraskrefið í upplýsingamiðlun og samráði við borgarbúa. Ég vil nota tækifærið og hvetja íbúa til að nýta sér þessa nýjung, ekki aðeins til að leita upplýsinga um allt það sem í boði er í hverju hverfi, heldur ekki síður til að hafa enn frekari áhrif á ákvarðanir og aðgerðir er varða hverfin í borginni og þar með lífsgæði íbúanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg leggur áherslu á að bæta stöðugt þjónustu við íbúa í þeirra eigin nærumhverfi. Borgaryfirvöld eru meðvituð um að þarfir íbúanna eru ólíkar eftir hverfum og þörfin fyrir hverfamiðaða þjónustu og upplýsingar er mikil. Hvert þeirra tíu hverfa sem borgina byggja, allt frá vesturbæ norður á Kjalarnes, hafa sína sérstöðu.Á undanförnum árum hafa stór skref verið stigin í þá átt að bæta nærþjónustu Reykjavíkurborgar. Öflugar þjónustumiðstöðvar tóku til starfa, hverfisráð voru sett á laggirnar í öllum hverfum, Hanskinn var tekinn upp til að hreinsa og fegra hverfin og í fyrsta sinn fengu íbúar hverfanna tækifæri til að kjósa um smærri viðhaldsverkefni og nýframkvæmdir í fjárhagsáætlun þessa árs, svo nokkur dæmi séu nefnd.Markmið borgaryfirvalda er að huga enn betur að nærþjónustu í hverju hverfi með aukinni upplýsingagjöf, bættu aðgengi og fleiri tækifærum til þátttöku í ákvörðunum er varða það sem stendur íbúum næst. Stórt skref í þessa átt var tekið með opnun tíu nýrra hverfavefja í vikunni. Þar er hægt að nálgast greinargóðar upplýsingar um þjónustu Reykjavíkurborgar í hverju hverfi fyrir sig. Hverfavefina er að finna á heimasíðunni hverfidmitt.is.Hverfavefirnir hafa einnig að geyma fróðlegar upplýsingar um íbúasamsetningu í hverju hverfi, nýlegar framkvæmdir, framkvæmdir á yfirstandandi ári, niðurstöðu íbúakosningar, hugmyndir íbúa um skipulag, hverfislöggæslu, stolt hverfanna, myndasöfn með ljósmyndum úr hverfinu, auk frétta um viðburði og tíðindi sem tengjast hverfunum.Síðast en ekki síst gefst íbúum kostur á að koma hugmyndum sínum og ábendingum um þjónustu Reykjavíkurborgar í hverfinu á framfæri í gegnum hverfavefina. Með viðkomu á þjónustumiðstöðvunum renna skilaboðin beint til viðeigandi starfsmanna innan Reykjavíkurborgar til frekari vinnslu og upplýsingamiðlunar.Opnun nýrra hverfavefja á slóðinni hverfidmitt.is er enn eitt framfaraskrefið í upplýsingamiðlun og samráði við borgarbúa. Ég vil nota tækifærið og hvetja íbúa til að nýta sér þessa nýjung, ekki aðeins til að leita upplýsinga um allt það sem í boði er í hverju hverfi, heldur ekki síður til að hafa enn frekari áhrif á ákvarðanir og aðgerðir er varða hverfin í borginni og þar með lífsgæði íbúanna.
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar