Hreinskilið uppgjör Pétur Gunnarsson skrifar 27. desember 2010 09:33 Bækur Árni Matt. Frá bankahruni til byltingar Árni Mathiesen og Þórhallur Jósepsson Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, sem nú er orðinn aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna í Róm, kveður íslenska pólitík með bók sem Þórhallur Jósepsson hefur skráð eftir honum um atburði í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Eftir hrunið er minn tími í pólitík einfaldlega liðinn, - í bili að minnsta kosti, segir Árni. Þeir Þórhallur eiga báðir hrós skilið fyrir þessa bók sem geymir hreinskilnasta framlag íslensks stjórnmálamanns til uppgjörsins eftir hrun. Markverðustu pólitísku tíðindin í bókinni held ég að felist í þeim lærdómi sem Árni dregur af reynslu sinni af því að ræða við erlenda ráðamenn vikurnar í kringum hrunið haustið 2008. Niðurstaða hans er sú að ætli Íslendingar sér að leita bandamanna erlendis standi aðeins einar dyr opnar, það eru dyr Evrópusambandsins. Árni segir að það blasi við að eftir brottför Bandaríkjahers haustið 2006 telji Bandaríkjamenn Íslendinga ekki lengur á sínu áhrifasvæði. Það sé sameiginlegur skilningur þeirra og annarra helstu stórvelda í heiminum að Íslendingar tilheyri einfaldlega áhrifasvæði Evrópusambandsins og Breta. Árni tekur fram að hann sé sjálfur enginn sérstakur áhugamaður um aðild að Evrópusambandinu. Hann vildi gjarnan standa utan þess, ef þess væri kostur. En niðurstaða hans af mati á þeim hagmunum sem eru í húfi er sú að ekki sé vit í öðru en að láta reyna á það til fulls hvaða samningar bjóðist í aðildarviðræðunum sem nú fara fram við Evrópusambandið. Hugmyndir sem stundum heyrast um að Íslendingar geti orðið fríríki og eigi að stefna að nánum tengslum við Bandaríkin, Rússa, Kínverja eða einhver önnur stórveldi eru einfaldlega óraunhæfar. Áhugi annarra þjóða á slíku sambandi er einfaldlega ekki til staðar. Ég man ekki eftir að hafa áður séð mann úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins fallast með jafnskýrum hætti á málflutning þeirra sem aðhyllast aðild að ESB um þetta grundvallaratriði. Þarna má líka lesa forvitnilegar lýsingar á fundum ráðherra með bankamönnum í aðdraganda hrunsins og því þegar ráðherrarnir gera sér fyrst grein fyrir því á síðustu metrunum að eigendur bankanna hafa verið að beita þá blekkingum. Stjórnvöld töldu fram á síðustu stund að vandi bankanna væri lausafjárvandi og uppgötvuðu ekki fyrr en um seinan að vandinn var vegna uppblásins eigin fjár og ónýtra skulda sem bankarnir töldu til eigna. Árni lýsir vonbrigðunum sem fylgdu því að uppgötva það að baráttan hafði líklega alltaf verið vonlaus og byggð á þessari blekkingu um leið og hann ræðir þann lærdóm sem stjórnkerfið geti dregið af þessari reynslu. Niðurstaða: Hreinskilnasta uppgjör íslensks stjórnmálamanns við hrunið. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Árni Matt. Frá bankahruni til byltingar Árni Mathiesen og Þórhallur Jósepsson Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, sem nú er orðinn aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna í Róm, kveður íslenska pólitík með bók sem Þórhallur Jósepsson hefur skráð eftir honum um atburði í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Eftir hrunið er minn tími í pólitík einfaldlega liðinn, - í bili að minnsta kosti, segir Árni. Þeir Þórhallur eiga báðir hrós skilið fyrir þessa bók sem geymir hreinskilnasta framlag íslensks stjórnmálamanns til uppgjörsins eftir hrun. Markverðustu pólitísku tíðindin í bókinni held ég að felist í þeim lærdómi sem Árni dregur af reynslu sinni af því að ræða við erlenda ráðamenn vikurnar í kringum hrunið haustið 2008. Niðurstaða hans er sú að ætli Íslendingar sér að leita bandamanna erlendis standi aðeins einar dyr opnar, það eru dyr Evrópusambandsins. Árni segir að það blasi við að eftir brottför Bandaríkjahers haustið 2006 telji Bandaríkjamenn Íslendinga ekki lengur á sínu áhrifasvæði. Það sé sameiginlegur skilningur þeirra og annarra helstu stórvelda í heiminum að Íslendingar tilheyri einfaldlega áhrifasvæði Evrópusambandsins og Breta. Árni tekur fram að hann sé sjálfur enginn sérstakur áhugamaður um aðild að Evrópusambandinu. Hann vildi gjarnan standa utan þess, ef þess væri kostur. En niðurstaða hans af mati á þeim hagmunum sem eru í húfi er sú að ekki sé vit í öðru en að láta reyna á það til fulls hvaða samningar bjóðist í aðildarviðræðunum sem nú fara fram við Evrópusambandið. Hugmyndir sem stundum heyrast um að Íslendingar geti orðið fríríki og eigi að stefna að nánum tengslum við Bandaríkin, Rússa, Kínverja eða einhver önnur stórveldi eru einfaldlega óraunhæfar. Áhugi annarra þjóða á slíku sambandi er einfaldlega ekki til staðar. Ég man ekki eftir að hafa áður séð mann úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins fallast með jafnskýrum hætti á málflutning þeirra sem aðhyllast aðild að ESB um þetta grundvallaratriði. Þarna má líka lesa forvitnilegar lýsingar á fundum ráðherra með bankamönnum í aðdraganda hrunsins og því þegar ráðherrarnir gera sér fyrst grein fyrir því á síðustu metrunum að eigendur bankanna hafa verið að beita þá blekkingum. Stjórnvöld töldu fram á síðustu stund að vandi bankanna væri lausafjárvandi og uppgötvuðu ekki fyrr en um seinan að vandinn var vegna uppblásins eigin fjár og ónýtra skulda sem bankarnir töldu til eigna. Árni lýsir vonbrigðunum sem fylgdu því að uppgötva það að baráttan hafði líklega alltaf verið vonlaus og byggð á þessari blekkingu um leið og hann ræðir þann lærdóm sem stjórnkerfið geti dregið af þessari reynslu. Niðurstaða: Hreinskilnasta uppgjör íslensks stjórnmálamanns við hrunið.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira