Reikningur til Manarbúa fyrir Kaupþing 12 milljarðar 10. febrúar 2010 09:54 Skattgreiðendur á eyjunni Mön munu þurfa að greiða 60 milljónir punda, eða um 12 milljarða kr., til þess að hægt sé að standa við greiðslur á innlánstryggingum á reikningum hjá dótturfélags Kaupþings á eyjunni.Þetta kemur fram í ítarlegri grein um málið í blaðinu Telegraph. Dótturfélagið, eða Kaupthing Singer & Friedlander Isle of Man (KSFIOM) féll á sama tíma og Kaupþing á Bretlandseyjum. Stjórnvöld á Mön neyddust til að greiða innistæðueigendum KSFIOM 150 milljónir punda í innistæðutryggingu sem sett var á 50.000 pund á hvern reikning.Samkvæmt Telegraph er talið að um 90 milljónir punda náist upp í þessa heildargreiðslu þegar búið verður að gera þrotabú KSFIOM upp. Skaði skattgreiðenda verður sum sé 60 milljónir punda.Fram kemur í blaðinu að þegar hafi þrír af hverjum fjórum innistæðueigendum KSFIOM fengið sínar innistæður greiddar að fullu. Fjöldi innistæðueigenda nam tæpum 6.400 einstaklingum.Sérstök hagsmunasamtök innistæðueigenda (DAG) halda því fram að þessar tölur segi ekki alla söguna. Um 2.500 einstaklingar hafi átt meir en 50.000 pund hver inni hjá KSFIOM. Þar að auki hafi 1.500 einstaklingar í viðbót átt fé í bankanum í formi skuldabréfa eða innistæðna í sjóðum.Skiptaráðendur þrotabús KSFIOM segja að þegar upp er staðið muni um 90% fást upp í kröfur viðskiptavina bankans. Það gæti hinsvegar tekið allt að fimm ár að endurgreiða þessar kröfur. Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Skattgreiðendur á eyjunni Mön munu þurfa að greiða 60 milljónir punda, eða um 12 milljarða kr., til þess að hægt sé að standa við greiðslur á innlánstryggingum á reikningum hjá dótturfélags Kaupþings á eyjunni.Þetta kemur fram í ítarlegri grein um málið í blaðinu Telegraph. Dótturfélagið, eða Kaupthing Singer & Friedlander Isle of Man (KSFIOM) féll á sama tíma og Kaupþing á Bretlandseyjum. Stjórnvöld á Mön neyddust til að greiða innistæðueigendum KSFIOM 150 milljónir punda í innistæðutryggingu sem sett var á 50.000 pund á hvern reikning.Samkvæmt Telegraph er talið að um 90 milljónir punda náist upp í þessa heildargreiðslu þegar búið verður að gera þrotabú KSFIOM upp. Skaði skattgreiðenda verður sum sé 60 milljónir punda.Fram kemur í blaðinu að þegar hafi þrír af hverjum fjórum innistæðueigendum KSFIOM fengið sínar innistæður greiddar að fullu. Fjöldi innistæðueigenda nam tæpum 6.400 einstaklingum.Sérstök hagsmunasamtök innistæðueigenda (DAG) halda því fram að þessar tölur segi ekki alla söguna. Um 2.500 einstaklingar hafi átt meir en 50.000 pund hver inni hjá KSFIOM. Þar að auki hafi 1.500 einstaklingar í viðbót átt fé í bankanum í formi skuldabréfa eða innistæðna í sjóðum.Skiptaráðendur þrotabús KSFIOM segja að þegar upp er staðið muni um 90% fást upp í kröfur viðskiptavina bankans. Það gæti hinsvegar tekið allt að fimm ár að endurgreiða þessar kröfur.
Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira