Umfjöllun: FH deildarbikarmeistari karla eftir spennuleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. desember 2010 19:42 Hjörtur Hinriksson, leikmaður FH. Mynd/Stefán Það var FH sem fór með sigur af hólmi í deildarbikar karla í handbolta eftir sigur á Akureyri í spennuleik í Standgötunni í kvöld, 26-29. Leikurinn var bráðfjörugur og var mikil stemmning hjá áhorfendum sem fjölmenntu á leikinn. Akureyri leiddi leikinn lengst af en með góðum kafla lok síðari hálfleiks náðu FH-ingar að jafna og komust yfir þegar skammt var eftir af leiknum sem þeir héldu til leiksloka. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum leiksins. FH hafði frumkvæðið framan af og komst í þriggja marka forystu, 5-8, þegar tólf mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar var allt annað en sáttur með þá frammistöðu, tók leikhlé og tók landsliðsmarkvörðinn Sveinbjörn Pétursson úr markinu en hann hafði ekki varið skot. Á sama tíma hafði Daníel Árnason verið iðinn við kolann í marki FH-inga. Akureyringar hresstust eftir leikhléið og með góðum varnarleik náðu þeir að snúa leiknum sér í hag. Norðanmenn leiddu með þremur mörkum, 16-13 í hálfleik, og munaði mikið um innkomu Stefáns Guðnasonar í marki Akureyrar sem varði fimm bolta í seinnihluta fyrri hálfleiks og kom sínum mönnum í gang. Bjarni Fritzson var einnig drjúgur í sókninni og skorðaði fimm mörk í fyrri hálfleik. Akureyri var alltaf skrefi á undan framan af síðari hálfleik og FH-ingum gekk erfiðlega að jafna leikinn. Þegar um tíu mínútur voru eftir að leiknum kom góður leikkafli hjá FH-ingum og manni færri tókst þeim að jafna leikinn. Í næstu sókn komust þeir yfir með þrumuskoti frá Ólafi Guðmundssyni og meðbyrinn var með Hafnfirðingum. Lokamínúturnar voru æsispennandi og sigurinn gat fallið báðum megin. FH-ingar fengu nokkur tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir og tókst það loksins þegar mínúta var eftir að leiknum. Með góðri vörn á tókst Hafnfirðingum að leggja Akureyringa að velli 26-29 í bráðfjörugum leik. Ásbjörn Friðriksson og Baldvin Þorsteinsson voru atkvæðamestir í liði FH með sjö mörk hvor. Daníel Andrésson var einnig góður í marki FH og varði 19 skot, mörg hver úr dauðafæri. Hjá Akureyri voru Bjarni Fritzson og Heimir Örn Árnason báðir með sjö mörk og Guðmundur Hólmar Helgason með 5 mörk. Markvarslan hefur oft verið betri hjá Akureyri en Sveinbjörn Pétursson datt í gang í síðari hálfleik og varði 10 skot. Stefán Guðnason varði 6 skot. Akureyri - FH 26-29 (16-13)Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 7, Heimir Örn Árnason 7, Guðmundur Hólmar Helgason 5, Geir Guðmundsson 3, Oddur Grétarsson 2, Halldór Logi Árnason 2.Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 10 skot, Stefán Guðnason 6.Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 7, Baldvin Þorsteinsson 7, Hjörtur Hinriksson 4, Ólafur Guðmundsson 4, Halldór Guðjónsson 3, Atli Rúnar Steinþórsson 3, Brynjar Geirsson 1. Varin skot: Daníel Andrésson 19 skot. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Það var FH sem fór með sigur af hólmi í deildarbikar karla í handbolta eftir sigur á Akureyri í spennuleik í Standgötunni í kvöld, 26-29. Leikurinn var bráðfjörugur og var mikil stemmning hjá áhorfendum sem fjölmenntu á leikinn. Akureyri leiddi leikinn lengst af en með góðum kafla lok síðari hálfleiks náðu FH-ingar að jafna og komust yfir þegar skammt var eftir af leiknum sem þeir héldu til leiksloka. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum leiksins. FH hafði frumkvæðið framan af og komst í þriggja marka forystu, 5-8, þegar tólf mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar var allt annað en sáttur með þá frammistöðu, tók leikhlé og tók landsliðsmarkvörðinn Sveinbjörn Pétursson úr markinu en hann hafði ekki varið skot. Á sama tíma hafði Daníel Árnason verið iðinn við kolann í marki FH-inga. Akureyringar hresstust eftir leikhléið og með góðum varnarleik náðu þeir að snúa leiknum sér í hag. Norðanmenn leiddu með þremur mörkum, 16-13 í hálfleik, og munaði mikið um innkomu Stefáns Guðnasonar í marki Akureyrar sem varði fimm bolta í seinnihluta fyrri hálfleiks og kom sínum mönnum í gang. Bjarni Fritzson var einnig drjúgur í sókninni og skorðaði fimm mörk í fyrri hálfleik. Akureyri var alltaf skrefi á undan framan af síðari hálfleik og FH-ingum gekk erfiðlega að jafna leikinn. Þegar um tíu mínútur voru eftir að leiknum kom góður leikkafli hjá FH-ingum og manni færri tókst þeim að jafna leikinn. Í næstu sókn komust þeir yfir með þrumuskoti frá Ólafi Guðmundssyni og meðbyrinn var með Hafnfirðingum. Lokamínúturnar voru æsispennandi og sigurinn gat fallið báðum megin. FH-ingar fengu nokkur tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir og tókst það loksins þegar mínúta var eftir að leiknum. Með góðri vörn á tókst Hafnfirðingum að leggja Akureyringa að velli 26-29 í bráðfjörugum leik. Ásbjörn Friðriksson og Baldvin Þorsteinsson voru atkvæðamestir í liði FH með sjö mörk hvor. Daníel Andrésson var einnig góður í marki FH og varði 19 skot, mörg hver úr dauðafæri. Hjá Akureyri voru Bjarni Fritzson og Heimir Örn Árnason báðir með sjö mörk og Guðmundur Hólmar Helgason með 5 mörk. Markvarslan hefur oft verið betri hjá Akureyri en Sveinbjörn Pétursson datt í gang í síðari hálfleik og varði 10 skot. Stefán Guðnason varði 6 skot. Akureyri - FH 26-29 (16-13)Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 7, Heimir Örn Árnason 7, Guðmundur Hólmar Helgason 5, Geir Guðmundsson 3, Oddur Grétarsson 2, Halldór Logi Árnason 2.Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 10 skot, Stefán Guðnason 6.Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 7, Baldvin Þorsteinsson 7, Hjörtur Hinriksson 4, Ólafur Guðmundsson 4, Halldór Guðjónsson 3, Atli Rúnar Steinþórsson 3, Brynjar Geirsson 1. Varin skot: Daníel Andrésson 19 skot.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira