Umfjöllun: Tröllatvenna Juliu vó þungt er Hamar tryggði sér oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2010 20:16 Kristrún Sigurjónsdóttir tók af skarið á æsispennandi lokamínútum leiksins. Mynd/Daníel Hamar vann 81-75 sigur á KR í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í frábærum leik í Hveragerði í dag. KR gat orðið Íslandsmeistari með sigri en nú fer Íslandsbikarinn örugglega á loft á þriðjudaginn þar sem liðin spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Julia Demirer lét ekki hnémeiðslin aftra sér og var með tröllatvennu, 23 stig og 26 fráköst. Hún hafði greinilega gott af hvíldinni í þriðja leiknum. Það var ekki síst vegna hennar framlags að Hamarsliðið vann fráköstin 51-42 og því er áfram svo að það lið sem hefur unnið fráköstin í leikjum einvígisins hefur fagnað sigri. KR-liðið byrjaði mun betur með fyrirliðanna Hildi Sigurðardóttur í fararbroddi. Hildur var með 7 stig og 4 stoðsendingar í fyrsta leikhluta, KR komst mest 9 stigum yfir, 21-12, en var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutanum, 25-17. Julia Demirer var þarna komin með 9 stig og 8 fráköst en hún átti eftir að bæta við það. KR hélt áfram frumkvæðinu fyrri hluta annars leikhlutans og komst ellefu stigum yfir eftir aðra þriggja stiga körfu Jenny Pfeiffer-Finora á stuttum tíma, 38-27. Hamarsliðið kláraði hinsvegar annan leikhlutann með frábærum spretti og vann síðustu 5:37 mínúturnar í leikhlutanum 18-4, og komst þremur stigum yfir fyrir lok leikhlutans, 45-42. Koren Schram skoraði níu síðustu stig Hamars í leikhlutanum þar af þriggja stiga körfu rétt áður en lokaflautið gall. Julia Demirer var með 18 stig og 16 fráköst í hálfleiknum og nýtti sér það vel að Signý Hermannsdóttir var í villuvandræðum og gat aðeins spilað í 12 mínútur í fyrri hálfleiknum. Það var mikil spenna í upphafi þriðja leikhluta og það tók liðin tæpar fjórar mínútur að skora fyrstu stig leikhlutans. Þar var Guðbjörg Sverrisdóttir að verki. Hamar var síðan með frumkvæðið út leikhlutann og náði sex stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann, 60-54, eftir að Íris Ásgeirsdóttir og Fanney Lind Guðmundsdóttir skoruðu saman átta síðustu stig liðsins í leikhlutanum. Hamar náði mest tíu stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta, 67-67 og var síðan 72-63 yfir eftir þriggja stiga körfu frá Koren Schram þegar aðeins fjórar mínútur voru eftir. Miðherjinn Signý Hermannsdóttir kveikti þá í KR-liðinu með magnaðri þriggja stiga körfu og einni og hálfri mínútu síðar var KR búið að skora tíu stig í röð og var komið yfir í 73-72. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, tók þá leikhlé og kom liði sínu aftur í gang. Hamar skoraði fjögur næstu stigin og landaði að lokum sex stiga sigri. Kristrún Sigurjónsdóttir var mjög öflug á spennuþrungnum lokamínútum leiksins, skoraði fjögur stig og átti eina stoðsendingu. Julia Demirer átti frábæran leik með Hamar, Koren Schram tók meira af skarið en hún er vön, Kristrún Sigurjónsdóttir nýtti sér reynslu sína í lokin og Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði átta mikilvæg stig í seinni hálfleiknum. Hildur Sigurðardóttir byrjaði frábærlega en lenti í villuvandræðum líkt og Signý Hermannsdóttir og Unnur Tara Jónsdóttir en þær þrjár voru bestu leikmenn KR í leiknum.Hamar-KR 81-75 (45-42)Stig Hamars: Julia Demirer 23/26 fráköst/3 varin skot, Koren Schram 20/4 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 11, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/4 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 7, Fanney Lind Guðmundsdóttir 6, Hafrún Hálfdánardóttir 3, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 1/8 fráköst.Stig KR: Unnur Tara Jónsdóttir 18/11 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 18/7 stoðsendingar, Signý Hermannsdóttir 14/9 fráköst/6 varin skot, Jenny Pfeiffer-Finora 14, Margrét Kara Sturludóttir 9/12 fráköst/6 stolnir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Hamar vann 81-75 sigur á KR í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í frábærum leik í Hveragerði í dag. KR gat orðið Íslandsmeistari með sigri en nú fer Íslandsbikarinn örugglega á loft á þriðjudaginn þar sem liðin spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Julia Demirer lét ekki hnémeiðslin aftra sér og var með tröllatvennu, 23 stig og 26 fráköst. Hún hafði greinilega gott af hvíldinni í þriðja leiknum. Það var ekki síst vegna hennar framlags að Hamarsliðið vann fráköstin 51-42 og því er áfram svo að það lið sem hefur unnið fráköstin í leikjum einvígisins hefur fagnað sigri. KR-liðið byrjaði mun betur með fyrirliðanna Hildi Sigurðardóttur í fararbroddi. Hildur var með 7 stig og 4 stoðsendingar í fyrsta leikhluta, KR komst mest 9 stigum yfir, 21-12, en var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutanum, 25-17. Julia Demirer var þarna komin með 9 stig og 8 fráköst en hún átti eftir að bæta við það. KR hélt áfram frumkvæðinu fyrri hluta annars leikhlutans og komst ellefu stigum yfir eftir aðra þriggja stiga körfu Jenny Pfeiffer-Finora á stuttum tíma, 38-27. Hamarsliðið kláraði hinsvegar annan leikhlutann með frábærum spretti og vann síðustu 5:37 mínúturnar í leikhlutanum 18-4, og komst þremur stigum yfir fyrir lok leikhlutans, 45-42. Koren Schram skoraði níu síðustu stig Hamars í leikhlutanum þar af þriggja stiga körfu rétt áður en lokaflautið gall. Julia Demirer var með 18 stig og 16 fráköst í hálfleiknum og nýtti sér það vel að Signý Hermannsdóttir var í villuvandræðum og gat aðeins spilað í 12 mínútur í fyrri hálfleiknum. Það var mikil spenna í upphafi þriðja leikhluta og það tók liðin tæpar fjórar mínútur að skora fyrstu stig leikhlutans. Þar var Guðbjörg Sverrisdóttir að verki. Hamar var síðan með frumkvæðið út leikhlutann og náði sex stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann, 60-54, eftir að Íris Ásgeirsdóttir og Fanney Lind Guðmundsdóttir skoruðu saman átta síðustu stig liðsins í leikhlutanum. Hamar náði mest tíu stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta, 67-67 og var síðan 72-63 yfir eftir þriggja stiga körfu frá Koren Schram þegar aðeins fjórar mínútur voru eftir. Miðherjinn Signý Hermannsdóttir kveikti þá í KR-liðinu með magnaðri þriggja stiga körfu og einni og hálfri mínútu síðar var KR búið að skora tíu stig í röð og var komið yfir í 73-72. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, tók þá leikhlé og kom liði sínu aftur í gang. Hamar skoraði fjögur næstu stigin og landaði að lokum sex stiga sigri. Kristrún Sigurjónsdóttir var mjög öflug á spennuþrungnum lokamínútum leiksins, skoraði fjögur stig og átti eina stoðsendingu. Julia Demirer átti frábæran leik með Hamar, Koren Schram tók meira af skarið en hún er vön, Kristrún Sigurjónsdóttir nýtti sér reynslu sína í lokin og Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði átta mikilvæg stig í seinni hálfleiknum. Hildur Sigurðardóttir byrjaði frábærlega en lenti í villuvandræðum líkt og Signý Hermannsdóttir og Unnur Tara Jónsdóttir en þær þrjár voru bestu leikmenn KR í leiknum.Hamar-KR 81-75 (45-42)Stig Hamars: Julia Demirer 23/26 fráköst/3 varin skot, Koren Schram 20/4 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 11, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/4 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 7, Fanney Lind Guðmundsdóttir 6, Hafrún Hálfdánardóttir 3, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 1/8 fráköst.Stig KR: Unnur Tara Jónsdóttir 18/11 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 18/7 stoðsendingar, Signý Hermannsdóttir 14/9 fráköst/6 varin skot, Jenny Pfeiffer-Finora 14, Margrét Kara Sturludóttir 9/12 fráköst/6 stolnir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira