Opið bréf til Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra 9. ágúst 2010 00:01 Æ, nú var íslenska þjóðin óheppin! Enn eitt áfallið! Hvert er áfallið, vænti ég að þú spyrjir? Jú Gylfi, hrikalegustu skógareldar í manna minnum í Rússlandi! Af hverju eru skógareldar í Rússlandi áfall fyrir íslenska þjóð? er líklega næsta spurning þín. Jú, vegna hins flókna afleiðusambands verðlags og eignastöðu á Íslandi. Nú spyr ég, þar sem þú ert hagfræðingur. Hvers á íslensk fjölskylda með bága eignastöðu að gjalda að þurfa að sjá á eftir eignum vegna skógarelda í Rússlandi? Já, og fyrir utan það, hvað það er heimskulegt að eignirnar renna nú að stórum hluta til erlendra kröfuhafa bankanna. Frá upptöku verðtryggingar hefur eignarréttur verið virtur að vettugi. Verðtryggingu var ætlað það hlutverk að leiðrétta fyrir verðbólgu. En verðbólga er samkvæmt skilgreiningu það sem gerist með verðlag almennt þegar gjaldmiðill missir verðgildi sitt, verðlag hækkar þá yfir línuna á einhverjum tíma. Með framkvæmd verðtryggingarinnar var hins vegar ekki aðeins leiðrétt fyrir verðbólgu heldur öllum verðbreytingum á einingum í körfu neysluverðsvísitölunnar. Þetta þýðir að þegar breytingar verða á verði vöru í vísitölunni, vegna atviks, sem ekki er hægt að rekja til veikingar gjaldmiðils rekst hún alla leið inn í alla verðtryggða lánasamninga. Þetta leiðir augljóslega til þess að óumsamin eignatilfærsla verður milli lánþega og lánveitanda. Frá 1983 til 1988 jafngilti þessi eignatilfærsla yfir 250 milljörðum frá skuldurum til lánveitenda bara vegna olíuverðshækkana á heimsmarkaði og hækkunar fasteignaverðs í kjölfar innkomu bankanna á húsnæðislánamarkað. Þessar verðbreytingar voru óháðar gengi krónunnar og því ótengdar verðbólgu. Eignatilfærslurnar voru því hrein lögleysa. Núna blasir við enn ein holskefla tilfærslna frá skuldurum til lánardrottna. Hveitiverð á heimsmarkaði hefur hækkað um 50% vegna skógareldanna. Það mun leiða til hækkaðs vöruverðs á Íslandi sem mun bitna á eignastöðu fjölskyldna með verðtryggða lánasamninga. Búast má við að eignatjón muni nema að minnsta kosti tvöföldu tjóni síðasta Suðurlandsskjálfta. Þú segir væntanlega að þetta muni jafna sig þegar verðið gengur niður aftur. En svoleiðis útúrsnúningur dugar ekki. Í millitíðinni munu fjölskyldur þurfa að búa við hækkaðar afborganir og verri lífskjör. Að auki, ef eign fjölskyldu þurrkast upp áður en verðið gengur niður þá er hún einfaldlega gjaldþrota. Þú tókst þér í munn orðið sanngirni um daginn þegar þú tjáðir þig um dóm Hæstaréttar Íslands um gengistryggða lánasamninga. Mátti á þér skilja að ósanngjarnt sé að almenningur njóti vaxtakjara sem algengir eru í nágrannalöndum okkar. Af orðum þínum að dæma þá vilt þú ekki að ósanngirni viðgangist á því sviði sem heyrir undir ráðuneyti þitt. Þú veist það að margar fjölskyldur munu missa restina af eignum sínum í kjölfar skógareldanna í Rússlandi. Hver eru þín sanngirnisrök fyrir því? Ég giska á að þjóðin vilji vita. Ég á ekki von á að þú skiljir samhengi atvikshækkana á vöruverði og eignastöðu íslenskra fjölskyldna frekar en þegar þú stóðst vaktina fyrir íslenska þjóð sem forstöðumaður viðskipta- og hagfræðiskorar Háskóla Íslands. En sagt er að dropinn holi steininn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Örn Karlsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Æ, nú var íslenska þjóðin óheppin! Enn eitt áfallið! Hvert er áfallið, vænti ég að þú spyrjir? Jú Gylfi, hrikalegustu skógareldar í manna minnum í Rússlandi! Af hverju eru skógareldar í Rússlandi áfall fyrir íslenska þjóð? er líklega næsta spurning þín. Jú, vegna hins flókna afleiðusambands verðlags og eignastöðu á Íslandi. Nú spyr ég, þar sem þú ert hagfræðingur. Hvers á íslensk fjölskylda með bága eignastöðu að gjalda að þurfa að sjá á eftir eignum vegna skógarelda í Rússlandi? Já, og fyrir utan það, hvað það er heimskulegt að eignirnar renna nú að stórum hluta til erlendra kröfuhafa bankanna. Frá upptöku verðtryggingar hefur eignarréttur verið virtur að vettugi. Verðtryggingu var ætlað það hlutverk að leiðrétta fyrir verðbólgu. En verðbólga er samkvæmt skilgreiningu það sem gerist með verðlag almennt þegar gjaldmiðill missir verðgildi sitt, verðlag hækkar þá yfir línuna á einhverjum tíma. Með framkvæmd verðtryggingarinnar var hins vegar ekki aðeins leiðrétt fyrir verðbólgu heldur öllum verðbreytingum á einingum í körfu neysluverðsvísitölunnar. Þetta þýðir að þegar breytingar verða á verði vöru í vísitölunni, vegna atviks, sem ekki er hægt að rekja til veikingar gjaldmiðils rekst hún alla leið inn í alla verðtryggða lánasamninga. Þetta leiðir augljóslega til þess að óumsamin eignatilfærsla verður milli lánþega og lánveitanda. Frá 1983 til 1988 jafngilti þessi eignatilfærsla yfir 250 milljörðum frá skuldurum til lánveitenda bara vegna olíuverðshækkana á heimsmarkaði og hækkunar fasteignaverðs í kjölfar innkomu bankanna á húsnæðislánamarkað. Þessar verðbreytingar voru óháðar gengi krónunnar og því ótengdar verðbólgu. Eignatilfærslurnar voru því hrein lögleysa. Núna blasir við enn ein holskefla tilfærslna frá skuldurum til lánardrottna. Hveitiverð á heimsmarkaði hefur hækkað um 50% vegna skógareldanna. Það mun leiða til hækkaðs vöruverðs á Íslandi sem mun bitna á eignastöðu fjölskyldna með verðtryggða lánasamninga. Búast má við að eignatjón muni nema að minnsta kosti tvöföldu tjóni síðasta Suðurlandsskjálfta. Þú segir væntanlega að þetta muni jafna sig þegar verðið gengur niður aftur. En svoleiðis útúrsnúningur dugar ekki. Í millitíðinni munu fjölskyldur þurfa að búa við hækkaðar afborganir og verri lífskjör. Að auki, ef eign fjölskyldu þurrkast upp áður en verðið gengur niður þá er hún einfaldlega gjaldþrota. Þú tókst þér í munn orðið sanngirni um daginn þegar þú tjáðir þig um dóm Hæstaréttar Íslands um gengistryggða lánasamninga. Mátti á þér skilja að ósanngjarnt sé að almenningur njóti vaxtakjara sem algengir eru í nágrannalöndum okkar. Af orðum þínum að dæma þá vilt þú ekki að ósanngirni viðgangist á því sviði sem heyrir undir ráðuneyti þitt. Þú veist það að margar fjölskyldur munu missa restina af eignum sínum í kjölfar skógareldanna í Rússlandi. Hver eru þín sanngirnisrök fyrir því? Ég giska á að þjóðin vilji vita. Ég á ekki von á að þú skiljir samhengi atvikshækkana á vöruverði og eignastöðu íslenskra fjölskyldna frekar en þegar þú stóðst vaktina fyrir íslenska þjóð sem forstöðumaður viðskipta- og hagfræðiskorar Háskóla Íslands. En sagt er að dropinn holi steininn.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar