Umhverfisspjöll á heimsmælikvarða? Tryggvi Felixson skrifar 24. september 2010 06:00 Nýr Lyngdalsheiðarvegur mun hafa óafturkræf áhrif á landslag og ásýnd svæðis sem liggur að elsta þjóðgarði landsmanna sem skráður hefur verið á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna (UNESCO World Heritage List). Vegastæðið liggur yfir eitt ríkasta vatnsból landsins sem hætta er á að spillist af framkvæmdum og umferð. Vegurinn mun óhjákvæmilega kalla á frekari gegnumumferð um Þjóðgarðinn á Þingvöllum og auka loftmengun og spilla friðsæld. Sýnt hefur verið fram á að aukin niturmengun vegna viðbótar gegnumumferðar getur hugsanlega spillt lífríkinu í vatninu vegna ofauðgunar á viðkvæmum hrygningarsvæðum. Þegar allt er reiknað virðist þessi áformaða vegabót aðeins stytta leiðina á milli Reykjavíkur og Laugarvatns um fáeinar mínútur. Á þetta var allt bent. Vegagerðin hafði fjölmargar vel rökstuddar ábendingar opinberra stofnana, samtaka, sérfræðinga og einstaklinga um framangreind efni að engu. Vanda þarf til vegagerðar á Íslandi og vegastæði ber að velja þannig að vegur valdi ekki óásættanlegu tjóni á umhverfi okkar og náttúru. Vegagerð af því tagi sem nú liggur fyrir við Þingvallavatn brýtur í bága við almenn og viðurkennd náttúruverndarviðmið. Hún er heldur ekki í samræmi við ýmsa alþjóðlega sáttmála sem Ísland hefur undirgengist. Hún er líklega einnig í andstöðu við vilja þjóðarinnar, ef marka má opna skoðanakönnun sem gerð var. Hér tókust á staðbundnir skammtímahagsmunir og langtímahagsmunir heildarinnar. Skammtímahagsmunir urðu ofan á, eins og svo oft hjá okkur Íslendingum. Þegar mæta á óskum íbúa um greiða og hraðfara leið til höfuðborgarinnar má ekki spilla verðmætri náttúru landsins nema mjög brýnir hagsmunir séu í húfi. Mikil náttúruverðmæti búa í óspilltu landi. Við þennan helgasta stað þjóðarinnar og aðstæður sem eru áþekkar, á náttúran að njóta vafans. Sýnt var fram á í umfjöllun um málið að það mátti bæta núverandi akveg frá Gjábakka og austur á Reyðarbarm (Barmskarði) eða Laugarvatnshelli (gamla Kóngsveginn) sem ferðamannaveg um áhugaverða skoðunarstaði og með tilkomumikið útsýni yfir Þingvallavatn. Jafnframt mátti gera hann að heilsársvegi, að vísu með lægri hámarkshraða en 90 km á klukkustund. En slíkan veg taldi Vegagerðin ekki standast „kröfur samtímans“. Því létu stjónvöld vel rökstuddar kröfur um að vernda einstæða náttúru landsins fyrir komandi kynslóðir víkja. Breiður vegur liggur nú yfir áður óraskað land, vegur sem veldur óafturkræfum spjöllum og sorg hjá þeim sem unna íslenskri náttúru. Ósk mín er nú sú að draga megi lærdóm af þessu máli við vegagerð í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýr Lyngdalsheiðarvegur mun hafa óafturkræf áhrif á landslag og ásýnd svæðis sem liggur að elsta þjóðgarði landsmanna sem skráður hefur verið á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna (UNESCO World Heritage List). Vegastæðið liggur yfir eitt ríkasta vatnsból landsins sem hætta er á að spillist af framkvæmdum og umferð. Vegurinn mun óhjákvæmilega kalla á frekari gegnumumferð um Þjóðgarðinn á Þingvöllum og auka loftmengun og spilla friðsæld. Sýnt hefur verið fram á að aukin niturmengun vegna viðbótar gegnumumferðar getur hugsanlega spillt lífríkinu í vatninu vegna ofauðgunar á viðkvæmum hrygningarsvæðum. Þegar allt er reiknað virðist þessi áformaða vegabót aðeins stytta leiðina á milli Reykjavíkur og Laugarvatns um fáeinar mínútur. Á þetta var allt bent. Vegagerðin hafði fjölmargar vel rökstuddar ábendingar opinberra stofnana, samtaka, sérfræðinga og einstaklinga um framangreind efni að engu. Vanda þarf til vegagerðar á Íslandi og vegastæði ber að velja þannig að vegur valdi ekki óásættanlegu tjóni á umhverfi okkar og náttúru. Vegagerð af því tagi sem nú liggur fyrir við Þingvallavatn brýtur í bága við almenn og viðurkennd náttúruverndarviðmið. Hún er heldur ekki í samræmi við ýmsa alþjóðlega sáttmála sem Ísland hefur undirgengist. Hún er líklega einnig í andstöðu við vilja þjóðarinnar, ef marka má opna skoðanakönnun sem gerð var. Hér tókust á staðbundnir skammtímahagsmunir og langtímahagsmunir heildarinnar. Skammtímahagsmunir urðu ofan á, eins og svo oft hjá okkur Íslendingum. Þegar mæta á óskum íbúa um greiða og hraðfara leið til höfuðborgarinnar má ekki spilla verðmætri náttúru landsins nema mjög brýnir hagsmunir séu í húfi. Mikil náttúruverðmæti búa í óspilltu landi. Við þennan helgasta stað þjóðarinnar og aðstæður sem eru áþekkar, á náttúran að njóta vafans. Sýnt var fram á í umfjöllun um málið að það mátti bæta núverandi akveg frá Gjábakka og austur á Reyðarbarm (Barmskarði) eða Laugarvatnshelli (gamla Kóngsveginn) sem ferðamannaveg um áhugaverða skoðunarstaði og með tilkomumikið útsýni yfir Þingvallavatn. Jafnframt mátti gera hann að heilsársvegi, að vísu með lægri hámarkshraða en 90 km á klukkustund. En slíkan veg taldi Vegagerðin ekki standast „kröfur samtímans“. Því létu stjónvöld vel rökstuddar kröfur um að vernda einstæða náttúru landsins fyrir komandi kynslóðir víkja. Breiður vegur liggur nú yfir áður óraskað land, vegur sem veldur óafturkræfum spjöllum og sorg hjá þeim sem unna íslenskri náttúru. Ósk mín er nú sú að draga megi lærdóm af þessu máli við vegagerð í framtíðinni.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun