Græn slikja komin á tún á öskusvæði undir Eyjafjöllum 28. apríl 2010 03:00 MYND/Vilhelm Bændur á öskufallssvæðinu undir Eyjafjöllum huga nú að sumarbeit fyrir sauðfé og öflun heys, að sögn Katrínar Andrésdóttur héraðsdýralæknis. Hún er þessa dagana á ferð um svæðið ásamt Þorsteini Ólafssyni, sérgreinadýralækni sauðfjár og nautgripa. Þau ræða við bændur og taka stöðuna. „Þeir sem við höfum rætt við eru ótrúlega brattir," sagði Katrín í gær og bætti við: „Það er seigt í íslenskum bændum." Katrín og Þorsteinn voru stödd á öskufallssvæðinu vestanverðu í gær og sagði Katrín að gróðurinn hefði tekið ótrúlega fljótt við sér. Græn slikja væri víða komin á tún. Staðan væri mun bjartari en hún hefði þorað að vona. „Flúorinn þvæst úr í rigningu. Askan gæti hins vegar verið slæm fyrir heyvinnuvélar og ryk komist í heyið, en þetta á ekki að verða til mikils skaða," sagði Katrín. Hún sagði að aðaláhyggjuefni þeirra bænda sem rætt hefði verið við væri sumarbeit sauðfjár, þar sem afréttarlönd þeirra hefðu orðið illa úti í öskufallinu. Tilboð um hey hefðu borist víða af landinu og hægt yrði að flytja það af einhverjum svæðum. „Hins vegar eru miklar hömlur á slíkum flutningum og gossvæðið er mjög hreint [af búfjársjúkdómum]," útskýrði hún og undirstrikaði að vel yrði vandað til heyflutninganna ef af yrði. Talsvert af hrossum var flutt burt af svæðinu þegar öskufallið var hvað mest, að sögn Katrínar, en hvorki sauðfé né nautgripir. „Markarfljót er varnarlína vestan megin og sé sauðfé og nautgripir flutt yfir hana mega þeir ekki koma til baka aftur." Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, hitti meðal annars fulltrúa Búnaðarsambands Suðurlands og Bjargráðasjóðs í gær, sem svöruðu þá fyrirspurnum íbúa. Hann sagði að sjóðurinn hefði skyldum að gegna við bændur vegna framkvæmda sem ekki væru tryggðar eins og til að mynda ræktað land. „Reglur Bjargráðasjóðs eru þannig að þeir borga eftir á, þegar öll kurl eru komin til grafar, en það verður ekki fyrr en í haust," sagði Elvar. „Það þyrfti að gerast fyrr því menn verða fyrir miklum útlögðum kostnaði nú þegar. Bjargráðasjóður er að athuga hvort eitthvað sé hægt að gera til að koma til móts við þá. Að auki kemur Viðlagatrygging að þessum málum. Ég veit að menn eru allir af vilja gerðir og eru nú að átta sig á stöðunni." [email protected] Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira
Bændur á öskufallssvæðinu undir Eyjafjöllum huga nú að sumarbeit fyrir sauðfé og öflun heys, að sögn Katrínar Andrésdóttur héraðsdýralæknis. Hún er þessa dagana á ferð um svæðið ásamt Þorsteini Ólafssyni, sérgreinadýralækni sauðfjár og nautgripa. Þau ræða við bændur og taka stöðuna. „Þeir sem við höfum rætt við eru ótrúlega brattir," sagði Katrín í gær og bætti við: „Það er seigt í íslenskum bændum." Katrín og Þorsteinn voru stödd á öskufallssvæðinu vestanverðu í gær og sagði Katrín að gróðurinn hefði tekið ótrúlega fljótt við sér. Græn slikja væri víða komin á tún. Staðan væri mun bjartari en hún hefði þorað að vona. „Flúorinn þvæst úr í rigningu. Askan gæti hins vegar verið slæm fyrir heyvinnuvélar og ryk komist í heyið, en þetta á ekki að verða til mikils skaða," sagði Katrín. Hún sagði að aðaláhyggjuefni þeirra bænda sem rætt hefði verið við væri sumarbeit sauðfjár, þar sem afréttarlönd þeirra hefðu orðið illa úti í öskufallinu. Tilboð um hey hefðu borist víða af landinu og hægt yrði að flytja það af einhverjum svæðum. „Hins vegar eru miklar hömlur á slíkum flutningum og gossvæðið er mjög hreint [af búfjársjúkdómum]," útskýrði hún og undirstrikaði að vel yrði vandað til heyflutninganna ef af yrði. Talsvert af hrossum var flutt burt af svæðinu þegar öskufallið var hvað mest, að sögn Katrínar, en hvorki sauðfé né nautgripir. „Markarfljót er varnarlína vestan megin og sé sauðfé og nautgripir flutt yfir hana mega þeir ekki koma til baka aftur." Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, hitti meðal annars fulltrúa Búnaðarsambands Suðurlands og Bjargráðasjóðs í gær, sem svöruðu þá fyrirspurnum íbúa. Hann sagði að sjóðurinn hefði skyldum að gegna við bændur vegna framkvæmda sem ekki væru tryggðar eins og til að mynda ræktað land. „Reglur Bjargráðasjóðs eru þannig að þeir borga eftir á, þegar öll kurl eru komin til grafar, en það verður ekki fyrr en í haust," sagði Elvar. „Það þyrfti að gerast fyrr því menn verða fyrir miklum útlögðum kostnaði nú þegar. Bjargráðasjóður er að athuga hvort eitthvað sé hægt að gera til að koma til móts við þá. Að auki kemur Viðlagatrygging að þessum málum. Ég veit að menn eru allir af vilja gerðir og eru nú að átta sig á stöðunni." [email protected]
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira