Raforkuverð í Danmörku nær þrjátíufalt hærra en hér 7. desember 2010 10:58 Raforkuverð til danskra heimila muna fara upp í allt að 15 kr. danskar, eða rúmlega 300 kr., á kílówattstundina milli klukkan fimm og sjö síðdegis í dag. Þetta er nær þrjátíufalt það verð sem íslensk heimili borga fyrir raforkuna í dag en verðið hérlendis er 10,6 kr. á kílówattstundina. Ástæðan fyrir þessu háa orkuverði sem Danir neyðast til að greiða í dag eru hinar miklu vetrarhörkur í Evrópu og mikill skortur á raforku um norðanverða Evrópu. Í frétt um málið á börsen.dk segir að undanfarnar vikur hafi raforkuverð í Danmörku og á hinum Norðurlöndunum verið nokkuð hátt en venjulegt verð er í kringum 35 aurar danskir á kílówattstund eða um 8 kr.að meðaltali. „Í dag rýkur verðið svo upp og verður það hæsta sem skráð hefur verið í sögu Danmerkur," segir Stine Grenaa Jensen hjá Dansk Energi í samtali við Ritzau fréttaþjónustuna. Sökum vetrarhörkunnar er lítið magn af vatni nú í uppistöðulónum virkjanna í Noregi og Svíþjóð. Þá eru nokkur kjarnorkuver í Svíþjóð ekki í rekstri í augnablikinu en það er einmitt í austurhluta Danmerkur þar sem orkuverðið verður hæst í dag. „Sjáland verður verst úti," segir Jensen. „Þetta skýrist af því að rafmagnkaplar milli Sjálands og Þýskalands eru ekki í notkun þar sem verið er að gera við þá. Þar að auki eru kaplarnir frá Svíþjóð einnig óvirkir þar sem Svíar eru sjálfir í vandræðum með orkuverð sitt." Fram kemur að Svíar höfðu ákveðið að endurbæta kjarnorkuver sín fyrir veturinn en hann kom mun fyrr en menn áttu von á og er endurbótunum ekki enn lokið. Því standa neytendur nú frammi fyrir himinháum orkuverðum til heimilisnota. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Raforkuverð til danskra heimila muna fara upp í allt að 15 kr. danskar, eða rúmlega 300 kr., á kílówattstundina milli klukkan fimm og sjö síðdegis í dag. Þetta er nær þrjátíufalt það verð sem íslensk heimili borga fyrir raforkuna í dag en verðið hérlendis er 10,6 kr. á kílówattstundina. Ástæðan fyrir þessu háa orkuverði sem Danir neyðast til að greiða í dag eru hinar miklu vetrarhörkur í Evrópu og mikill skortur á raforku um norðanverða Evrópu. Í frétt um málið á börsen.dk segir að undanfarnar vikur hafi raforkuverð í Danmörku og á hinum Norðurlöndunum verið nokkuð hátt en venjulegt verð er í kringum 35 aurar danskir á kílówattstund eða um 8 kr.að meðaltali. „Í dag rýkur verðið svo upp og verður það hæsta sem skráð hefur verið í sögu Danmerkur," segir Stine Grenaa Jensen hjá Dansk Energi í samtali við Ritzau fréttaþjónustuna. Sökum vetrarhörkunnar er lítið magn af vatni nú í uppistöðulónum virkjanna í Noregi og Svíþjóð. Þá eru nokkur kjarnorkuver í Svíþjóð ekki í rekstri í augnablikinu en það er einmitt í austurhluta Danmerkur þar sem orkuverðið verður hæst í dag. „Sjáland verður verst úti," segir Jensen. „Þetta skýrist af því að rafmagnkaplar milli Sjálands og Þýskalands eru ekki í notkun þar sem verið er að gera við þá. Þar að auki eru kaplarnir frá Svíþjóð einnig óvirkir þar sem Svíar eru sjálfir í vandræðum með orkuverð sitt." Fram kemur að Svíar höfðu ákveðið að endurbæta kjarnorkuver sín fyrir veturinn en hann kom mun fyrr en menn áttu von á og er endurbótunum ekki enn lokið. Því standa neytendur nú frammi fyrir himinháum orkuverðum til heimilisnota.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira