Hjólandi Gúffi Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 6. september 2010 06:00 Í þessum mánuði verður heimilisbílnum skipt fyrir tvö fjallahjól, tengivagn fyrir tveggja ára, strætómiða, vindklæðnað og hjálm. Það verður æ erfiðara að ná endum saman. Það er örugglega meira þreytandi að borða pasta með tómatsósu fimm daga í viku en að hjóla eða labba í vinnuna. Ég fórna bílnum fyrir fisk og kjöt. Ég sé fram á ágætis uppskeru af þessum gjörningi því samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeiganda er rekstrarkostnaður bíls á ári nærri milljón. Einnig hef ég auðvitað reynt að tína til allt það frábæra við það að tilheyra þeim hópi fólks sem stundar bíllausan lífsstíl. Enda veitir ekki af þar sem bíllaus lífsstíll gæti þess vegna heitið lúðalegur lífsstíll. Útivistarklæðnaður í lególitum, veðurbarið andlit og yfirlætislegt umhverfisvænt glott á hjólareiðafólki. Af því sem er hins vegar komið er á blað yfir kosti nýja lífsstílsins eru meðal annars skemmtiferðir með strætó, holl hreyfing og kannski verð ég komin með vel formuð Beyonce-læri eftir nokkra mánuði. Vagninn sem maður dregur á eftir sér verður einnig notaður í innkaupaferðir og með því að geyma hælaskó í vinnunni til skiptanna og málningardót (þar sem meikið mun væntanlega leka af mér á leiðinni úr Vesturbæ á vinnustaðinn í Hlíðunum) verð ég kannski ekki svo mikil lumma. Ég sé fyrir mér að splæsa í leigubíla ef eitthvað sérstakt kemur upp á og veit að mínir frábæru ættingjar og vinir (þið vitið hver þið eruð) munu leyfa mér að fljóta með í Kringluna stöku sinnum til kaupa dót sem ég hefði ekki getað keypt mér þegar ég eyddi öllu í bensín. Mér hlýnaði um hjartarætur og varð staðfastari í ákvörðun minni í vikunni þegar ég las um hugmyndir Strætós um BSÍ sem nýja skipti- og endastöð strætisvagna. BSÍ var minn Hlemmur þegar ég var að alast upp en leiðin lá þá með rútu út á Garðskaga þar sem amma og afi bjuggu. Ég þekki hvern krók og kima rútumiðstöðvarinnar, prófaði spilakassa í fyrsta skipti þar inni og það var á BSÍ sem ég sá í fyrsta skipti mann með sítt hár (þess má geta að þegar ég spurði ömmu afhverju maðurinn væri með sítt hár svaraði hún því til að „það væri bara eitthvað að honum elskan"). Kannski eru BSÍ-tíðindin skilaboð að handan um að ég sé að gera rétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun
Í þessum mánuði verður heimilisbílnum skipt fyrir tvö fjallahjól, tengivagn fyrir tveggja ára, strætómiða, vindklæðnað og hjálm. Það verður æ erfiðara að ná endum saman. Það er örugglega meira þreytandi að borða pasta með tómatsósu fimm daga í viku en að hjóla eða labba í vinnuna. Ég fórna bílnum fyrir fisk og kjöt. Ég sé fram á ágætis uppskeru af þessum gjörningi því samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeiganda er rekstrarkostnaður bíls á ári nærri milljón. Einnig hef ég auðvitað reynt að tína til allt það frábæra við það að tilheyra þeim hópi fólks sem stundar bíllausan lífsstíl. Enda veitir ekki af þar sem bíllaus lífsstíll gæti þess vegna heitið lúðalegur lífsstíll. Útivistarklæðnaður í lególitum, veðurbarið andlit og yfirlætislegt umhverfisvænt glott á hjólareiðafólki. Af því sem er hins vegar komið er á blað yfir kosti nýja lífsstílsins eru meðal annars skemmtiferðir með strætó, holl hreyfing og kannski verð ég komin með vel formuð Beyonce-læri eftir nokkra mánuði. Vagninn sem maður dregur á eftir sér verður einnig notaður í innkaupaferðir og með því að geyma hælaskó í vinnunni til skiptanna og málningardót (þar sem meikið mun væntanlega leka af mér á leiðinni úr Vesturbæ á vinnustaðinn í Hlíðunum) verð ég kannski ekki svo mikil lumma. Ég sé fyrir mér að splæsa í leigubíla ef eitthvað sérstakt kemur upp á og veit að mínir frábæru ættingjar og vinir (þið vitið hver þið eruð) munu leyfa mér að fljóta með í Kringluna stöku sinnum til kaupa dót sem ég hefði ekki getað keypt mér þegar ég eyddi öllu í bensín. Mér hlýnaði um hjartarætur og varð staðfastari í ákvörðun minni í vikunni þegar ég las um hugmyndir Strætós um BSÍ sem nýja skipti- og endastöð strætisvagna. BSÍ var minn Hlemmur þegar ég var að alast upp en leiðin lá þá með rútu út á Garðskaga þar sem amma og afi bjuggu. Ég þekki hvern krók og kima rútumiðstöðvarinnar, prófaði spilakassa í fyrsta skipti þar inni og það var á BSÍ sem ég sá í fyrsta skipti mann með sítt hár (þess má geta að þegar ég spurði ömmu afhverju maðurinn væri með sítt hár svaraði hún því til að „það væri bara eitthvað að honum elskan"). Kannski eru BSÍ-tíðindin skilaboð að handan um að ég sé að gera rétt.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun