Álitsgerð forseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík Brynjar Níelsson skrifar 10. nóvember 2010 06:00 Þórður Gunnarsson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, ritaði grein í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins til að skýra nánar álitsgerð sína fyrir slitastjórn Glitnis banka hf. þess efnis að íslenskir dómstólar séu illa í stakk búnir til að leysa úr jafn flóknu og umfangsmiklu máli og stefnt var fyrir dóm í New York á hendur sjö íslenskum aðilum. Jafnframt segir forseti Lagadeildar HR að það sé rangt hjá mér að hann hafi sagt að íslenskir dómstólar geti ekki leyst úr jafn viðamiklu skaðabótamáli og hér um ræðir. Í niðurlagi greinar sinnar lýsir forseti lagadeildar HR vonbrigðum með að formaður Lögmannafélagsins skuli ekki sjá sér fært að taka undir þá ályktun hans að íslenskir dómstólar séu illa undir svona mál búnir af skipulagslegum ástæðum og vegna fjárskorts og undirmönnun. Það er enginn ágreiningur á milli formanns Lögmannafélagsins og forseta Lagadeildar HR um fjölgun dómsmála á komandi misserum í tengslum við hrun bankanna. Á þeim tíma sem forseti lagadeildar ritar undir álitsgerð sína hafði heildarmálum fyrir dómi ekki fjölgað og þegar verið brugðist við fyrirsjáanlegri aukningu mála frá slitastjórnum með fjölgun dómara í héraði. Ég hef frá því snemmsumars unnið náið með starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins, fulltrúum dómstólaráðs, Dómarafélagsins og Hæstaréttar, þar sem lagt hefur verið mat á hvernig álag á dómstólana muni aukast. Hefur verið aflað upplýsinga frá slitastjórnum bankanna og sérstökum saksóknara um fjölda mála, stærð þeirra og hvenær líklegt væri að málin komi til kasta dómstólanna. Allt er þetta gert í þeim tilgangi að stjórnvöld geti brugðist við auknu álagi hjá dómstólum. Ástæðan er sú að í stjórnarskrá Íslands og í mannréttindasáttmála Evrópu sem lögfestur er á Íslandi eru ákvæði sem kveða á um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma. Þótt fyrir liggi að fjölgun verði á dómsmálum vegna slitameðferðar bankanna er ekki hægt að draga þá ályktun að fjölgun verði í öðrum tegundum mála. Þó svo að aukning eða eðli mála verði til þess að hægist á meðferð dómsmála er ekki þar með sagt að málsmeðferð brjóti gegn framangreindum reglum stjórnarskrárinnar og MSE. Með hliðsjón af framangreindum staðreyndum er undarlegt að forseti lagadeildar HR skuli draga þá ályktun að íslenskir dómstólar séu illa í stakk búnir til að leysa úr skaðabótamáli slitastjórnarinnar gegn sjömenningunum. Virðist forseti lagadeildar HR hvorki vita hvað hefur verið gert til þess að bregðast við fyrirsjáanlegri aukningu mála né hvað stjórnvöld hyggjast gera ef hætta er á að málin dragist um of á langinn. Forseti lagadeildar HR telur það rangt hjá mér að hann hafi sagt í áliti sínu að íslenskir dómstólar „geti ekki" leyst mál af þessari stærðargráðu. Hér er hártogun um hárfína merkingu orða sem skiptir engu máli í umræðunni. Í mínum huga er lítill munur á því í þessu samhengi að „vera illa í stakk búinn" og „geta ekki" leyst úr málum. Þegar lesin er álitsgerð forseta lagadeildar HR í heild sinni verður hún ekki skilin öðru vísi en svo að íslenskir dómstólar séu ekki færir um að leysa úr svona flóknu og umfangsmiklu máli af skipulagslegum ástæðum og vegna fjárskorts og undirmönnunar. Ekki veit ég hver tilgangur slitastjórnarinnar var með því að leita álits forseta lagadeildar HR um stöðu dómstólanna og getu þeirra til að leysa úr flóknum og umfangsmiklum málum. Mér vitanlega hefur forseti lagadeildar HR ekki flutt eitt einasta dómsmál svo árum skiptir eða stundað rannsóknir á stöðu dómstóla og getu þeirra til að leysa úr málum. Þó má ætla að forseti lagadeildar viti, eins og allir aðrir sem stundað hafa lögfræðistörf og kennslu, að málshraði fyrir íslenskum dómtólum er meiri en í þeim réttarríkjum sem við berum okkur saman við. Ekki er ástæða til að ætla að málshraði breytist eins og hendi sé veifað án þess að við því verði brugðist eða málsmeðferð verði ekki jafnvönduð og áður. Þar sem ég tel álit forseta lagadeildar HR rangt þótti mér rétt og skylt sem starfsmanni og þjóni íslenska réttarkerfisins að andmæla því með yfirlýsingu. Skiptir þá engu máli að ég hafði áður unnið fyrir slitastjórn Glitnis banka hf. enda þau störf ótengd efni yfirlýsingar minnar. Ég veit ekki hvað slitastjórninni og forseta lagadeildar HR gekk til með því að leggja fram þetta álit sem er til þess fallið að rýra traust og trúverðugleika íslenskra dómstóla úti í hinum stóra heimi að ófyrirsynju. Ef slitastjórnin virkilega trúir því að íslenskir dómstólar séu illa í stakk búnir til að leysa úr þessu flókna og umfangsmikla skaðabótamáli af skipulagslegum ástæðum og vegna fjárskorts og undirmönnunar verður að teljast undarlegt að hún hyggist leggja fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur önnur flókin og umfangsmikil ágreiningsmál sem komið hafa upp í tengslum við slitameðferðina í stað þess að leita úrlausna hjá dómstólum erlendis. Það kann vel að vera að einhver haldgóð rök standi til málshöfðunar slitastjórnar á hendur þessum íslensku mönnum úti í New York. Ég skal ekkert um það segja en þau rök að íslenskir dómstólar séu illa í stakk búnir til að leysa úr málinu standast ekki skoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þórður Gunnarsson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, ritaði grein í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins til að skýra nánar álitsgerð sína fyrir slitastjórn Glitnis banka hf. þess efnis að íslenskir dómstólar séu illa í stakk búnir til að leysa úr jafn flóknu og umfangsmiklu máli og stefnt var fyrir dóm í New York á hendur sjö íslenskum aðilum. Jafnframt segir forseti Lagadeildar HR að það sé rangt hjá mér að hann hafi sagt að íslenskir dómstólar geti ekki leyst úr jafn viðamiklu skaðabótamáli og hér um ræðir. Í niðurlagi greinar sinnar lýsir forseti lagadeildar HR vonbrigðum með að formaður Lögmannafélagsins skuli ekki sjá sér fært að taka undir þá ályktun hans að íslenskir dómstólar séu illa undir svona mál búnir af skipulagslegum ástæðum og vegna fjárskorts og undirmönnun. Það er enginn ágreiningur á milli formanns Lögmannafélagsins og forseta Lagadeildar HR um fjölgun dómsmála á komandi misserum í tengslum við hrun bankanna. Á þeim tíma sem forseti lagadeildar ritar undir álitsgerð sína hafði heildarmálum fyrir dómi ekki fjölgað og þegar verið brugðist við fyrirsjáanlegri aukningu mála frá slitastjórnum með fjölgun dómara í héraði. Ég hef frá því snemmsumars unnið náið með starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins, fulltrúum dómstólaráðs, Dómarafélagsins og Hæstaréttar, þar sem lagt hefur verið mat á hvernig álag á dómstólana muni aukast. Hefur verið aflað upplýsinga frá slitastjórnum bankanna og sérstökum saksóknara um fjölda mála, stærð þeirra og hvenær líklegt væri að málin komi til kasta dómstólanna. Allt er þetta gert í þeim tilgangi að stjórnvöld geti brugðist við auknu álagi hjá dómstólum. Ástæðan er sú að í stjórnarskrá Íslands og í mannréttindasáttmála Evrópu sem lögfestur er á Íslandi eru ákvæði sem kveða á um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma. Þótt fyrir liggi að fjölgun verði á dómsmálum vegna slitameðferðar bankanna er ekki hægt að draga þá ályktun að fjölgun verði í öðrum tegundum mála. Þó svo að aukning eða eðli mála verði til þess að hægist á meðferð dómsmála er ekki þar með sagt að málsmeðferð brjóti gegn framangreindum reglum stjórnarskrárinnar og MSE. Með hliðsjón af framangreindum staðreyndum er undarlegt að forseti lagadeildar HR skuli draga þá ályktun að íslenskir dómstólar séu illa í stakk búnir til að leysa úr skaðabótamáli slitastjórnarinnar gegn sjömenningunum. Virðist forseti lagadeildar HR hvorki vita hvað hefur verið gert til þess að bregðast við fyrirsjáanlegri aukningu mála né hvað stjórnvöld hyggjast gera ef hætta er á að málin dragist um of á langinn. Forseti lagadeildar HR telur það rangt hjá mér að hann hafi sagt í áliti sínu að íslenskir dómstólar „geti ekki" leyst mál af þessari stærðargráðu. Hér er hártogun um hárfína merkingu orða sem skiptir engu máli í umræðunni. Í mínum huga er lítill munur á því í þessu samhengi að „vera illa í stakk búinn" og „geta ekki" leyst úr málum. Þegar lesin er álitsgerð forseta lagadeildar HR í heild sinni verður hún ekki skilin öðru vísi en svo að íslenskir dómstólar séu ekki færir um að leysa úr svona flóknu og umfangsmiklu máli af skipulagslegum ástæðum og vegna fjárskorts og undirmönnunar. Ekki veit ég hver tilgangur slitastjórnarinnar var með því að leita álits forseta lagadeildar HR um stöðu dómstólanna og getu þeirra til að leysa úr flóknum og umfangsmiklum málum. Mér vitanlega hefur forseti lagadeildar HR ekki flutt eitt einasta dómsmál svo árum skiptir eða stundað rannsóknir á stöðu dómstóla og getu þeirra til að leysa úr málum. Þó má ætla að forseti lagadeildar viti, eins og allir aðrir sem stundað hafa lögfræðistörf og kennslu, að málshraði fyrir íslenskum dómtólum er meiri en í þeim réttarríkjum sem við berum okkur saman við. Ekki er ástæða til að ætla að málshraði breytist eins og hendi sé veifað án þess að við því verði brugðist eða málsmeðferð verði ekki jafnvönduð og áður. Þar sem ég tel álit forseta lagadeildar HR rangt þótti mér rétt og skylt sem starfsmanni og þjóni íslenska réttarkerfisins að andmæla því með yfirlýsingu. Skiptir þá engu máli að ég hafði áður unnið fyrir slitastjórn Glitnis banka hf. enda þau störf ótengd efni yfirlýsingar minnar. Ég veit ekki hvað slitastjórninni og forseta lagadeildar HR gekk til með því að leggja fram þetta álit sem er til þess fallið að rýra traust og trúverðugleika íslenskra dómstóla úti í hinum stóra heimi að ófyrirsynju. Ef slitastjórnin virkilega trúir því að íslenskir dómstólar séu illa í stakk búnir til að leysa úr þessu flókna og umfangsmikla skaðabótamáli af skipulagslegum ástæðum og vegna fjárskorts og undirmönnunar verður að teljast undarlegt að hún hyggist leggja fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur önnur flókin og umfangsmikil ágreiningsmál sem komið hafa upp í tengslum við slitameðferðina í stað þess að leita úrlausna hjá dómstólum erlendis. Það kann vel að vera að einhver haldgóð rök standi til málshöfðunar slitastjórnar á hendur þessum íslensku mönnum úti í New York. Ég skal ekkert um það segja en þau rök að íslenskir dómstólar séu illa í stakk búnir til að leysa úr málinu standast ekki skoðun.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun