Segir lögregluna hafa vísað á Jón Stóra vegna innheimtu skuldar 20. desember 2010 20:20 „Andrukkarinn" Jón H. Hallgrímsson sagði í viðtali í Íslandi í dag í kvöld að iðnaðarmaður hefði leitað til hans vegna innheimtu á skuld eftir að hann fékk þau svör hjá lögreglunni að vangoldin laun, sem hann vildi fá greidd, yrðu ekki endurheimt nema með aðstoð manna eins og Jóns. „Iðnaðarmaður leitaði til mín, hann átti inni árslaun hjá verktaka sem var að byggja hús. Hann skipti um kennitölu og lifði svo eins og kóngur," sagði Jón, eða Jón Stóri eins og hann er oftast kallaður, í viðtali í Íslandi í dag. Jón sagði manninn hafa leitað lagalegs rétts síns vegna vangoldinna launa án árangurs. Jón segist svo hafa spurt manninn hvar hann hafi fengið númerið þegar hann hafði samband, „hann sagðist bara hafa farið niður á lögreglustöð og þeir sögðu að eina leiðin til þess að fá þessa skuld væri að tala við Jón eða vini hans," sagði Jón sem dreymir um að opna innheimtufyrirtæki með ritara einn daginn. Þá játaði Jón í viðtalinu að hann hefði innheimt fíkniefnaskuldir og til handalögmála hefði komið. „Það hefur komið fyrir að það hafi komið til handalögmáls vegna skuldar en ég stunda það ekki að beita ofbeldi við innheimtingu skulda," útskýrði Jón. Hann vildi þó ekki fara nánar út í þá sálma. Hann áréttaði að hann væri ekki handrukkari, hann væri frekar andrukkari, eins og hann orðaði það sjálfur. Aðspurður á hverju hann lifði svaraði Jón því til að hann hagnaðist helst á braski. Þannig gerði hann upp íbúð í miðbænum og seldi svo tveimur mánuðum síðar með tæplega tíu milljón króna hagnaði. Hægt er að horfa á viðtalið við þennan umdeilda mann í viðhenginu þar sem hann lýsir einnig fíkniefnaneyslu sinni. Hann var varaður við af lækni að hann ætti þrjú ár eftir ef hann hætti ekki í þeirri hörðu neyslu sem hann var í. Þá er einnig rætt við Helga Jean Claessen, sem ritaði bók um Jón. Mál Jóns stóra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
„Andrukkarinn" Jón H. Hallgrímsson sagði í viðtali í Íslandi í dag í kvöld að iðnaðarmaður hefði leitað til hans vegna innheimtu á skuld eftir að hann fékk þau svör hjá lögreglunni að vangoldin laun, sem hann vildi fá greidd, yrðu ekki endurheimt nema með aðstoð manna eins og Jóns. „Iðnaðarmaður leitaði til mín, hann átti inni árslaun hjá verktaka sem var að byggja hús. Hann skipti um kennitölu og lifði svo eins og kóngur," sagði Jón, eða Jón Stóri eins og hann er oftast kallaður, í viðtali í Íslandi í dag. Jón sagði manninn hafa leitað lagalegs rétts síns vegna vangoldinna launa án árangurs. Jón segist svo hafa spurt manninn hvar hann hafi fengið númerið þegar hann hafði samband, „hann sagðist bara hafa farið niður á lögreglustöð og þeir sögðu að eina leiðin til þess að fá þessa skuld væri að tala við Jón eða vini hans," sagði Jón sem dreymir um að opna innheimtufyrirtæki með ritara einn daginn. Þá játaði Jón í viðtalinu að hann hefði innheimt fíkniefnaskuldir og til handalögmála hefði komið. „Það hefur komið fyrir að það hafi komið til handalögmáls vegna skuldar en ég stunda það ekki að beita ofbeldi við innheimtingu skulda," útskýrði Jón. Hann vildi þó ekki fara nánar út í þá sálma. Hann áréttaði að hann væri ekki handrukkari, hann væri frekar andrukkari, eins og hann orðaði það sjálfur. Aðspurður á hverju hann lifði svaraði Jón því til að hann hagnaðist helst á braski. Þannig gerði hann upp íbúð í miðbænum og seldi svo tveimur mánuðum síðar með tæplega tíu milljón króna hagnaði. Hægt er að horfa á viðtalið við þennan umdeilda mann í viðhenginu þar sem hann lýsir einnig fíkniefnaneyslu sinni. Hann var varaður við af lækni að hann ætti þrjú ár eftir ef hann hætti ekki í þeirri hörðu neyslu sem hann var í. Þá er einnig rætt við Helga Jean Claessen, sem ritaði bók um Jón.
Mál Jóns stóra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira