Kögunarhóll: Uppgjörið Þorsteinn Pálsson skrifar 18. september 2010 06:00 Er rétt að ákæra ráðherra vegna athafna eða athafnaleysis? Hafi hann brotið gegn skýru refsiákvæði er svarið já. Leiki vafi þar á er svarið nei. Er réttlætanlegt að ráðherrar sæti málsmeðferð sem stríðir gegn mannréttindum þegar almennir borgarar eiga í hlut? Erfitt er að færa fram málefnaleg rök fyrir því. Skiptir þá engu máli að stjórnarskráin og lög um ráðherraábyrgð eru einfaldlega á þennan veg? Svarið er ekki einfalt. Hafa verður hugfast að reglurnar eiga rætur í stjórnskipun nítjándu aldar, fyrir daga þingræðisins og nútíma mannréttindasjónarmiða við málsmeðferð. Hér hefur þeim aldrei verið beitt. Ein aðferð er að segja: Fyrst reglurnar eru þarna er rétt að láta á það reyna hvort unnt er að komast upp með það gagnvart Mannréttindadómstólnum að þeim verði beitt. Ráðherra mannréttinda er á því máli. Rétt er þó að muna að slík tilraun mistókst þegar stjórnvöld reyndu að verja sýslumannarannsóknarréttarfarið fyrir Mannréttindadómstólnum á sínum tíma. Annar kostur er að segja: Fyrst Alþingi brást í því að samræma þessar reglur þeim almennu mannréttindum sem allir aðrir njóta er rétt að Alþingi beri sjálft hallann af því en ekki sakborningarnir. Komist menn að þessari niðurstöðu þurfa þeir að finna aðrar leiðir til að eðlilegt uppgjör við fortíðina fari fram. Það getur verið skynsamlegt frá sjónarhóli mannréttinda. Um leið opnar sú hugsun möguleika á að láta ekki fyrningarreglur ráða þeim tímamörkum sem uppgjörið nær til. Orsök og afleiðingÍ þessu samhengi þarf að horfa á fleiri þætti en skort á réttlátri málsmeðferð. Rannsóknarnefndarskýrslan sýnir að á sex ára tíma fram að hruni gjaldmiðilsins og bankanna stuðluðu ákvarðanir og ákvarðanaleysi býsna margra að því sem varð. Skýrslan greinir réttilega að stjórnvöld peningamála bera mesta ábyrgð á falli gjaldmiðilsins. Stjórnendur og eigendur bankanna bera hins vegar mesta ábyrgð á falli þeirra. Það sem úrskeiðis fór hjá stjórnvöldum snýr einkum að einkavæðingu bankanna, stefnunni í ríkisfjármálum, á húsnæðilslánamarkaðnum og í peningamálum. Rannsóknarnefndin telur að ekki hafi verið unnt að koma í veg fyrir fall bankanna eftir 2006. Ógerlegt var að hindra fall krónunnar eftir að viðskiptahallinn fór í tuttugu og fimm af hundraði. Vandinn er sá að athafnir jafnt sem athafnaleysi í efnahagsmálum eiga jafnan rætur í pólitísku mati sem ekki er refsivert í lýðræðisþjóðfélagi. Í þeim ákærutillögum sem fyrir liggja eru formsatriði eins og ófullnægjandi miðlun upplýsinga og skortur á umræðum á formlegum ríkisstjórnarfundum árið 2008 talin refsiverð. Þessi atriði kunna að vera ámælisverð frá sjónarmiði góðra stjórnsýsluhátta eins og fram kemur í rannsóknarnefndarskýrslunni. Í ákærutillögunum eru á hinn bóginn ekki leidd fullnægjandi rök að því að beint orsakasamhengi sé á milli þessara formgalla í stjórnsýslu og hruns krónunnar og bankanna. Erfitt er að sjá að það geti á endanum leitt til sakfellingar. Þegar mál er þannig vaxið eru hæpin rök fyrir ákærum. Hvar stendur þjóðin gagnvart uppgjörinu ef svo fer að málatilbúnaðurinn stenst ekki fyrir dómi? Langt nefÁkærutillögurnar taka aðeins til formgalla í stjórnsýslu á nokkurra mánaða tímabili rétt fyrir hrunið. Þær taka hins vegar ekki til þess tíma þegar þeir atburðir gerðust sem raunverulega leiddu til hruns krónunnar og bankanna. Á þeim tíma má þó finna sömu formgalla. Sumir byggjast á langri venju. Fyrningarreglur ráða því að aðeins er horft á þennan þrönga tíma. Ef ákærurnar eru bornar saman við rannsóknarnefndarskýrsluna er með engu móti unnt að segja að þær nái til allra þeirra þátta sem mestu réðu um að svo fór sem fór. Er Alþingi sátt við að ljúka uppgjörinu með þeim hætti? Einungis hefur komið til skoðunar að ráðherrar beri ábyrgð með embættismissi og refsingu Landssdóms. Einn kostur er þó til sem aldrei hefur verið nýttur hér en stundum í grannríkjum eins og Danmörku. Alþingi getur þannig samþykkt ályktun þar sem tilteknar embættisathafnir ráðherra sæta ámæli. Þegar þetta er gert í Danmörku er í daglegu máli sagt að þjóðþingið gefi ráðherrum langt nef. Þetta er veigamikil stjórnskipuleg málsmeðferð. Helsti kosturinn við þessa aðferð er sá að unnt er að leggja skýrslu Rannsóknarnefndarinnar um allt tímabilið til grundvallar málalokum um ráðherraábyrgð. Fyrningarreglur ráða þá ekki alfarið til hverra uppgjörið nær. Áminningin yrði að sönnu vægari en refsileiðin. Á móti yrði uppgjörið reist á öllum sannleikanum en ekki bara hluta hans. Að öllu þessu virtu er mjög áleitin spurning hvort þessi leið er ekki skynsamlegri og ef til vill réttlátari í leit þjóðarinnar að jafnvægi í uppgjöri við fortíðina og þrá eftir sáttum og endurreisn samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun
Er rétt að ákæra ráðherra vegna athafna eða athafnaleysis? Hafi hann brotið gegn skýru refsiákvæði er svarið já. Leiki vafi þar á er svarið nei. Er réttlætanlegt að ráðherrar sæti málsmeðferð sem stríðir gegn mannréttindum þegar almennir borgarar eiga í hlut? Erfitt er að færa fram málefnaleg rök fyrir því. Skiptir þá engu máli að stjórnarskráin og lög um ráðherraábyrgð eru einfaldlega á þennan veg? Svarið er ekki einfalt. Hafa verður hugfast að reglurnar eiga rætur í stjórnskipun nítjándu aldar, fyrir daga þingræðisins og nútíma mannréttindasjónarmiða við málsmeðferð. Hér hefur þeim aldrei verið beitt. Ein aðferð er að segja: Fyrst reglurnar eru þarna er rétt að láta á það reyna hvort unnt er að komast upp með það gagnvart Mannréttindadómstólnum að þeim verði beitt. Ráðherra mannréttinda er á því máli. Rétt er þó að muna að slík tilraun mistókst þegar stjórnvöld reyndu að verja sýslumannarannsóknarréttarfarið fyrir Mannréttindadómstólnum á sínum tíma. Annar kostur er að segja: Fyrst Alþingi brást í því að samræma þessar reglur þeim almennu mannréttindum sem allir aðrir njóta er rétt að Alþingi beri sjálft hallann af því en ekki sakborningarnir. Komist menn að þessari niðurstöðu þurfa þeir að finna aðrar leiðir til að eðlilegt uppgjör við fortíðina fari fram. Það getur verið skynsamlegt frá sjónarhóli mannréttinda. Um leið opnar sú hugsun möguleika á að láta ekki fyrningarreglur ráða þeim tímamörkum sem uppgjörið nær til. Orsök og afleiðingÍ þessu samhengi þarf að horfa á fleiri þætti en skort á réttlátri málsmeðferð. Rannsóknarnefndarskýrslan sýnir að á sex ára tíma fram að hruni gjaldmiðilsins og bankanna stuðluðu ákvarðanir og ákvarðanaleysi býsna margra að því sem varð. Skýrslan greinir réttilega að stjórnvöld peningamála bera mesta ábyrgð á falli gjaldmiðilsins. Stjórnendur og eigendur bankanna bera hins vegar mesta ábyrgð á falli þeirra. Það sem úrskeiðis fór hjá stjórnvöldum snýr einkum að einkavæðingu bankanna, stefnunni í ríkisfjármálum, á húsnæðilslánamarkaðnum og í peningamálum. Rannsóknarnefndin telur að ekki hafi verið unnt að koma í veg fyrir fall bankanna eftir 2006. Ógerlegt var að hindra fall krónunnar eftir að viðskiptahallinn fór í tuttugu og fimm af hundraði. Vandinn er sá að athafnir jafnt sem athafnaleysi í efnahagsmálum eiga jafnan rætur í pólitísku mati sem ekki er refsivert í lýðræðisþjóðfélagi. Í þeim ákærutillögum sem fyrir liggja eru formsatriði eins og ófullnægjandi miðlun upplýsinga og skortur á umræðum á formlegum ríkisstjórnarfundum árið 2008 talin refsiverð. Þessi atriði kunna að vera ámælisverð frá sjónarmiði góðra stjórnsýsluhátta eins og fram kemur í rannsóknarnefndarskýrslunni. Í ákærutillögunum eru á hinn bóginn ekki leidd fullnægjandi rök að því að beint orsakasamhengi sé á milli þessara formgalla í stjórnsýslu og hruns krónunnar og bankanna. Erfitt er að sjá að það geti á endanum leitt til sakfellingar. Þegar mál er þannig vaxið eru hæpin rök fyrir ákærum. Hvar stendur þjóðin gagnvart uppgjörinu ef svo fer að málatilbúnaðurinn stenst ekki fyrir dómi? Langt nefÁkærutillögurnar taka aðeins til formgalla í stjórnsýslu á nokkurra mánaða tímabili rétt fyrir hrunið. Þær taka hins vegar ekki til þess tíma þegar þeir atburðir gerðust sem raunverulega leiddu til hruns krónunnar og bankanna. Á þeim tíma má þó finna sömu formgalla. Sumir byggjast á langri venju. Fyrningarreglur ráða því að aðeins er horft á þennan þrönga tíma. Ef ákærurnar eru bornar saman við rannsóknarnefndarskýrsluna er með engu móti unnt að segja að þær nái til allra þeirra þátta sem mestu réðu um að svo fór sem fór. Er Alþingi sátt við að ljúka uppgjörinu með þeim hætti? Einungis hefur komið til skoðunar að ráðherrar beri ábyrgð með embættismissi og refsingu Landssdóms. Einn kostur er þó til sem aldrei hefur verið nýttur hér en stundum í grannríkjum eins og Danmörku. Alþingi getur þannig samþykkt ályktun þar sem tilteknar embættisathafnir ráðherra sæta ámæli. Þegar þetta er gert í Danmörku er í daglegu máli sagt að þjóðþingið gefi ráðherrum langt nef. Þetta er veigamikil stjórnskipuleg málsmeðferð. Helsti kosturinn við þessa aðferð er sá að unnt er að leggja skýrslu Rannsóknarnefndarinnar um allt tímabilið til grundvallar málalokum um ráðherraábyrgð. Fyrningarreglur ráða þá ekki alfarið til hverra uppgjörið nær. Áminningin yrði að sönnu vægari en refsileiðin. Á móti yrði uppgjörið reist á öllum sannleikanum en ekki bara hluta hans. Að öllu þessu virtu er mjög áleitin spurning hvort þessi leið er ekki skynsamlegri og ef til vill réttlátari í leit þjóðarinnar að jafnvægi í uppgjöri við fortíðina og þrá eftir sáttum og endurreisn samfélagsins.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun