Samningaviðræðurnar eru eftir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 1. mars 2010 09:59 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælti í síðustu viku með því að hafnar yrðu aðildarviðræður við Ísland. Í ýtarlegu áliti sínu fer framkvæmdastjórnin yfir stöðu Íslands sem umsóknarríkis og kemst í grundvallaratriðum að jákvæðri niðurstöðu; Ísland er gróið lýðræðisríki og markaðshagkerfi og á sem slíkt heima í Evrópusambandinu. Eftir áralangt samstarf á vettvangi EFTA og Evrópska efnahagssvæðisins hefur Ísland nú þegar tekið upp stóran hluta löggjafar ESB og er á flestum sviðum vel í stakk búið að stíga skrefið til fulls þar sem eitthvað vantar upp á. Flestir ættu að geta verið sammála ýmsum ábendingum framkvæmdastjórnarinnar um endurbætur á íslenzkri löggjöf, burtséð frá því hvaða skoðun fólk hefur á ESB-aðild. Þannig er bent á að tryggja þurfi betur sjálfstæði dómsvaldsins með því að draga úr áhrifum dómsmálaráðherra á skipan dómara. Sömuleiðis bendir framkvæmdastjórnin á að tryggja þurfi betur sjálfstæði Seðlabankans og þeirra einstaklinga, sem taka ákvarðanir um peningamálastefnuna.Hins vegar er álit framkvæmdastjórnarinnar um landbúnað og sjávarútveg umdeilt - og var ekki við öðru að búast.Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, sagði á búnaðarþingi í gær að þar væri engar vísbendingar að finna um undanþágur fyrir Ísland. Bændasamtökin íhuga að draga sig út úr samningahópum í aðildarviðræðunum, sem senn fara í hönd.Talsmenn sjávarútvegsins hafa sömuleiðis orðað það svo að álit framkvæmdastjórnarinnar sé "staðfesting" á því að Ísland muni ekki geta fengið viðunandi samning um sjávarútveg. Framkvæmdastjórnin leggur áherzlu á að Ísland verði að lúta æðsta valdi ESB í sjávarútvegsmálum, samþykki reglur sambandsins um jafnan aðgang að fiskimiðum og falli frá banni við fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegi.Þeir sem vilja jafnvel hætta við umsóknina nú þegar, á grundvelli álits framkvæmdastjórnarinnar, misskilja hins vegar ganginn í aðildarviðræðum. Framkvæmdastjórnin hefur það hlutverk að standa vörð um sáttmála ESB. Ekkert af því, sem hún setur fram í skýrslu sinni, kemur á óvart.Samningaviðræðurnar, sem framundan eru, snúast um það að hversu miklu leyti Ísland getur fengið fram breytingar á afstöðu Evrópusambandsins í mikilvægum málaflokkum. Hvort hægt sé að fá fram einhverjar undanþágur eða aðlögun eða vinna að því að breyta reglum sambandsins, þannig að þær henti Íslandi betur. Dæmin sanna að ESB hefur ævinlega verið reiðubúið að koma til móts við væntanleg aðildarríki á þeim sviðum, sem varða þeirra mikilvægustu þjóðarhagsmuni. En slík tilslökun fæst yfirleitt ekki fyrr en á lokaspretti viðræðna.Nú eiga jafnt stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök að snúa bökum saman og vinna að því að Ísland fái sem beztan samning. Þjóðin mun svo segja sitt álit - að samningaviðræðum loknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælti í síðustu viku með því að hafnar yrðu aðildarviðræður við Ísland. Í ýtarlegu áliti sínu fer framkvæmdastjórnin yfir stöðu Íslands sem umsóknarríkis og kemst í grundvallaratriðum að jákvæðri niðurstöðu; Ísland er gróið lýðræðisríki og markaðshagkerfi og á sem slíkt heima í Evrópusambandinu. Eftir áralangt samstarf á vettvangi EFTA og Evrópska efnahagssvæðisins hefur Ísland nú þegar tekið upp stóran hluta löggjafar ESB og er á flestum sviðum vel í stakk búið að stíga skrefið til fulls þar sem eitthvað vantar upp á. Flestir ættu að geta verið sammála ýmsum ábendingum framkvæmdastjórnarinnar um endurbætur á íslenzkri löggjöf, burtséð frá því hvaða skoðun fólk hefur á ESB-aðild. Þannig er bent á að tryggja þurfi betur sjálfstæði dómsvaldsins með því að draga úr áhrifum dómsmálaráðherra á skipan dómara. Sömuleiðis bendir framkvæmdastjórnin á að tryggja þurfi betur sjálfstæði Seðlabankans og þeirra einstaklinga, sem taka ákvarðanir um peningamálastefnuna.Hins vegar er álit framkvæmdastjórnarinnar um landbúnað og sjávarútveg umdeilt - og var ekki við öðru að búast.Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, sagði á búnaðarþingi í gær að þar væri engar vísbendingar að finna um undanþágur fyrir Ísland. Bændasamtökin íhuga að draga sig út úr samningahópum í aðildarviðræðunum, sem senn fara í hönd.Talsmenn sjávarútvegsins hafa sömuleiðis orðað það svo að álit framkvæmdastjórnarinnar sé "staðfesting" á því að Ísland muni ekki geta fengið viðunandi samning um sjávarútveg. Framkvæmdastjórnin leggur áherzlu á að Ísland verði að lúta æðsta valdi ESB í sjávarútvegsmálum, samþykki reglur sambandsins um jafnan aðgang að fiskimiðum og falli frá banni við fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegi.Þeir sem vilja jafnvel hætta við umsóknina nú þegar, á grundvelli álits framkvæmdastjórnarinnar, misskilja hins vegar ganginn í aðildarviðræðum. Framkvæmdastjórnin hefur það hlutverk að standa vörð um sáttmála ESB. Ekkert af því, sem hún setur fram í skýrslu sinni, kemur á óvart.Samningaviðræðurnar, sem framundan eru, snúast um það að hversu miklu leyti Ísland getur fengið fram breytingar á afstöðu Evrópusambandsins í mikilvægum málaflokkum. Hvort hægt sé að fá fram einhverjar undanþágur eða aðlögun eða vinna að því að breyta reglum sambandsins, þannig að þær henti Íslandi betur. Dæmin sanna að ESB hefur ævinlega verið reiðubúið að koma til móts við væntanleg aðildarríki á þeim sviðum, sem varða þeirra mikilvægustu þjóðarhagsmuni. En slík tilslökun fæst yfirleitt ekki fyrr en á lokaspretti viðræðna.Nú eiga jafnt stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök að snúa bökum saman og vinna að því að Ísland fái sem beztan samning. Þjóðin mun svo segja sitt álit - að samningaviðræðum loknum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun