Voru úrkula vonar Stígur Helgason skrifar 17. febrúar 2010 00:01 Beata átti erfitt með sig á fundi með fréttamönnum í gær og brast ítrekað í grát þegar hún rifjaði upp atburðarásina. Hún taldi hins vegar mikilvægt að segja söguna í forvarnarskyni. Fréttablaðið/Vilhelm Beata Scott, skoska konan sem bjargað var af Langjökli aðfaranótt mánudags ásamt 11 ára syni sínum, Jeremy, á vart orð til að lýsa þakklæti sínu í garð íslensku björgunarsveitarmannanna sem fundu hana. Hún var undir það síðasta orðin verulega þrekuð og búin að gefa upp von um að bjargast. Beata var ásamt fjölskyldu sinni í hópi sextán ferðamanna sem fjórir leiðsögumenn fóru með upp á Langjökul á sunnudag. Þegar tók að kvölda skall á mikill blindbylur og Beata og Jeremy urðu viðskila við hópinn þegar hún náði ekki beygju vegna þreytu. „Ég reyndi að öskra,“ útskýrði Beata á fundi með blaðamönnum í gær. „Jeremy brast strax í grát og ég fylltist örvæntingu.“ Hún reyndi síðan að aka til baka og ná hinum en snjósleðinn drap strax á sér. Þau biðu og hrópuðu á hjálp og héldu að einhver kæmi strax og sækti þau. Þegar það gerðist ekki greip Beata til sinna ráða. „Fyrst réð örvæntingin ríkjum. Mig langaði mest að gráta. En svo skyndilega, án umhugsunar, hófst ég handa,“ segir hún. Hún fékk hjálp frá syni sínum til að velta sleðanum og búa þannig til skjólvegg sem ekki blési undir. „Ég sagði við hann: komdu Jeremy. Nú þurfum við að byggja okkur snjóhús. Við byrjuðum að reisa vegg umhverfis sleðann og notuðum hlífðarplastið af sleðanum sem skóflu. Vindurinn feykti henni því miður fljótlega úr höndunum á mér,“ segir hún. Hún reif þá vélarhlífina af sleðanum, lagðist ofan á Jeremy, og skýldi þeim með hlífinni í átta klukkustundir í nístingskulda. Þau styttu sér stundir með orðaleikjum og reyndu að fanga athygli björgunarþyrlunnar sem þau sáu nokkrum sinnum. Það bar ekki árangur. Rétt áður en þau fundust loksins var Beata að eigin sögn búin að gefa upp alla von. Jeremy var einnig viss um að mæðginin myndu deyja. Mike, eiginmaður Beötu, áttaði sig ekki á því að kona hans og sonur væru horfin fyrr en við komuna niður af jöklinum. Hann áfellist ferðaþjónustufyrirtækið Snowmobile fyrir að hafa lagt af stað í ferðina þrátt fyrir að spáð væri illviðri síðar um daginn. Fólkið var ekki varað við því að veðrið kynni að verða vont. Hann segist vera að skoða það hvort hægt sé að grípa til aðgerða gegn fyrirtækinu, en er ekki bjartsýnn í ljósi þess hversu litlar reglur gilda um ferðir sem þessar á Íslandi. Hjónin spara hins vegar ekki hrósyrðin í garð björgunarsveitarmannanna og Mike líkir þeim við ofurmennið sem ekkert lætur stöðva sig. Móður og sonur eru að braggast, en konan hlaut kalsár á fingur. Fjölskyldan heldur af landi brott í dag en segir að þrátt fyrir lífsreynsluna útiloki þau ekki að snúa hingað aftur. Hér hafi allir verið svo elskulegir. Ferðamennska á Íslandi Mæðgin týndust á Langjökli Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Beata Scott, skoska konan sem bjargað var af Langjökli aðfaranótt mánudags ásamt 11 ára syni sínum, Jeremy, á vart orð til að lýsa þakklæti sínu í garð íslensku björgunarsveitarmannanna sem fundu hana. Hún var undir það síðasta orðin verulega þrekuð og búin að gefa upp von um að bjargast. Beata var ásamt fjölskyldu sinni í hópi sextán ferðamanna sem fjórir leiðsögumenn fóru með upp á Langjökul á sunnudag. Þegar tók að kvölda skall á mikill blindbylur og Beata og Jeremy urðu viðskila við hópinn þegar hún náði ekki beygju vegna þreytu. „Ég reyndi að öskra,“ útskýrði Beata á fundi með blaðamönnum í gær. „Jeremy brast strax í grát og ég fylltist örvæntingu.“ Hún reyndi síðan að aka til baka og ná hinum en snjósleðinn drap strax á sér. Þau biðu og hrópuðu á hjálp og héldu að einhver kæmi strax og sækti þau. Þegar það gerðist ekki greip Beata til sinna ráða. „Fyrst réð örvæntingin ríkjum. Mig langaði mest að gráta. En svo skyndilega, án umhugsunar, hófst ég handa,“ segir hún. Hún fékk hjálp frá syni sínum til að velta sleðanum og búa þannig til skjólvegg sem ekki blési undir. „Ég sagði við hann: komdu Jeremy. Nú þurfum við að byggja okkur snjóhús. Við byrjuðum að reisa vegg umhverfis sleðann og notuðum hlífðarplastið af sleðanum sem skóflu. Vindurinn feykti henni því miður fljótlega úr höndunum á mér,“ segir hún. Hún reif þá vélarhlífina af sleðanum, lagðist ofan á Jeremy, og skýldi þeim með hlífinni í átta klukkustundir í nístingskulda. Þau styttu sér stundir með orðaleikjum og reyndu að fanga athygli björgunarþyrlunnar sem þau sáu nokkrum sinnum. Það bar ekki árangur. Rétt áður en þau fundust loksins var Beata að eigin sögn búin að gefa upp alla von. Jeremy var einnig viss um að mæðginin myndu deyja. Mike, eiginmaður Beötu, áttaði sig ekki á því að kona hans og sonur væru horfin fyrr en við komuna niður af jöklinum. Hann áfellist ferðaþjónustufyrirtækið Snowmobile fyrir að hafa lagt af stað í ferðina þrátt fyrir að spáð væri illviðri síðar um daginn. Fólkið var ekki varað við því að veðrið kynni að verða vont. Hann segist vera að skoða það hvort hægt sé að grípa til aðgerða gegn fyrirtækinu, en er ekki bjartsýnn í ljósi þess hversu litlar reglur gilda um ferðir sem þessar á Íslandi. Hjónin spara hins vegar ekki hrósyrðin í garð björgunarsveitarmannanna og Mike líkir þeim við ofurmennið sem ekkert lætur stöðva sig. Móður og sonur eru að braggast, en konan hlaut kalsár á fingur. Fjölskyldan heldur af landi brott í dag en segir að þrátt fyrir lífsreynsluna útiloki þau ekki að snúa hingað aftur. Hér hafi allir verið svo elskulegir.
Ferðamennska á Íslandi Mæðgin týndust á Langjökli Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira