Aldrei aftur að vera stolt? Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 20. janúar 2010 06:00 Þegar ég var bólugrafinn unglingur vaknaði ég eitt sinn með heiftarlega bakþanka og alls ólíkum þeim sem finnast á síðum Fréttablaðsins. Ég hafði verið nærri því að næla í fallegustu skvísuna á ballinu kvöldið áður en skortur á áræðni varð til þess að ég vaknaði með bakþanka en ekki með skvísunni. Ég ætlaði aldeilis að draga lærdóm af þessu. Það skorti ekkert á áræðnina eftir þetta og helgina á eftir lét ég ekki deigan síga fyrr en foreldrar stúlkunnar hótuðu að kalla á lögregluna. Ég áttaði mig á því þar sem ég stóð rámur í snjóskafli fyrir utan glugga stúlkunnar með gítarinn í fanginu að viðsnúningurinn hafði verið full öfgakenndur. Ég fæ það stundum á tilfinninguna að við Íslendingar höfum einmitt tilhneigingu í þessa átt. Við erum stundum eins og unglingar sem gera algjöran viðsnúning á leið sinni við fyrstu hindrun þegar heillavænlegra gæti reynst að læra af þrautinni með lagni. Til dæmis er engum blöðum um það að fletta að við vorum heimskulega stolt af okkar útrásarvíkingum. Nú erum við hins vegar með bakþanka og ætlum að læra af þeim mistökum og lexían tekur okkur ekki neinum vettlingatökum. Af athyglisverðri grein sem Pawel Bartoszek skrifaði í Fréttablaðið 15. janúar síðastliðinn og því einróma lofi sem hún hlaut um víða bloggheima skilst mér nú að ekki þyki góð latína að vera stoltur af íslenska björgunarfólkinu sem varð með þeim fyrstu til að koma sér að verki í Haítí. Utanríkisráðherra fær einnig bágt fyrir að hafa orðið stoltur af því að íslenska stjórnsýslan hafði reynst vel og liðkað þannig fyrir skjótum viðbrögðum. Það er einmitt í neyðartilfellum sem hugarþelið kemur í ljós. Það er einnig þá sem það sést hvort stjórnsýslan er samansett af fólki sem er í raun að vinna í þágu annarra eða situr í bákninu til að fá öryggi eða hégómlega sæmd. Skjót viðbrögð eru eitt af lykilatriðunum við björgun. Gott hugarþel og hæfileg áræðni eru dyggðir svo eflaust ætti stoltið fullan rétt á sér í venjulegu árferði. Þótt við höfum einu sinni gert okkur að fíflum með því að vera stolt skulum við ekki láta eins og unglingur í sinni fyrstu ástarsorg sem heitir því að elska aldrei aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun
Þegar ég var bólugrafinn unglingur vaknaði ég eitt sinn með heiftarlega bakþanka og alls ólíkum þeim sem finnast á síðum Fréttablaðsins. Ég hafði verið nærri því að næla í fallegustu skvísuna á ballinu kvöldið áður en skortur á áræðni varð til þess að ég vaknaði með bakþanka en ekki með skvísunni. Ég ætlaði aldeilis að draga lærdóm af þessu. Það skorti ekkert á áræðnina eftir þetta og helgina á eftir lét ég ekki deigan síga fyrr en foreldrar stúlkunnar hótuðu að kalla á lögregluna. Ég áttaði mig á því þar sem ég stóð rámur í snjóskafli fyrir utan glugga stúlkunnar með gítarinn í fanginu að viðsnúningurinn hafði verið full öfgakenndur. Ég fæ það stundum á tilfinninguna að við Íslendingar höfum einmitt tilhneigingu í þessa átt. Við erum stundum eins og unglingar sem gera algjöran viðsnúning á leið sinni við fyrstu hindrun þegar heillavænlegra gæti reynst að læra af þrautinni með lagni. Til dæmis er engum blöðum um það að fletta að við vorum heimskulega stolt af okkar útrásarvíkingum. Nú erum við hins vegar með bakþanka og ætlum að læra af þeim mistökum og lexían tekur okkur ekki neinum vettlingatökum. Af athyglisverðri grein sem Pawel Bartoszek skrifaði í Fréttablaðið 15. janúar síðastliðinn og því einróma lofi sem hún hlaut um víða bloggheima skilst mér nú að ekki þyki góð latína að vera stoltur af íslenska björgunarfólkinu sem varð með þeim fyrstu til að koma sér að verki í Haítí. Utanríkisráðherra fær einnig bágt fyrir að hafa orðið stoltur af því að íslenska stjórnsýslan hafði reynst vel og liðkað þannig fyrir skjótum viðbrögðum. Það er einmitt í neyðartilfellum sem hugarþelið kemur í ljós. Það er einnig þá sem það sést hvort stjórnsýslan er samansett af fólki sem er í raun að vinna í þágu annarra eða situr í bákninu til að fá öryggi eða hégómlega sæmd. Skjót viðbrögð eru eitt af lykilatriðunum við björgun. Gott hugarþel og hæfileg áræðni eru dyggðir svo eflaust ætti stoltið fullan rétt á sér í venjulegu árferði. Þótt við höfum einu sinni gert okkur að fíflum með því að vera stolt skulum við ekki láta eins og unglingur í sinni fyrstu ástarsorg sem heitir því að elska aldrei aftur.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun