Vaktargengið hefur vinnu að nýjum þáttum án Jóns Gnarr Atli Fannar Bjarkason skrifar 20. október 2010 07:00 Viðtökur Nætur-, Dag- og Fangavaktarinnar eiga sér ekki hliðstæðu á Íslandi. Þættirnir fengu gríðarlega mikið áhorf og seldust einnig vel á DVD. Þá sló lokahnykkurinn, kvikmyndin Bjarnfreðarson, í gegn í kvikmyndahúsum. Borgarstjórinn Jón Gnarr verður ekki með í nýju þáttunum en Ragnar, Jörundur, Ævar og Pétur Jóhann vilja fá Halldór Gylfason í stórt hlutverk. Fréttablaðið/Anton „Við Jörundur og Ævar erum byrjaðir á sjónvarpsseríu sem á að taka upp í vor. Hún heitir Heimsendir, hvorki meira né minna," segir Ragnar Bragason leikstjóri. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu stóð til að fimmenningarnir á bak við Nætur-, Dag- og Fangavaktina myndu hefja vinnu að nýrri þáttaröð nú í haust. Þegar Jón Gnarr var kjörinn borgarstjóri varð ljóst að hann yrði ekki með í þessari vinnu, sem er nú hafin án hans. Ragnar, Jörundur Ragnarsson og Ævar Grímsson hófust handa fyrir þremur vikum og Pétur Jóhann Sigfússon er svo væntanlegur eftir tvær vikur þegar tökum á þáttaröðinni Hlemmavídeó lýkur. „Heimsendir er míkrókosmos af íslensku samfélagi," segir Ragnar spekingslega. „Þættirnir gerast á fjársveltri geðdeild úti á landi. Þetta er byltingarsaga, þegar sjúklingarnir taka yfir hælið. Þetta er smækkuð mynd af því sem við erum að ganga í gegnum í dag." Pétur Jóhann og Jörundur verða í aðalhlutverki í þáttunum og samkvæmt Ragnari er Halldór Gylfason efstur á óskalistanum fyrir þriðja aðalhlutverkið. Ef það gengur eftir er ljóst að Halldór þarf að fylla gríðarlega stórt skarðið sem Jón Gnarr skilur eftir. „Það kemur nýr rauðhaus í staðinn fyrir Jón," grínast Ragnar. Hugmyndin að þáttunum kom upp þegar framleiðsla á Fangavaktinni og kvikmyndinni Bjarnfreðarson stóð yfir. Ragnar segir verkefnið stórt og að mjög stór hópur leikara komi að því - allt að 30 stykki. Þættirnir verða teknir upp í vor og verða á haustdagskrá Stöðvar 2. En verða þetta grínþættir? „Við dönsum á þessari línu milli húmors og alvöru, eins og við höfum verið að gera," segir Ragnar. „Þetta eru náttúrulega háalvarlegar aðstæður, þessi heimur geðsjúkra. Svo er það sem kemur upp náttúrulega kómískt í sjálfu sér." Lífið Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
„Við Jörundur og Ævar erum byrjaðir á sjónvarpsseríu sem á að taka upp í vor. Hún heitir Heimsendir, hvorki meira né minna," segir Ragnar Bragason leikstjóri. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu stóð til að fimmenningarnir á bak við Nætur-, Dag- og Fangavaktina myndu hefja vinnu að nýrri þáttaröð nú í haust. Þegar Jón Gnarr var kjörinn borgarstjóri varð ljóst að hann yrði ekki með í þessari vinnu, sem er nú hafin án hans. Ragnar, Jörundur Ragnarsson og Ævar Grímsson hófust handa fyrir þremur vikum og Pétur Jóhann Sigfússon er svo væntanlegur eftir tvær vikur þegar tökum á þáttaröðinni Hlemmavídeó lýkur. „Heimsendir er míkrókosmos af íslensku samfélagi," segir Ragnar spekingslega. „Þættirnir gerast á fjársveltri geðdeild úti á landi. Þetta er byltingarsaga, þegar sjúklingarnir taka yfir hælið. Þetta er smækkuð mynd af því sem við erum að ganga í gegnum í dag." Pétur Jóhann og Jörundur verða í aðalhlutverki í þáttunum og samkvæmt Ragnari er Halldór Gylfason efstur á óskalistanum fyrir þriðja aðalhlutverkið. Ef það gengur eftir er ljóst að Halldór þarf að fylla gríðarlega stórt skarðið sem Jón Gnarr skilur eftir. „Það kemur nýr rauðhaus í staðinn fyrir Jón," grínast Ragnar. Hugmyndin að þáttunum kom upp þegar framleiðsla á Fangavaktinni og kvikmyndinni Bjarnfreðarson stóð yfir. Ragnar segir verkefnið stórt og að mjög stór hópur leikara komi að því - allt að 30 stykki. Þættirnir verða teknir upp í vor og verða á haustdagskrá Stöðvar 2. En verða þetta grínþættir? „Við dönsum á þessari línu milli húmors og alvöru, eins og við höfum verið að gera," segir Ragnar. „Þetta eru náttúrulega háalvarlegar aðstæður, þessi heimur geðsjúkra. Svo er það sem kemur upp náttúrulega kómískt í sjálfu sér."
Lífið Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira