Lífsgæði hafnarsvæðisins 20. ágúst 2010 06:00 Það hefur verið gaman að rölta um gömlu höfnina í Reykjavík í sumar. Veðrið hefur verið óvenjulega gott og sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir lagt leið sína niður að höfn. Reykjavíkurhöfn er loksins að verða almenningsrými, eins og við þekkjum í mörgum erlendum hafnarborgum, með skemmtilegum gönguleiðum, veitingastöðum, kaffihúsum, söfnum. Auk þess er hafnarsvæðið á góðri leið með að verða mikilvægur staður fyrir menningarhús, hátæknifyrirtæki og hugmyndahús. Fyrir utan lífsgæðin, sem slíkt umhverfi skapar borgarbúum, aflar það mikilvægra tekna fyrir þjóðarbúið. Höfnin er eitt mikilvægasta aðdráttarafl ferðamanna sem koma til Reykjavíkur. Tugþúsundir fara nú í hvalaskoðunarferðir á hverju ári auk þess sem boðið er upp á sjóstangaveiði og fuglaskoðun. Raunar má segja að erlendir ferðmenn, fremur en Íslendingar, hafi uppgvötað lífsgæði hafnarsvæðisins, með svolítilli hjálp hafnarstjórnarinnar. Þetta er sama ánægjulega þróunin og hefur átt sér stað í höfninni í Húsavík. Ekki er ólíklegt að höfnin á Akranesi taki svipuðum breytingum á næstu árum. Í Reykjavíkurhöfn hafa þessi umskipti verið drifin áfram af frumkvöðlum eins og Sægreifanum og hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu. Sægreifinn er án efa þekktasti veitingastaður Íslands úti í heimi. Hver hefði trúað því þegar ellilífeyrisþeginn Kjartan Halldórsson opnaði þarna litla fiskbúð fyrir 8 árum? Enginn býst ég við. Ekki frekar en að fólk hefði trúað því að árið 2010 yrði sjósund sjálfsagður hluti af sund og baðmenningu fjölmargra Reykvíkinga. Sama þróun hefur átt sér stað víða erlendis undanfarin ár og áratugi. Gamlar atvinnuhafnir ganga í endurnýjun daga sinna sem mannlífshafnir. Það er jákvæð umbreyting. Hættan er þó sú að slíkar hafnir hreki smám saman allt hafntengt atvinnulíf í burt og við sitjum uppi með gervihafnir með einsleitri minjagripaverslun, endalausum hótelum og lúxusíbúðum sem afar fáir hafa efni á og eru nokkurn veginn eins alls staðar í heiminum. Sem betur fer eru hafnirnar hér atvinnuhafnir með hafnsækinni starfsemi og þær eiga að vera það áfram. Það er meðal annars ásýnd alvöru fiskiskipahafnar sem laðar ferðamenn að Reykjavíkurhöfn. Verkefni Faxaflóahafna næstu árin er meðal annars það að efla og tryggja sambýli fiskiskipahafna og ferðaþjónustu; veitingahúsa, kaffihúsa, menningarhúsa og fiskverkunarhúsa; hátæknifyrirtækja og lágtæknifyrirtækja, stórútgerðar og smáútgerðar, hvalaskoðunarbáta og hvalveiðibáta, skemmtiferðaskipa og seglskútueigenda, sjósundsfólks og sægreifa. Til að þetta megi takast sem best þarf margt að koma til og fólk þarf umfram allt að vinna saman. Stjórn Faxaflóahafna tók tvö skref í þá átt á síðasta fundi sínum með samhljóða samþykkt. Stjórnin samþykkti að láta vinna tillögu að heildstæðri umhverfisstefnu fyrir fyrirtækið. Í greinargerð með tillögunni er bent á að margt í starfsemi Faxaflóahafna sf. varði umhverfismál. Bent er á „umhverfisfrágang hafnarsvæða svo sem græn svæði, gönguleiðir og opin svæði, almenna umhirðu, dýpkunar- og landfyllingarverkefni, frárennslismál, reglur varðandi kjölvatn skipa, varnir gegn bráðamengun, umhirða óreiðuskipa, sala á vatni og rafmagni og ýmsar mælingar á umhverfisþáttum". Frá árinu 2006 hafa Faxaflóahafnir haldið „Grænt bókhald" um afmarkaða rekstrarþætti fyrirtækisins. Heildarumhverfisstefna tekur til margra fleiri þátta umhverfismála. Meðal annars skal skoðað hvernig megi flétta vistvæna samgöngustefnu inn í starfsemi fyrirtækisins. Einnig á að athuga hvort Faxaflóahafnir geti fengið viðurkennda umhverfisvottun. Hin tillagan kveður á um að stjórn Faxaflóahafna haldi árlega opinn fund með notendum hafnanna, útgerð, ferðaþjónustu, fiskvinnslufyrirtækja, flutningafyrirtækja, veitingahúsaeigenda. Faxaflóahafnir telja mikilvægt að geta komið málefnum fyrirtækisins á framfæri við hina mörgu ólíku notendur hafnanna og ekki er síður mikilvægt að þeir geti komið sínum sjónarmiðum milliliðalaust á framfæri. Stundum er sagt að hafnirnar séu lífæð byggðarinnar í landinu. Það á ekki síður við þegar hlutverk þeirra er að breytast og verða fjölbreyttara en áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið gaman að rölta um gömlu höfnina í Reykjavík í sumar. Veðrið hefur verið óvenjulega gott og sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir lagt leið sína niður að höfn. Reykjavíkurhöfn er loksins að verða almenningsrými, eins og við þekkjum í mörgum erlendum hafnarborgum, með skemmtilegum gönguleiðum, veitingastöðum, kaffihúsum, söfnum. Auk þess er hafnarsvæðið á góðri leið með að verða mikilvægur staður fyrir menningarhús, hátæknifyrirtæki og hugmyndahús. Fyrir utan lífsgæðin, sem slíkt umhverfi skapar borgarbúum, aflar það mikilvægra tekna fyrir þjóðarbúið. Höfnin er eitt mikilvægasta aðdráttarafl ferðamanna sem koma til Reykjavíkur. Tugþúsundir fara nú í hvalaskoðunarferðir á hverju ári auk þess sem boðið er upp á sjóstangaveiði og fuglaskoðun. Raunar má segja að erlendir ferðmenn, fremur en Íslendingar, hafi uppgvötað lífsgæði hafnarsvæðisins, með svolítilli hjálp hafnarstjórnarinnar. Þetta er sama ánægjulega þróunin og hefur átt sér stað í höfninni í Húsavík. Ekki er ólíklegt að höfnin á Akranesi taki svipuðum breytingum á næstu árum. Í Reykjavíkurhöfn hafa þessi umskipti verið drifin áfram af frumkvöðlum eins og Sægreifanum og hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu. Sægreifinn er án efa þekktasti veitingastaður Íslands úti í heimi. Hver hefði trúað því þegar ellilífeyrisþeginn Kjartan Halldórsson opnaði þarna litla fiskbúð fyrir 8 árum? Enginn býst ég við. Ekki frekar en að fólk hefði trúað því að árið 2010 yrði sjósund sjálfsagður hluti af sund og baðmenningu fjölmargra Reykvíkinga. Sama þróun hefur átt sér stað víða erlendis undanfarin ár og áratugi. Gamlar atvinnuhafnir ganga í endurnýjun daga sinna sem mannlífshafnir. Það er jákvæð umbreyting. Hættan er þó sú að slíkar hafnir hreki smám saman allt hafntengt atvinnulíf í burt og við sitjum uppi með gervihafnir með einsleitri minjagripaverslun, endalausum hótelum og lúxusíbúðum sem afar fáir hafa efni á og eru nokkurn veginn eins alls staðar í heiminum. Sem betur fer eru hafnirnar hér atvinnuhafnir með hafnsækinni starfsemi og þær eiga að vera það áfram. Það er meðal annars ásýnd alvöru fiskiskipahafnar sem laðar ferðamenn að Reykjavíkurhöfn. Verkefni Faxaflóahafna næstu árin er meðal annars það að efla og tryggja sambýli fiskiskipahafna og ferðaþjónustu; veitingahúsa, kaffihúsa, menningarhúsa og fiskverkunarhúsa; hátæknifyrirtækja og lágtæknifyrirtækja, stórútgerðar og smáútgerðar, hvalaskoðunarbáta og hvalveiðibáta, skemmtiferðaskipa og seglskútueigenda, sjósundsfólks og sægreifa. Til að þetta megi takast sem best þarf margt að koma til og fólk þarf umfram allt að vinna saman. Stjórn Faxaflóahafna tók tvö skref í þá átt á síðasta fundi sínum með samhljóða samþykkt. Stjórnin samþykkti að láta vinna tillögu að heildstæðri umhverfisstefnu fyrir fyrirtækið. Í greinargerð með tillögunni er bent á að margt í starfsemi Faxaflóahafna sf. varði umhverfismál. Bent er á „umhverfisfrágang hafnarsvæða svo sem græn svæði, gönguleiðir og opin svæði, almenna umhirðu, dýpkunar- og landfyllingarverkefni, frárennslismál, reglur varðandi kjölvatn skipa, varnir gegn bráðamengun, umhirða óreiðuskipa, sala á vatni og rafmagni og ýmsar mælingar á umhverfisþáttum". Frá árinu 2006 hafa Faxaflóahafnir haldið „Grænt bókhald" um afmarkaða rekstrarþætti fyrirtækisins. Heildarumhverfisstefna tekur til margra fleiri þátta umhverfismála. Meðal annars skal skoðað hvernig megi flétta vistvæna samgöngustefnu inn í starfsemi fyrirtækisins. Einnig á að athuga hvort Faxaflóahafnir geti fengið viðurkennda umhverfisvottun. Hin tillagan kveður á um að stjórn Faxaflóahafna haldi árlega opinn fund með notendum hafnanna, útgerð, ferðaþjónustu, fiskvinnslufyrirtækja, flutningafyrirtækja, veitingahúsaeigenda. Faxaflóahafnir telja mikilvægt að geta komið málefnum fyrirtækisins á framfæri við hina mörgu ólíku notendur hafnanna og ekki er síður mikilvægt að þeir geti komið sínum sjónarmiðum milliliðalaust á framfæri. Stundum er sagt að hafnirnar séu lífæð byggðarinnar í landinu. Það á ekki síður við þegar hlutverk þeirra er að breytast og verða fjölbreyttara en áður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun