Ásta Birna: Viljum halda bikarnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. febrúar 2011 12:45 Mynd/Valli Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði Fram, segir að liðið ætli að selja sig dýrt í bikarúrslitaleiknum gegn Valsmönnum í dag og að markmiðið sé að sjálfsögðu að halda bikarnum í Safamýrinni. Fram hafði betur í úrslitaleik þessara sömu liða í fyrra, 20-19, eftir að Pavla Nevalirova hafði slegið inn boltann á lokasekúndu leiksins eftir að Berglind Íris Hansdóttir, þáverandi markvörður Vals, hafði varið boltann. Valur náði svo að hefna ófaranna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn um vorið og er nú handhafi allra titlanna sem í boði eru - fyrir utan bikarmeistaraitilinn. Þessi lið hafa háð margar rimmur og má búast við annarri slíkri í dag. „Þetta snýst orðið meira um sálfræðina og andlegan undirbúning enda þekkja leikmenn þessara liða hvorn annan svo vel. Þetta er sálfræðileg barátta," sagði Ásta Birna. „Við gerum ýmislegt til að undirbúa okkur. Bæði spjallar hópurinn saman á fundum og svo er líka mikilvægt að hver og einn leikmaður undirbúi sig á sinn hátt." „En það er alveg ljóst að við viljum halda bikarnum. Við búum að góðri reynslu frá því í fyrra og þó svo að Valsmenn hafi unnið fleiri leiki gegn okkur eru þetta alltaf hörkuleikir." Valur hefur unnið Fram í þau skipti sem liðin hafa mæst í vetur. „Við höfum verið að glíma við meiðsli í vetur og var erfitt að missa bæði þær Stellu [Sigurðardóttur] og Hildi [Þorgeirsdóttur og ég held að það muni heilmiklu að fá þær aftur inn." Leikmenn þessara liða eru margir samherjar í íslenska landsliðinu en Ásta Birna segir það engu máli skipta þegar út í leikinn er komið. „Ég held ekki. Það þekkjast hvort eð er allir svo vel í þessari deild og eru góðir vinir utan vallar. Það gleymist allt um leið þegar leikurinn hefst." Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði Fram, segir að liðið ætli að selja sig dýrt í bikarúrslitaleiknum gegn Valsmönnum í dag og að markmiðið sé að sjálfsögðu að halda bikarnum í Safamýrinni. Fram hafði betur í úrslitaleik þessara sömu liða í fyrra, 20-19, eftir að Pavla Nevalirova hafði slegið inn boltann á lokasekúndu leiksins eftir að Berglind Íris Hansdóttir, þáverandi markvörður Vals, hafði varið boltann. Valur náði svo að hefna ófaranna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn um vorið og er nú handhafi allra titlanna sem í boði eru - fyrir utan bikarmeistaraitilinn. Þessi lið hafa háð margar rimmur og má búast við annarri slíkri í dag. „Þetta snýst orðið meira um sálfræðina og andlegan undirbúning enda þekkja leikmenn þessara liða hvorn annan svo vel. Þetta er sálfræðileg barátta," sagði Ásta Birna. „Við gerum ýmislegt til að undirbúa okkur. Bæði spjallar hópurinn saman á fundum og svo er líka mikilvægt að hver og einn leikmaður undirbúi sig á sinn hátt." „En það er alveg ljóst að við viljum halda bikarnum. Við búum að góðri reynslu frá því í fyrra og þó svo að Valsmenn hafi unnið fleiri leiki gegn okkur eru þetta alltaf hörkuleikir." Valur hefur unnið Fram í þau skipti sem liðin hafa mæst í vetur. „Við höfum verið að glíma við meiðsli í vetur og var erfitt að missa bæði þær Stellu [Sigurðardóttur] og Hildi [Þorgeirsdóttur og ég held að það muni heilmiklu að fá þær aftur inn." Leikmenn þessara liða eru margir samherjar í íslenska landsliðinu en Ásta Birna segir það engu máli skipta þegar út í leikinn er komið. „Ég held ekki. Það þekkjast hvort eð er allir svo vel í þessari deild og eru góðir vinir utan vallar. Það gleymist allt um leið þegar leikurinn hefst."
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira