Olíuverð í krónum talið ekki hærra í tvo áratugi 23. febrúar 2011 12:21 Olíuverð á heimsmarkaði hefur ekki verið hærra í krónum talið undanfarna tvo áratugi eftir linnulitla hækkun frá haustdögum í fyrra. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að olíuverð hefur hækkað lítillega það sem af er morgni á Evrópumarkaði og kostar tunna af Brent-olíu nú 106,5 dollara. Síðustu vikur hefur óróinn í nokkrum N-Afríkulöndum verið helsti drifkraftur snarprar hækkunar á olíuverði, og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Líbýa, sem nú rambar á barmi borgarastyrjaldar, er 17. stærsti olíuframleiðandi heims. Nemur dagleg olíuframleiðsla Líbýumanna 1,6 milljónum tunna, sem samsvarar 2% af heimsframleiðslu. Þessa dagana flýja erlendir starfsmenn olíufyrirtækja hins vegar landið hver sem betur getur og óvíst er hversu mikið olíuframleiðsla landsins muni skaðast vegna þessa, en framleiðslan hefur þegar dregist saman um 300.000 tunnur á dag. Olíumálaráðherra Saudi Arabíu lét hins vegar hafa eftir sér að OPEC-ríkin myndu auka við framleiðslu sína ef þörf krefur vegna ástandsins í Líbýu. Brent-olía hefur nú hækkað um u.þ.b. 12.5% það sem af er ári, en olía á Bandaríkjamarkaði hefur hins vegar aðeins hækkað um 5%, enda áhrif af minna olíuframboði frá N-Afríku ekki eins sterk vestan hafs. Ýmsir á markaði eru þó farnir að bera saman þróunina nú við það sem gerðist fyrir tæpum þremur árum síðan. Þá hækkaði olíuverð hratt og náði hámarki í ríflega 140 dollara/tunnan um það leyti sem alþjóðlega fjármálakreppan skall á af fullum þunga síðsumars. Hækkun orkuverðs og annarra hrávara undanfarið setur raunar seðlabanka iðnríkja í nokkuð snúna stöðu. Hjá flestum þeirra eru stýrivextir nálægt sögulegu lágmarki á sama tíma og verðbólguþrýstingur hefur aukist verulega. Sá verðbólguþrýstingur er hins vegar ekki til marks um mikinn gang í efnahagslífinu, heldur hafa framangreindar hækkanir í rauninni þveröfug áhrif á hjól efnahagslífsins. Því kunna seðlabankar að gera illt verra ef þeir bregðast við slíkri kostnaðarverðbólgu með hækkun vaxta og slá þannig enn frekar á þann hægfara bata sem hefur í besta falli látið á sér kræla í flestum þróuðum ríkjum undanfarið. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Olíuverð á heimsmarkaði hefur ekki verið hærra í krónum talið undanfarna tvo áratugi eftir linnulitla hækkun frá haustdögum í fyrra. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að olíuverð hefur hækkað lítillega það sem af er morgni á Evrópumarkaði og kostar tunna af Brent-olíu nú 106,5 dollara. Síðustu vikur hefur óróinn í nokkrum N-Afríkulöndum verið helsti drifkraftur snarprar hækkunar á olíuverði, og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Líbýa, sem nú rambar á barmi borgarastyrjaldar, er 17. stærsti olíuframleiðandi heims. Nemur dagleg olíuframleiðsla Líbýumanna 1,6 milljónum tunna, sem samsvarar 2% af heimsframleiðslu. Þessa dagana flýja erlendir starfsmenn olíufyrirtækja hins vegar landið hver sem betur getur og óvíst er hversu mikið olíuframleiðsla landsins muni skaðast vegna þessa, en framleiðslan hefur þegar dregist saman um 300.000 tunnur á dag. Olíumálaráðherra Saudi Arabíu lét hins vegar hafa eftir sér að OPEC-ríkin myndu auka við framleiðslu sína ef þörf krefur vegna ástandsins í Líbýu. Brent-olía hefur nú hækkað um u.þ.b. 12.5% það sem af er ári, en olía á Bandaríkjamarkaði hefur hins vegar aðeins hækkað um 5%, enda áhrif af minna olíuframboði frá N-Afríku ekki eins sterk vestan hafs. Ýmsir á markaði eru þó farnir að bera saman þróunina nú við það sem gerðist fyrir tæpum þremur árum síðan. Þá hækkaði olíuverð hratt og náði hámarki í ríflega 140 dollara/tunnan um það leyti sem alþjóðlega fjármálakreppan skall á af fullum þunga síðsumars. Hækkun orkuverðs og annarra hrávara undanfarið setur raunar seðlabanka iðnríkja í nokkuð snúna stöðu. Hjá flestum þeirra eru stýrivextir nálægt sögulegu lágmarki á sama tíma og verðbólguþrýstingur hefur aukist verulega. Sá verðbólguþrýstingur er hins vegar ekki til marks um mikinn gang í efnahagslífinu, heldur hafa framangreindar hækkanir í rauninni þveröfug áhrif á hjól efnahagslífsins. Því kunna seðlabankar að gera illt verra ef þeir bregðast við slíkri kostnaðarverðbólgu með hækkun vaxta og slá þannig enn frekar á þann hægfara bata sem hefur í besta falli látið á sér kræla í flestum þróuðum ríkjum undanfarið.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira