Bylting - hvað svo? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 1. mars 2011 09:22 Sögulegir atburðir gerast nú í ríkjum araba í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. Almenningur hefur risið upp gegn áratugalangri kúgun spilltra einræðisherra. Uppreisnirnar í Egyptalandi og Túnis hafa þegar borið áþreifanlegan árangur. Í ýmsum öðrum ríkjum hafa stjórnvöld gripið til harkalegra aðgerða gegn mótmælendum og tvísýnt er um úrslitin. Athygli umheimsins beinist nú að Líbíu, þar sem einræðisherrann Gaddafí hefur brugðizt við uppreisn almennings af mikilli grimmd. Flest bendir til að Gaddafí sé kominn að fótum fram. Enn getur hann þó átt eftir að fremja mikil grimmdarverk áður en hann verður yfirbugaður. Viðbrögð Sameinuðu þjóðanna við ástandinu í Líbíu eru einnig söguleg. Samtökin hafa brugðizt hraðar og með ákveðnari hætti við glæpaverkunum en oftast áður í svipuðum tilvikum. Vonandi ber það vott um að menn hafi lært sína lexíu af fálmkenndum viðbrögðum við t.d. þjóðarmorðunum á Balkanskaga og í Rúanda á sínum tíma. Að þessu sinni hefur verið einhugur í Öryggisráði SÞ um að setja Gaddafí stólinn fyrir dyrnar, einangra hann efnahagslega og pólitískt og hóta að draga hann fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn – jafnvel þótt þrjú af ríkjunum sem eiga fast sæti í ráðinu, Bandaríkin, Rússland og Kína, hafi ekki fullgilt samninginn um dómstólinn. Þær raddir sem áður heyrðust oft, að alþjóðasamfélagið ætti ekki að blanda sér í innanríkismál jafnvel þótt verið væri að murka lífið úr fólki, hafa að þessu sinni ekki verið áberandi. Það bendir vonandi til þess að sjónarmiðum um skyldu alþjóðasamfélagsins til að koma til varnar saklausum borgurum hafi vaxið fiskur um hrygg. Meira getur þó þurft að koma til eigi þvinganir Öryggisráðsins að hafa einhver áhrif. SÞ getur neyðst til að grípa til hernaðaraðgerða, til dæmis með því að framfylgja flugbanni yfir Líbíu til að koma í veg fyrir árásir Gaddafís á íbúa landsins úr lofti. Reynslan kennir okkur að hik alþjóðasamfélagsins við að beita geggjaða einræðisherra valdi kostar aðeins líf enn fleira saklauss fólks. Það er ekki að ósekju sem byltingarnar í arabaríkjunum eru bornar saman við lýðræðisölduna, sem fór um Austur-Evrópu árið 1989. Við samfögnum almenningi í þessum ríkjum, sem á nú von um frelsi og lýðræði eins og íbúar kommúnistaríkjanna áttu þá. En við skulum heldur ekki gleyma hvað kom í kjölfarið. Hin ungu lýðræðisríki þurftu mikla aðstoð, bæði við að endurreisa efnahagslíf sitt og við að byggja upp lýðræðislegar stofnanir og réttarríki. Þar áttu þau þó sum gamla hefð, sem ekki er til í mörgum þeim ríkjum, sem nú taka sín fyrstu skref í átt til lýðræðis. Velmegandi ríki Vesturlanda, Ísland þar á meðal, þurfa að vera reiðubúin að leggja sitt af mörkum til að styðja við lýðræðis- og efnahagsþróun í arabalöndunum. Annars er hætta á að einræðis- og öfgaöfl nýti sér þá ringulreið, sem oft fylgir upphafi lýðræðisþróunar. Það eru ríkir hagsmunir okkar að lýðræði, velmegun og stöðugleiki ríki í þessum heimshluta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Sögulegir atburðir gerast nú í ríkjum araba í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. Almenningur hefur risið upp gegn áratugalangri kúgun spilltra einræðisherra. Uppreisnirnar í Egyptalandi og Túnis hafa þegar borið áþreifanlegan árangur. Í ýmsum öðrum ríkjum hafa stjórnvöld gripið til harkalegra aðgerða gegn mótmælendum og tvísýnt er um úrslitin. Athygli umheimsins beinist nú að Líbíu, þar sem einræðisherrann Gaddafí hefur brugðizt við uppreisn almennings af mikilli grimmd. Flest bendir til að Gaddafí sé kominn að fótum fram. Enn getur hann þó átt eftir að fremja mikil grimmdarverk áður en hann verður yfirbugaður. Viðbrögð Sameinuðu þjóðanna við ástandinu í Líbíu eru einnig söguleg. Samtökin hafa brugðizt hraðar og með ákveðnari hætti við glæpaverkunum en oftast áður í svipuðum tilvikum. Vonandi ber það vott um að menn hafi lært sína lexíu af fálmkenndum viðbrögðum við t.d. þjóðarmorðunum á Balkanskaga og í Rúanda á sínum tíma. Að þessu sinni hefur verið einhugur í Öryggisráði SÞ um að setja Gaddafí stólinn fyrir dyrnar, einangra hann efnahagslega og pólitískt og hóta að draga hann fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn – jafnvel þótt þrjú af ríkjunum sem eiga fast sæti í ráðinu, Bandaríkin, Rússland og Kína, hafi ekki fullgilt samninginn um dómstólinn. Þær raddir sem áður heyrðust oft, að alþjóðasamfélagið ætti ekki að blanda sér í innanríkismál jafnvel þótt verið væri að murka lífið úr fólki, hafa að þessu sinni ekki verið áberandi. Það bendir vonandi til þess að sjónarmiðum um skyldu alþjóðasamfélagsins til að koma til varnar saklausum borgurum hafi vaxið fiskur um hrygg. Meira getur þó þurft að koma til eigi þvinganir Öryggisráðsins að hafa einhver áhrif. SÞ getur neyðst til að grípa til hernaðaraðgerða, til dæmis með því að framfylgja flugbanni yfir Líbíu til að koma í veg fyrir árásir Gaddafís á íbúa landsins úr lofti. Reynslan kennir okkur að hik alþjóðasamfélagsins við að beita geggjaða einræðisherra valdi kostar aðeins líf enn fleira saklauss fólks. Það er ekki að ósekju sem byltingarnar í arabaríkjunum eru bornar saman við lýðræðisölduna, sem fór um Austur-Evrópu árið 1989. Við samfögnum almenningi í þessum ríkjum, sem á nú von um frelsi og lýðræði eins og íbúar kommúnistaríkjanna áttu þá. En við skulum heldur ekki gleyma hvað kom í kjölfarið. Hin ungu lýðræðisríki þurftu mikla aðstoð, bæði við að endurreisa efnahagslíf sitt og við að byggja upp lýðræðislegar stofnanir og réttarríki. Þar áttu þau þó sum gamla hefð, sem ekki er til í mörgum þeim ríkjum, sem nú taka sín fyrstu skref í átt til lýðræðis. Velmegandi ríki Vesturlanda, Ísland þar á meðal, þurfa að vera reiðubúin að leggja sitt af mörkum til að styðja við lýðræðis- og efnahagsþróun í arabalöndunum. Annars er hætta á að einræðis- og öfgaöfl nýti sér þá ringulreið, sem oft fylgir upphafi lýðræðisþróunar. Það eru ríkir hagsmunir okkar að lýðræði, velmegun og stöðugleiki ríki í þessum heimshluta.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun