Lán í Búðarháls skilyrt - Icesave hangir á spýtunni 17. mars 2011 11:32 Frá Búðarhálsvirkjun. Lán sem Landsvirkjun gætið fengið frá Norræna fjárfestingarbankanum til að fjármagna Búðarhálsvirkjun er háð því skilyrði að önnur fjármögnun takist. Í raun gæti fyrirvarinn þýtt að lánið fáist ekki nema Icesave-deilan leysist. Landsvirkjun og Norræni fjárfestingabankinn undirrituðu í gær lánasamning til sextán ára upp á 70 milljónir bandaríkjadollara, eða sem svarar 8,6 milljörðum króna. Láninu er ætlað að fjármagna Búðarhálsvirkjun og nemur lánsfjárhæðin um þriðjungi þeirra 26 milljarða króna sem virkjunin mun kosta, en áformað er að hún verði öll fjármögnuð með lántöku. Þetta er ekki aðeins fyrsta lánið til virkjunarinnar heldur jafnframt fyrsta lánið sem Norræni fjárfestingarbankinn veitir til íslensks fyrirtækis frá bankahruninu í október 2008. Lánið er þó skilyrt, og staðfestir Ragna Sara Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, að lánveitingin sé háð því að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar takist að öðru leyti. Í því sambandi skal rifjað upp að Evrópski fjárfestingarbankinn hefur allt frá því í fyrravor neitað að afgreiða lán til Landsvirkjunar vegna Búðarháls með þeim óformlegu skilaboðum að stjórn bankans vilji fyrst sjá fram á lausn Icesave-deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga. Þegar Ragna Sara er spurð hvort þetta þýði í raun að lánið frá Norræna fjárfestingarbankum sé háð lausn Icesave-deilunnar, svarar hún að svo þurfi ekki endilega að vera. Aðrir möguleikar á lánum séu til skoðunar og Landsvirkjun sé bjartsýn á að fjármögnun takist á næstunni. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fór varlega í að fagna á Alþingi í morgun: "Það er ánægjulegt að þetta sé í höfn. En það er ekki þar með sagt að hér sé búið að losa um það að við fáum bara greiðlega inn lánafyrirgreiðslur erlendis frá. Ég hygg að við þurfum að klára Icesave-málið til að það sé með þeim hætti að það sé viðunandi," sagði Jóhanna. Icesave Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Lán sem Landsvirkjun gætið fengið frá Norræna fjárfestingarbankanum til að fjármagna Búðarhálsvirkjun er háð því skilyrði að önnur fjármögnun takist. Í raun gæti fyrirvarinn þýtt að lánið fáist ekki nema Icesave-deilan leysist. Landsvirkjun og Norræni fjárfestingabankinn undirrituðu í gær lánasamning til sextán ára upp á 70 milljónir bandaríkjadollara, eða sem svarar 8,6 milljörðum króna. Láninu er ætlað að fjármagna Búðarhálsvirkjun og nemur lánsfjárhæðin um þriðjungi þeirra 26 milljarða króna sem virkjunin mun kosta, en áformað er að hún verði öll fjármögnuð með lántöku. Þetta er ekki aðeins fyrsta lánið til virkjunarinnar heldur jafnframt fyrsta lánið sem Norræni fjárfestingarbankinn veitir til íslensks fyrirtækis frá bankahruninu í október 2008. Lánið er þó skilyrt, og staðfestir Ragna Sara Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, að lánveitingin sé háð því að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar takist að öðru leyti. Í því sambandi skal rifjað upp að Evrópski fjárfestingarbankinn hefur allt frá því í fyrravor neitað að afgreiða lán til Landsvirkjunar vegna Búðarháls með þeim óformlegu skilaboðum að stjórn bankans vilji fyrst sjá fram á lausn Icesave-deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga. Þegar Ragna Sara er spurð hvort þetta þýði í raun að lánið frá Norræna fjárfestingarbankum sé háð lausn Icesave-deilunnar, svarar hún að svo þurfi ekki endilega að vera. Aðrir möguleikar á lánum séu til skoðunar og Landsvirkjun sé bjartsýn á að fjármögnun takist á næstunni. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fór varlega í að fagna á Alþingi í morgun: "Það er ánægjulegt að þetta sé í höfn. En það er ekki þar með sagt að hér sé búið að losa um það að við fáum bara greiðlega inn lánafyrirgreiðslur erlendis frá. Ég hygg að við þurfum að klára Icesave-málið til að það sé með þeim hætti að það sé viðunandi," sagði Jóhanna.
Icesave Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira