Matur er mál málanna Haraldur Benediktsson skrifar 12. mars 2011 06:00 Á nýliðnu Búnaðarþingi bænda var meðal annars fjallað um fæðuöryggi og framleiðslu á matvælum á heimsvísu. Í Fréttablaðinu á föstudaginn sér leiðarahöfundur ástæðu til þess að hnýta í það að bændur rökstyðji andstöðu sína við ESB-aðild með því að vísa til fæðuöryggissjónarmiða. Því er haldið fram að Bændasamtökin grípi gjarnan til hugtaksins þegar þarf að „réttlæta ríkisstyrki og ofurtolla“ eins og leiðarahöfundur orðar það. Staðreyndin er hins vegar sú að í dag keppast þjóðir heims við að tryggja sína eigin matvælaframleiðslu og ræða hvað þær geta lagt af mörkum til að brauðfæða heimsbyggðina. Heimurinn er að breytast afar hratt og þau vandamál sem steðja að matvælaframleiðslu á heimsvísu þarf að taka alvarlega. Matur er mál málanna eins og þeir sem fylgjast með heimsfréttum vita. Þar tengjast mörg viðfangsefni eins og fólksfjölgun, orkumál, vatnsbúskapur, land, gróður, búfé, heimsverslun, lífskjör fólks og þjóðfélagsskipulag. Förum yfir nokkur atriði til upprifjunar.Matvælaframleiðsla þarf að vaxa um 70% á næstu 40 árum Fólksfjölgun í heiminum er afar hröð. Nú búa tæplega sjö milljarðar manna á jörðinni en það stefnir í að milljarðarnir verði níu árið 2050. Jarðarbúar þurfa sífellt meiri mat en samkvæmt spám Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna þarf að auka matvælaframleiðslu um 70% á næstu 40 árum til að anna eftirspurn. Bættur efnahagur og breyttir neysluhættir gera það að verkum að meiri eftirspurn er eftir búvörum eins og kjöti og mjólk. Til að framleiða þessar vörur þarf mikið vatn og land sem því miður er af skornum skammti. Samfélög í vanþróuðum löndum eru misjafnlega undir þessa þróun búin en víða er ekki næg þekking né tækni fyrir hendi til að stunda matvælaframleiðslu af þeirri stærðargráðu sem nauðsynleg er.Efnahagslegt umrót Loftslagsbreytingar hafa margvísleg áhrif á ræktunarmöguleika um allan heim. Þurrkar, flóð, gróðureldar og vatnsskortur veldur því að litlar birgðir eru nú til af mat. Nýjustu fregnir eru frá Kína þar sem útlit er fyrir uppskerubrest ef úrkoma eykst ekki innan tíðar. Þar í landi hafa þegar verið lagðir 110% tollar á útflutt korn. Fleiri ríki grípa til svipaðra úrræða, líkt og Rússland gerði til dæmis síðasta sumar. Afleiðingarnar eru áframhaldandi matarverðshækkanir og efnahagslegt umrót.Verðhækkanir á mat Matvælaverðsvísitala FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur hækkað hratt og áhrifin eru þegar víðtæk. Þau eru m.a. talin ein ástæða uppreisnar í Miðausturlöndum. Fólk í fátækum löndum á ekki efni á mat eða sveltur en áætlað er að um þessar mundir búi um milljarður manna við hungur í heiminum. Útreikningar FAO sýna gríðarlegar verðhækkanir á síðasta ári þar sem kjöt hefur hækkað um 18%, korn um tæplega 40%, olíur og fita um tæp 56% og sykur um 19%.Gerum ekki lítið úr vandanum Ástandið afhjúpar skýrt hvernig þjóðir bregðast við og grípa til tollverndar til að tryggja eigið fæðuöryggi. Þó við búum vel hér á Íslandi og eigum ekki við matvælaskort að glíma þá er okkur hollt að horfa út fyrir túngarðinn og leggja mat á framtíðina. Við megum heldur ekki gera lítið úr þeim vanda sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir. Bændasamtökin hafa fært fyrir því rök að Ísland sé betur í stakk búið til að framleiða sínar eigin búvörur, standi landið fyrir utan Evrópusambandið. Ástæðan er einfaldlega sú að samtökin telja landbúnaði verulega ógnað verði landbúnaðarstefna ESB fyrir valinu, þá muni m.a. kúabúum fækka hér um helming og kjötframleiðsla dragast verulega saman.Sáttmáli um fæðuöryggi? Við setningu Búnaðarþings fyrir þremur árum kynnti forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, hugmyndir sínar um sáttmála sem tryggði fæðuöryggi Íslendinga. Í ræðu sinni fjallaði hann um þá þætti sem ógna fæðuöryggi heimsins og benti á að Íslendingar þyrftu fyrr eða síðar að búa sig undir breytta tíma. Sáttmáli um fæðuöryggi tæki mið af hagsmunum þjóðarinnar og gæti orðið grundvöllur að skipulagi matvælaframleiðslu og reglum um nýtingu lands. Í huga bænda er enginn vafi á því að íslenskur landbúnaður er mikilvægur hlekkur í því að treysta fæðuöryggi hér á landi. Við eigum að leggja metnað í að framleiða eins mikinn mat og hægt er og nýta til þess þær auðlindir og þekkingu sem við búum yfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Benediktsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Á nýliðnu Búnaðarþingi bænda var meðal annars fjallað um fæðuöryggi og framleiðslu á matvælum á heimsvísu. Í Fréttablaðinu á föstudaginn sér leiðarahöfundur ástæðu til þess að hnýta í það að bændur rökstyðji andstöðu sína við ESB-aðild með því að vísa til fæðuöryggissjónarmiða. Því er haldið fram að Bændasamtökin grípi gjarnan til hugtaksins þegar þarf að „réttlæta ríkisstyrki og ofurtolla“ eins og leiðarahöfundur orðar það. Staðreyndin er hins vegar sú að í dag keppast þjóðir heims við að tryggja sína eigin matvælaframleiðslu og ræða hvað þær geta lagt af mörkum til að brauðfæða heimsbyggðina. Heimurinn er að breytast afar hratt og þau vandamál sem steðja að matvælaframleiðslu á heimsvísu þarf að taka alvarlega. Matur er mál málanna eins og þeir sem fylgjast með heimsfréttum vita. Þar tengjast mörg viðfangsefni eins og fólksfjölgun, orkumál, vatnsbúskapur, land, gróður, búfé, heimsverslun, lífskjör fólks og þjóðfélagsskipulag. Förum yfir nokkur atriði til upprifjunar.Matvælaframleiðsla þarf að vaxa um 70% á næstu 40 árum Fólksfjölgun í heiminum er afar hröð. Nú búa tæplega sjö milljarðar manna á jörðinni en það stefnir í að milljarðarnir verði níu árið 2050. Jarðarbúar þurfa sífellt meiri mat en samkvæmt spám Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna þarf að auka matvælaframleiðslu um 70% á næstu 40 árum til að anna eftirspurn. Bættur efnahagur og breyttir neysluhættir gera það að verkum að meiri eftirspurn er eftir búvörum eins og kjöti og mjólk. Til að framleiða þessar vörur þarf mikið vatn og land sem því miður er af skornum skammti. Samfélög í vanþróuðum löndum eru misjafnlega undir þessa þróun búin en víða er ekki næg þekking né tækni fyrir hendi til að stunda matvælaframleiðslu af þeirri stærðargráðu sem nauðsynleg er.Efnahagslegt umrót Loftslagsbreytingar hafa margvísleg áhrif á ræktunarmöguleika um allan heim. Þurrkar, flóð, gróðureldar og vatnsskortur veldur því að litlar birgðir eru nú til af mat. Nýjustu fregnir eru frá Kína þar sem útlit er fyrir uppskerubrest ef úrkoma eykst ekki innan tíðar. Þar í landi hafa þegar verið lagðir 110% tollar á útflutt korn. Fleiri ríki grípa til svipaðra úrræða, líkt og Rússland gerði til dæmis síðasta sumar. Afleiðingarnar eru áframhaldandi matarverðshækkanir og efnahagslegt umrót.Verðhækkanir á mat Matvælaverðsvísitala FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur hækkað hratt og áhrifin eru þegar víðtæk. Þau eru m.a. talin ein ástæða uppreisnar í Miðausturlöndum. Fólk í fátækum löndum á ekki efni á mat eða sveltur en áætlað er að um þessar mundir búi um milljarður manna við hungur í heiminum. Útreikningar FAO sýna gríðarlegar verðhækkanir á síðasta ári þar sem kjöt hefur hækkað um 18%, korn um tæplega 40%, olíur og fita um tæp 56% og sykur um 19%.Gerum ekki lítið úr vandanum Ástandið afhjúpar skýrt hvernig þjóðir bregðast við og grípa til tollverndar til að tryggja eigið fæðuöryggi. Þó við búum vel hér á Íslandi og eigum ekki við matvælaskort að glíma þá er okkur hollt að horfa út fyrir túngarðinn og leggja mat á framtíðina. Við megum heldur ekki gera lítið úr þeim vanda sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir. Bændasamtökin hafa fært fyrir því rök að Ísland sé betur í stakk búið til að framleiða sínar eigin búvörur, standi landið fyrir utan Evrópusambandið. Ástæðan er einfaldlega sú að samtökin telja landbúnaði verulega ógnað verði landbúnaðarstefna ESB fyrir valinu, þá muni m.a. kúabúum fækka hér um helming og kjötframleiðsla dragast verulega saman.Sáttmáli um fæðuöryggi? Við setningu Búnaðarþings fyrir þremur árum kynnti forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, hugmyndir sínar um sáttmála sem tryggði fæðuöryggi Íslendinga. Í ræðu sinni fjallaði hann um þá þætti sem ógna fæðuöryggi heimsins og benti á að Íslendingar þyrftu fyrr eða síðar að búa sig undir breytta tíma. Sáttmáli um fæðuöryggi tæki mið af hagsmunum þjóðarinnar og gæti orðið grundvöllur að skipulagi matvælaframleiðslu og reglum um nýtingu lands. Í huga bænda er enginn vafi á því að íslenskur landbúnaður er mikilvægur hlekkur í því að treysta fæðuöryggi hér á landi. Við eigum að leggja metnað í að framleiða eins mikinn mat og hægt er og nýta til þess þær auðlindir og þekkingu sem við búum yfir.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun