Umfjöllun: HK á leið í úrslitakeppnina eftir stórsigur á Fram Stefán Árni Pálsson í Safamýrinni skrifar 31. mars 2011 21:51 Erlingur Birgir Richardsson og Kristinn Guðmundsson, þjálfarar HK. Mynd/Vilhelm HK-ingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni eftir frábæran sigur á Fram, 35-26, í næstsíðustu umferð N1-deildar karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks, en gestirnir gjörsamlega keyrðu yfir lánlausa Framara í síðari hálfleik. Munurinn var mestur 11 mörk á liðunum og sigur HK aldrei í hættu. Það var að duga eða drepast fyrir HK í kvöld er þeir mættu í Safamýrina. Gestirnir í HK voru fyrir leikinn í fjórða sæti N1-deildar karla með 20 stig líkt og Haukar, en þau lið berjast óðum um síðasta sætið í úrslitakeppninni ásamt Valsmönnum sem eiga veika von. Framarar hafa verið á mikilli siglingu í undanförnum tveimur leikjum og allt annað að sjá til liðsins. Fram getur gulltryggt sig inn í úrslitakeppnina með sigri og því mátti búast við hörku handbolta í Framheimilinu í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks og skiptust þau á að hafa eins mark forskot. Staðan var 7-7 eftir tíu mínútna leik. Framarar keyrðu virkilega hratt í bakið á HK í hverri sókn en þeim lauk oftast með skoti um leið eða í annarri bylgju. Björn Ingi Friðþjófsson, markvörður HK, stóð sig vel í byrjun leiks og hafði varið 7 skot eftir 15 mínútna leik. Gestirnir í HK hrukku þá í gang og skoruðu fimm mörk í röð og allt í einu var staðan orðin 15-10 fyrir HK. Framarar köstuðu boltanum í gríð og erg frá sér og HK-ingar náðu að nýta sér mistökin. Frábær varnarleikur og markvarsla var ástæðan fyrir forystu HK-inga, en Framarar náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en staðan var 17-14 fyrir gestina þegar menn gengu til búningsherbergja. HK-ingar hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti og það var greinilegt alveg frá fyrstu mínútu að þeir voru mun ákveðnari en heimamenn. Þegar síðari hálfleikur var hálfnaður var staðan 24-19 fyrir HK. Á þessum tímapunkti gjörsamlega keyrðu HK-ingar yfir Framara og náðu fljótlega 11 marka forskoti, 23-34. Leikur Fram gjörsamlega dó í síðari hálfleik og það gekk gjörsamlega ekkert upp hjá þeim. Björn Ingi Friðþjófsson, markmaður HK, lokaði markinu og inn vildi boltinn ekki hjá Fram. Niðurstaðan var því sannfærandi útisigur hjá HK sem í leiðinni tryggði sæti sitt í undanúrslitum Íslandsmótsins. Björn Ingi Friðþjófsson, markvörður HK, var stórkostlegur en hann varði 21 skot. Ólafur Bjarki Ragnarsson var einnig frábær fyrir HK en hann skoraði 9 mörk. Magnús Stefánsson, leikmaður Fram, sýndi ágætis tilþrif á köflum en hann gerði 7 mörk fyrir Fram. HK getur með sigri í síðustu umferð haft sætaskipti við Fram og komist í þriðja sæti deildarinnar, en þá verður Fram aftur á móti að tapa fyrir deildarmeisturunum á Akureyri. Fram - HK 26-35 (14-17)Mörk Fram (skot): Magnús Stefánsson 7 (15), Jóhann Karl Reynisson 6 (6) , Einar Rafn Eiðsson 6/2 (10/3) , Jóhann Gunnar Einarsson 3 (5), Andri Berg Haraldsson 2 (4), Halldór Jóhann Sigfússon 1 (3), Róbert Aron Hostert 0 (3), Stefán Baldvin Stefánsson 0 (2), Matthías Daðason 0 (2).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 6 (21/2, 22%), Björn Viðar Björnsson 7/2 (12/2, 37%)Hraðaupphlaup: 3 ( Einar Rafn, Jóhann Karl, Andri Berg)Fiskuð víti: 3(Einar Rafn, Jóhann Karl, Andri Berg)Utan vallar: 2 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 9/2 (14/4), Bjarki Már Elísson 9/2 (13/2), Atli Ævar Ingólfsson 7 (7), Atli Karl Backmann 4 (5), Sigurjón Björnsson 2 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (3), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Hörður Másson 1 (2), Daníel Berg Grétarsson 0 (5).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 21 (25/1, 45%), Valgeir Tómasson 0 (1)Hraðaupphlaupsmörk: 9 (Bjarki Már Elísson 5, Atli Ævar 3, Sigurjón Björnsson)Fiskuð víti: 5 (Atli Karl 2, Daníel, Ólafur Bjarki og Atli Ævar)Utan vallar: 6 mínútur (Bjarki Már) Olís-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
HK-ingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni eftir frábæran sigur á Fram, 35-26, í næstsíðustu umferð N1-deildar karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks, en gestirnir gjörsamlega keyrðu yfir lánlausa Framara í síðari hálfleik. Munurinn var mestur 11 mörk á liðunum og sigur HK aldrei í hættu. Það var að duga eða drepast fyrir HK í kvöld er þeir mættu í Safamýrina. Gestirnir í HK voru fyrir leikinn í fjórða sæti N1-deildar karla með 20 stig líkt og Haukar, en þau lið berjast óðum um síðasta sætið í úrslitakeppninni ásamt Valsmönnum sem eiga veika von. Framarar hafa verið á mikilli siglingu í undanförnum tveimur leikjum og allt annað að sjá til liðsins. Fram getur gulltryggt sig inn í úrslitakeppnina með sigri og því mátti búast við hörku handbolta í Framheimilinu í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks og skiptust þau á að hafa eins mark forskot. Staðan var 7-7 eftir tíu mínútna leik. Framarar keyrðu virkilega hratt í bakið á HK í hverri sókn en þeim lauk oftast með skoti um leið eða í annarri bylgju. Björn Ingi Friðþjófsson, markvörður HK, stóð sig vel í byrjun leiks og hafði varið 7 skot eftir 15 mínútna leik. Gestirnir í HK hrukku þá í gang og skoruðu fimm mörk í röð og allt í einu var staðan orðin 15-10 fyrir HK. Framarar köstuðu boltanum í gríð og erg frá sér og HK-ingar náðu að nýta sér mistökin. Frábær varnarleikur og markvarsla var ástæðan fyrir forystu HK-inga, en Framarar náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en staðan var 17-14 fyrir gestina þegar menn gengu til búningsherbergja. HK-ingar hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti og það var greinilegt alveg frá fyrstu mínútu að þeir voru mun ákveðnari en heimamenn. Þegar síðari hálfleikur var hálfnaður var staðan 24-19 fyrir HK. Á þessum tímapunkti gjörsamlega keyrðu HK-ingar yfir Framara og náðu fljótlega 11 marka forskoti, 23-34. Leikur Fram gjörsamlega dó í síðari hálfleik og það gekk gjörsamlega ekkert upp hjá þeim. Björn Ingi Friðþjófsson, markmaður HK, lokaði markinu og inn vildi boltinn ekki hjá Fram. Niðurstaðan var því sannfærandi útisigur hjá HK sem í leiðinni tryggði sæti sitt í undanúrslitum Íslandsmótsins. Björn Ingi Friðþjófsson, markvörður HK, var stórkostlegur en hann varði 21 skot. Ólafur Bjarki Ragnarsson var einnig frábær fyrir HK en hann skoraði 9 mörk. Magnús Stefánsson, leikmaður Fram, sýndi ágætis tilþrif á köflum en hann gerði 7 mörk fyrir Fram. HK getur með sigri í síðustu umferð haft sætaskipti við Fram og komist í þriðja sæti deildarinnar, en þá verður Fram aftur á móti að tapa fyrir deildarmeisturunum á Akureyri. Fram - HK 26-35 (14-17)Mörk Fram (skot): Magnús Stefánsson 7 (15), Jóhann Karl Reynisson 6 (6) , Einar Rafn Eiðsson 6/2 (10/3) , Jóhann Gunnar Einarsson 3 (5), Andri Berg Haraldsson 2 (4), Halldór Jóhann Sigfússon 1 (3), Róbert Aron Hostert 0 (3), Stefán Baldvin Stefánsson 0 (2), Matthías Daðason 0 (2).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 6 (21/2, 22%), Björn Viðar Björnsson 7/2 (12/2, 37%)Hraðaupphlaup: 3 ( Einar Rafn, Jóhann Karl, Andri Berg)Fiskuð víti: 3(Einar Rafn, Jóhann Karl, Andri Berg)Utan vallar: 2 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 9/2 (14/4), Bjarki Már Elísson 9/2 (13/2), Atli Ævar Ingólfsson 7 (7), Atli Karl Backmann 4 (5), Sigurjón Björnsson 2 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (3), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Hörður Másson 1 (2), Daníel Berg Grétarsson 0 (5).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 21 (25/1, 45%), Valgeir Tómasson 0 (1)Hraðaupphlaupsmörk: 9 (Bjarki Már Elísson 5, Atli Ævar 3, Sigurjón Björnsson)Fiskuð víti: 5 (Atli Karl 2, Daníel, Ólafur Bjarki og Atli Ævar)Utan vallar: 6 mínútur (Bjarki Már)
Olís-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira