Logi: Viljum fylla húsið af FH-ingum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2011 13:30 Logi Geirsson fagnar sigri í leik gegn Haukum í haust. Logi Geirsson, leikmaður FH, segir að það ríki mikil og góð stemning í Hafnarfirði fyrir leik FH og Hauka í Kaplakrika í kvöld. Logi á við meiðsli að stríða og spilar því ekki í kvöld. Hann hefur því einbeitt kröftum sínum í að skapa leiknum í kvöld öfluga umgjörð. Kaplakriki tekur þrjú þúsund áhorfendur og segir Logi að stefnt sé að því að fá FH-inga til að fylla húsið. „Við ætlum að sjá hvort að það séu ekki nógu mikið af FH-ingum í Hafnarfirði til að fylla báðar stúkurnar í húsinu,“ sagði Logi í samtali við Vísi. „Það er heilmikil dagskrá í kringum leikinn og ætlum við að mæta snemma. Ef Haukarnir koma of seint verður einfaldlega ekki pláss fyrir þá,“ sagði hann sposkur. „FH er komið í úrslitakeppni í fyrsta sinn síðan 2003 og það er allt að verða vitlaust í bænum. Það sýður á mönnum. Ég vona að FH-ingum takist að fylla Kaplakrika í fyrsta sinn. Það verður gaman að sjá hvort að það takist.“ FH varð í fimmta sæti deildarinnar í fyrra og rétt missti því af sæti í úrslitakeppninni. FH-ingar unnu sinn leik í lokaumferðinni en þar sem að Akureyri vann Hauka á sama tíma skutust þeir upp fyrir FH og komust þannig í úrslitakeppnina. „Þetta gleymist seint, það er alveg á hreinu,“ sagði Logi en FH-ingar standa nú vel að vígi í deildinni. Þeir eru í öðru sæti deildarinnar en Haukar eiga í mikilli baráttu við HK um fjórða sætið og það síðasta sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Haukar þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. „Við ætlum að vinna þennan leik í dag enda stefnum við að því að vinna alla leiki sem eftir eru,“ sagði Logi. „Það vita allir hvert FH er að stefna núna og hver okkar markmið eru.“ Það hefur einnig verið mikil togstreita á milli liðanna í aðdraganda leiksins en í síðustu viku var fáni FH tekinn niður á Kaplakrika. „Við erum ekki að kenna Haukum um það en það eru ýmsar getgátur á lofti. Kannski er verið að svara fyrir sig,“ sagði Logi og vísaði til þess þegar að merki Hauka á íþróttahúsinu á Ásvöllum brotnaði í fyrra eftir að leikmaður FH sló í það. „Það hefur verið mikill hiti í liðunum og stuðningsmönnum þeirra og ég lofa rosalegri stemningu á vellinum í kvöld.“ Olís-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Logi Geirsson, leikmaður FH, segir að það ríki mikil og góð stemning í Hafnarfirði fyrir leik FH og Hauka í Kaplakrika í kvöld. Logi á við meiðsli að stríða og spilar því ekki í kvöld. Hann hefur því einbeitt kröftum sínum í að skapa leiknum í kvöld öfluga umgjörð. Kaplakriki tekur þrjú þúsund áhorfendur og segir Logi að stefnt sé að því að fá FH-inga til að fylla húsið. „Við ætlum að sjá hvort að það séu ekki nógu mikið af FH-ingum í Hafnarfirði til að fylla báðar stúkurnar í húsinu,“ sagði Logi í samtali við Vísi. „Það er heilmikil dagskrá í kringum leikinn og ætlum við að mæta snemma. Ef Haukarnir koma of seint verður einfaldlega ekki pláss fyrir þá,“ sagði hann sposkur. „FH er komið í úrslitakeppni í fyrsta sinn síðan 2003 og það er allt að verða vitlaust í bænum. Það sýður á mönnum. Ég vona að FH-ingum takist að fylla Kaplakrika í fyrsta sinn. Það verður gaman að sjá hvort að það takist.“ FH varð í fimmta sæti deildarinnar í fyrra og rétt missti því af sæti í úrslitakeppninni. FH-ingar unnu sinn leik í lokaumferðinni en þar sem að Akureyri vann Hauka á sama tíma skutust þeir upp fyrir FH og komust þannig í úrslitakeppnina. „Þetta gleymist seint, það er alveg á hreinu,“ sagði Logi en FH-ingar standa nú vel að vígi í deildinni. Þeir eru í öðru sæti deildarinnar en Haukar eiga í mikilli baráttu við HK um fjórða sætið og það síðasta sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Haukar þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. „Við ætlum að vinna þennan leik í dag enda stefnum við að því að vinna alla leiki sem eftir eru,“ sagði Logi. „Það vita allir hvert FH er að stefna núna og hver okkar markmið eru.“ Það hefur einnig verið mikil togstreita á milli liðanna í aðdraganda leiksins en í síðustu viku var fáni FH tekinn niður á Kaplakrika. „Við erum ekki að kenna Haukum um það en það eru ýmsar getgátur á lofti. Kannski er verið að svara fyrir sig,“ sagði Logi og vísaði til þess þegar að merki Hauka á íþróttahúsinu á Ásvöllum brotnaði í fyrra eftir að leikmaður FH sló í það. „Það hefur verið mikill hiti í liðunum og stuðningsmönnum þeirra og ég lofa rosalegri stemningu á vellinum í kvöld.“
Olís-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira