Umfjöllun: Akureyri í úrslitin Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 18. apríl 2011 20:07 Bjarni Fritzson og félagar spila til úrslita. Fréttablaðið/Sævar Akureyri spilar til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir sigur á HK í frábærum leik norðan heiða í kvöld. Akureyri vann leikinn 28-25 eftir æsispennandi og skemmtilegan leik. Fyrri hálfleikur var stórskemmtilegur. Liðin voru jöfn nánast allan hálfleikinn. Báðir markmenn vörðu vel og liðin gerðu sín mistök í spennunni á Akureyri. Leikurinn var þó nokkuð vel spilaður. Atli Ævar opnaði vel fyrir Ólaf Bjarka og félaga fyrir utan í sókn HK. Liðið skoraði þó mörk í öllum regnbogans litum. Það munaði um minna að Guðlaugur Arnarsson spilaði ekki með Akureyri í kvöld. Skarð hans í vörninni er vandfyllt en þó leysti Akureyri það með ágætum. Sókn Akureyrar var nokkuð góð líka, Guðmundur Hólmar skoraði mikið framan af og liðið fékk sín hraðaupphlaup. Munaði um minna að Sveinbjörn fann sig vel lengst af. Staðan í hálfleik var 14-14. Sama spennan hélt áfram í seinni hálfleiknum. Markvarslan datt niður en að sama skapi urðu mistökin fleiri. HK leitaði mikið að Atla Ævari sem gerði mjög vel í leiknum. Akureyri komst tveimur mörkum yfir en náði ekki að hrista HK-inga af sér. Liðin skiptust á að skora allt til loka. Þegar tíu mínútur voru eftir leiddi Akureyri 23-21. Sama staða hélst þar til rúmar sjö mínútur lifðu leiks að Guðmundur Hólmar kom Akureyri í þriggja marka forystu, 24-21. Akureyri breytti einnig um vörn og tók Ólaf Bjarka nánast alveg úr leik. Fyrir vikið varð sókn HK mjög hæg og Daníel Berg og félagar áttu í erfiðleikum með að bera hana uppi. Fimm mínútum fyrir leikslok var staðan 25-22 og sókn HK í mesta basli. Ólafur Bjarki klikkaði á víti þegar Stefán Guðnason gerði sig breiðan í markinu og fjórar mínútur eftir. HK minnkaði muninn þegar tvær mínútur voru eftir, 25-23. Akureyri skoraði eftir frábærlega útfært hornkast frá Oddi á Daníel en HK minnkaði strax muninn. Ein mínúta eftir og munurinn tvö mörk. Akureyri tók leikhlé 51 sekúndu fyrir leikslok og skipulagði hvernig það ætlaði að halda boltanum. Oddur skoraði frábært mark en Daníel Berg svaraði strax. En Akureyri kláraði leikinn og Atli Hilmarsson hljóp sem óður væri um alla Höll. Vel af sér verki staðið hjá honum og Akureyri sem átti sigurinn skilinn. Oddur var frábær hjá Akureyri og Sveinbjörn góður en Ólafur bar af hjá HK. Guðmundur Hólmar var frábær fyrir Akureyri og þrátt fyrir að henda boltanum nokkrum sinnum útaf var Heimir Örn drjúgur á mikilvægum augnablikum.Akureyri - HK 28 - 25 (14-14) Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 8 (17), Bjarni Fritzson 6/2 (9), Oddur Gretarsson 5/1 (5), Daníel Einarsson 3 (3), Heimir Örn Árnason 3 (5), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1 (44) 45%, Stefán U. Guðnason 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 10 (Guðmundur 3, Hreinn 2, Heimir 2, Daníel, Oddur, Bjarni). Fiskuð víti: 3 (Bjarni, Hörður, Guðmundur). Utan vallar: 4 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 12/5 (19/6), Bjarki Már Elísson 3 (4/1), Leo Snær Pétursson 3 (6), Atli Backmann 2 (6), Sigurjón Björnsson 1 (1), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Daníel Berg Grétarsson 1 (5), Atli Ævar Ingólfsson 1 (5), Vilhelm G. Bergsveinsson 2 (8).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 11 (34) 32%), Andreas Aðalsteinsson 4 (9) 44%. Hraðaupphlaup: 1 (Bjarki). Fiskuð víti: 6 (Atli 4, Leo, Daníel). Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson. Ágætir. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Akureyri spilar til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir sigur á HK í frábærum leik norðan heiða í kvöld. Akureyri vann leikinn 28-25 eftir æsispennandi og skemmtilegan leik. Fyrri hálfleikur var stórskemmtilegur. Liðin voru jöfn nánast allan hálfleikinn. Báðir markmenn vörðu vel og liðin gerðu sín mistök í spennunni á Akureyri. Leikurinn var þó nokkuð vel spilaður. Atli Ævar opnaði vel fyrir Ólaf Bjarka og félaga fyrir utan í sókn HK. Liðið skoraði þó mörk í öllum regnbogans litum. Það munaði um minna að Guðlaugur Arnarsson spilaði ekki með Akureyri í kvöld. Skarð hans í vörninni er vandfyllt en þó leysti Akureyri það með ágætum. Sókn Akureyrar var nokkuð góð líka, Guðmundur Hólmar skoraði mikið framan af og liðið fékk sín hraðaupphlaup. Munaði um minna að Sveinbjörn fann sig vel lengst af. Staðan í hálfleik var 14-14. Sama spennan hélt áfram í seinni hálfleiknum. Markvarslan datt niður en að sama skapi urðu mistökin fleiri. HK leitaði mikið að Atla Ævari sem gerði mjög vel í leiknum. Akureyri komst tveimur mörkum yfir en náði ekki að hrista HK-inga af sér. Liðin skiptust á að skora allt til loka. Þegar tíu mínútur voru eftir leiddi Akureyri 23-21. Sama staða hélst þar til rúmar sjö mínútur lifðu leiks að Guðmundur Hólmar kom Akureyri í þriggja marka forystu, 24-21. Akureyri breytti einnig um vörn og tók Ólaf Bjarka nánast alveg úr leik. Fyrir vikið varð sókn HK mjög hæg og Daníel Berg og félagar áttu í erfiðleikum með að bera hana uppi. Fimm mínútum fyrir leikslok var staðan 25-22 og sókn HK í mesta basli. Ólafur Bjarki klikkaði á víti þegar Stefán Guðnason gerði sig breiðan í markinu og fjórar mínútur eftir. HK minnkaði muninn þegar tvær mínútur voru eftir, 25-23. Akureyri skoraði eftir frábærlega útfært hornkast frá Oddi á Daníel en HK minnkaði strax muninn. Ein mínúta eftir og munurinn tvö mörk. Akureyri tók leikhlé 51 sekúndu fyrir leikslok og skipulagði hvernig það ætlaði að halda boltanum. Oddur skoraði frábært mark en Daníel Berg svaraði strax. En Akureyri kláraði leikinn og Atli Hilmarsson hljóp sem óður væri um alla Höll. Vel af sér verki staðið hjá honum og Akureyri sem átti sigurinn skilinn. Oddur var frábær hjá Akureyri og Sveinbjörn góður en Ólafur bar af hjá HK. Guðmundur Hólmar var frábær fyrir Akureyri og þrátt fyrir að henda boltanum nokkrum sinnum útaf var Heimir Örn drjúgur á mikilvægum augnablikum.Akureyri - HK 28 - 25 (14-14) Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 8 (17), Bjarni Fritzson 6/2 (9), Oddur Gretarsson 5/1 (5), Daníel Einarsson 3 (3), Heimir Örn Árnason 3 (5), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1 (44) 45%, Stefán U. Guðnason 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 10 (Guðmundur 3, Hreinn 2, Heimir 2, Daníel, Oddur, Bjarni). Fiskuð víti: 3 (Bjarni, Hörður, Guðmundur). Utan vallar: 4 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 12/5 (19/6), Bjarki Már Elísson 3 (4/1), Leo Snær Pétursson 3 (6), Atli Backmann 2 (6), Sigurjón Björnsson 1 (1), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Daníel Berg Grétarsson 1 (5), Atli Ævar Ingólfsson 1 (5), Vilhelm G. Bergsveinsson 2 (8).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 11 (34) 32%), Andreas Aðalsteinsson 4 (9) 44%. Hraðaupphlaup: 1 (Bjarki). Fiskuð víti: 6 (Atli 4, Leo, Daníel). Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson. Ágætir.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira