Tölvupóstar geta kostað helminginn af Facebook 13. apríl 2011 09:57 Mark Zuckerberg stofnandi Facebook gæti misst helminginn af vefsíðunni í hendur fjárfestisins Paul D. Ceglia. Fjárfestirinn hefur birt opinberlega tölvupósta sem sanna helmingseignarhlut hans í Facebook. Fjallað er um málið í Jyllands Posten. Þar segir að mál þetta komi upp eftir að Zuckerberg tókst að hrista af sér kröfur þriggja samstúdenta sinna um eignarhlut í Facebook í dómsmáli sem lauk í Bandaríkjunum á mánudaginn var. Paul D. Ceglia hefur ásamt lögmönnum sínum birt tölvupóstsamskipti sín við Zuckerberg á árunum 2003 og 2004 þar sem greinilegt er að Zuckerberg veitir Ceglia 50% eignarhlut í vefsíðu sinni sem þá hét thefacebook eftir að Ceglia lánaði Zuckerberg fé til að koma vefsíðunni í gagnið. Tölvupóstarnir hafa verið birtir á vefsíðunni Business Insider. Í einum tölvupóstinum kemur fram að fyrir utan að eignast 50% hlut átti Ceglia að fá 1% í viðbót fyrir hvern dag sem útgáfu vefsíðunnar seinkaði. Þegar útgáfunni hafði seinkað um 30 daga og eignarhlutur Ceglia var kominn í 80% sendi Zuckerberg tölvupóst með beiðni um að upphaflega skiptingin, 50/50, stæði áfram. Ceglia féllst á þá beiðni í svari til Zuckerberg. Nokkrum dögum eftir að þeir tveir sammæltust um skiptinguna fór thefacebook í loftið og síðan þá hafa þeir tveir deilt um eignarhluti í henni. Facebook er metin á nær 6.000 milljarða kr. Því gæti Ceglia orðið einn af auðugustu mönnum heimsins ef dómstólar dæma honum í vil. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mark Zuckerberg stofnandi Facebook gæti misst helminginn af vefsíðunni í hendur fjárfestisins Paul D. Ceglia. Fjárfestirinn hefur birt opinberlega tölvupósta sem sanna helmingseignarhlut hans í Facebook. Fjallað er um málið í Jyllands Posten. Þar segir að mál þetta komi upp eftir að Zuckerberg tókst að hrista af sér kröfur þriggja samstúdenta sinna um eignarhlut í Facebook í dómsmáli sem lauk í Bandaríkjunum á mánudaginn var. Paul D. Ceglia hefur ásamt lögmönnum sínum birt tölvupóstsamskipti sín við Zuckerberg á árunum 2003 og 2004 þar sem greinilegt er að Zuckerberg veitir Ceglia 50% eignarhlut í vefsíðu sinni sem þá hét thefacebook eftir að Ceglia lánaði Zuckerberg fé til að koma vefsíðunni í gagnið. Tölvupóstarnir hafa verið birtir á vefsíðunni Business Insider. Í einum tölvupóstinum kemur fram að fyrir utan að eignast 50% hlut átti Ceglia að fá 1% í viðbót fyrir hvern dag sem útgáfu vefsíðunnar seinkaði. Þegar útgáfunni hafði seinkað um 30 daga og eignarhlutur Ceglia var kominn í 80% sendi Zuckerberg tölvupóst með beiðni um að upphaflega skiptingin, 50/50, stæði áfram. Ceglia féllst á þá beiðni í svari til Zuckerberg. Nokkrum dögum eftir að þeir tveir sammæltust um skiptinguna fór thefacebook í loftið og síðan þá hafa þeir tveir deilt um eignarhluti í henni. Facebook er metin á nær 6.000 milljarða kr. Því gæti Ceglia orðið einn af auðugustu mönnum heimsins ef dómstólar dæma honum í vil.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira