Masters: Charl Schwartzel sigraði á ótrúlegum lokadegi Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 10. apríl 2011 22:50 Carl Schwartzel frá Suður-Afríku fær hér græna sigurjakkann frá Phil Mickelson sem sigraði á Mastersmótinu í fyrra. AP Það er óhætt að segja að Mastersmótið 2011 fari í sögubækurnar fyrir einn mest spennandi lokahring sögunnar. Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom öllum á óvart með því að landa sigri á þessu fyrsta risamóti ársins en hann hefur aldrei sigrað á PGA-móti á ferlinum. Schwartzel endaði á 14 höggum undir pari Augusta vallarins en Norður-Írinn Rory McIlroy, sem var með fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn, missti einbeitinguna og lék afar illa þegar mesta á reyndi. McIlroy lék á 80 höggum á síðasta hringnum og gerði ótrúleg mistök á síðari 9 holunum. Ástralarnir Adam Scott og Jason Day deildu öðru sætinu á -12. Það var vel við hæfi að kylfingur frá Suður-Afríku skyldi sigra á þessu móti því 50 ár eru liðin frá því að Gary Player frá Suður-Afríku braut ísinn og fagnaði sigri á Masters - fyrstur allra kylfinga sem ekki voru bandarískir. Þessa stundina eru tveir kylfingar frá Suður-Afríku handhafar risatitils en Louis Oosthiuzen sigraði á Opna breska meistaramótinu á St. Andrews á síðasta ári. Athygli vekur að bandarískir kylfingar hafa ekki náð að sigra á síðustu fjórum risamótum. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi sigraði á opna bandaríska meistaramótinu 2010 og Martin Kaymer frá Þýskalandi sigraði á PGA meistaramótinu árið 2010, Oosthiuzen á Opna breska og nú Schwartzel á Mastersmótinu. Tiger Woods sýndi gamla takta og lék hann lokahringinn á 67 höggum eða -5. Samtals lék hann á -10 líkt og Geoff Ogilvy frá Ástralíu og Luke Donald frá Englandi. Schwartzel byrjaði lokahringinn með miklum látum en hann var í öðru sæti á -8 eftir þrjá fyrstu keppnisdagana. Hann gaf tóninn þegar han fékk fugl á fyrstu brautina þar sem hann vippaði ofaní fyrir utan flötina með því að slá með 6-járni af frekar stuttu færi. Hann gerði enn betur á þeirri 3. þar sem hann vippaði aftur ofaní fyrir utan flöt og í þetta sinn fékk hann örn. Hann tapaði höggi á næstu braut og lék síðan næstu 10 brautir á pari. Hann tók síðan við sér á fjórum síðustu holunum þar sem hann fékk fjóra fugla í röð á 15., 16., 17 og 18., og lauk hann keppni á 66 höggum í dag. Geoff Ogilvy blandaði sér í baráttuna á síðari 9 holunum þar sem hann fékk fimm fugla í röð frá 12.- 16. Ástralinn hefur einu sinni sigrað á risamóti –árið 2006 á opna bandaríska meistaramótinu. Ogilvy endaði á -10 en það dugði ekki til að þessu sinni. Tiger sýndi gamla takta á fyrri 9 holunum Tiger Woods sýndi fína takta á fyrri 9 holunum á Augusta og tók upp á því að fagna eins og hann gerði á árum áður.APTiger Woods var sjö höggum á eftir McIlroy fyrir lokahringinn og Woods sýndi snilldartilþrif á fyrri 9 holunum sem hann lék á 31 höggi eða 5 höggum undir pari. Hann var aðeins einu höggi frá því að bæta mótsmetið á fyrri 9 holunum á Mastersmótinu. Að loknum fyrri 9 holuinum hafði Tiger jafnað við Rory McIlroy frá Norður –Írlandi og Suður-Afríkumanninn Charl Schwartzel. Woods fékk fjóra fugla og einn örn á fyrri 9 holunum og var á þeim tíma á 10 höggum undir pari. Hann lék síðari 9 holurnar á pari og samtals á 67 höggum eða -5. Rory McIlroy þoldi ekki spennuna og gerði hrikaleg mistök Hér byrjuðu vandræðin hjá Rory McIlroy en teighögg hans á 10. braut fór í tré og hafnaði boltinn langt frá brautinni og nánast inn í húsi sem er ekki langt frá 10. teignum.APMcIlroy var með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn á 12 höggum undir pari samtals en hinn 21 árs gamli Norður-Íri missti einbeitinguna á 10. braut sem hann lék á þremur höggum yfir pari. Hann fjórpúttaði síðan á 12. flöt og hann spilaði sig út úr mótinu með teighögginu á 13. sem fór beint í lækinn vinstra meginn við brautina. McIlroy náði réttu spennustigi og lokahringur upp á 80 högg fer í sögubækurnar sem eitt mesta „klúður" á risamóti hjá kylfingi sem var með fjögurra högga forskot fyrir lokadag. Phil Mickelson, sem hafði titil að verja á mótinu, lék lokahringinn á 74 höggum og var hann samtals á 1 höggi undir pari vallar.Lokastaðan á Mastersmótinu 2011, kylfingarnir eru bandarískir nema annað sér tekið fram:274 (-14) Charl Schwartzel (Suður-Afríka) 69 71 68 66276 (-12) Adam Scott (Ástralía) 72 70 67 67, Jason Day (Ástralía) 72 64 72 68278 (-10) Tiger Woods 71 66 74 67, Luke Donald (England) 72 68 69 69, Geoff Ogilvy (Ástrlía) 69 69 73 67279 (-9) Angel Cabrera (Argentína) 71 70 67 71280 (-7) Bo Van Pelt 73 69 68 70282 Ryan Palmer 71 72 69 70 283 Steve Stricker 72 70 71 70, Justin Rose (England) 73 71 71 68, Edoardo Molinari (Ítalía) 74 70 69 70, Lee Westwood (England) 72 67 74 70284 Ross Fisher (England) 69 71 71 73, Trevor Immelman (Suður-Afríka) 69 73 73 69, Brandt Snedeker 69 71 74 70, Fred Couples 71 68 72 73, Rory McIlroy (Norður-Írland) 65 69 70 80285 Ricky Barnes 68 71 75 71, Ryo Ishikawa (Japan) 71 71 73 70, Martin Laird (Skotland) 74 69 69 73, Y.E. Yang (Suður-Kórea) 67 72 73 73286 Jim Furyk 72 68 74 72, David Toms 72 69 73 72, Gary Woodland 69 73 74 70287 Phil Mickelson 70 72 71 74, Robert Karlsson (Svíþjóð) 72 70 74 71, Hideki Matsuyama (Japan) 72 73 68 74, Charley Hoffman 74 69 72 72, Miguel Angel Jimenez (Spánn) 71 73 70 73, Ian Poulter (England) 74 69 71 73, Matt Kuchar 68 75 69 75, Alvaro Quiros (Spánn) 65 73 75 74288 Sergio Garcia (Spánn) 69 71 75 73, Ryan Moore 70 73 72 73, Alex Cejka (Þýskaland) 72 71 75 70289 Dustin Johnson 74 68 73 74, Paul Casey (England) 70 72 76 71, Bubba Watson 73 71 67 78, Rickie Fowler 70 69 76 74290 Steve Marino 74 71 72 73, Bill Haas 74 70 74 72291 Jeff Overton 73 72 72 74, Kyung-Tae Kim (Suður-Kórea) 70 75 78 68292 Nick Watney 72 72 75 73293 Aaron Baddeley (Ástralía) 75 70 74 74, Ernie Els (Suður-Afríka) 75 70 76 72294 Camilo Villegas (Kolumbía) 70 75 73 76 Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að Mastersmótið 2011 fari í sögubækurnar fyrir einn mest spennandi lokahring sögunnar. Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom öllum á óvart með því að landa sigri á þessu fyrsta risamóti ársins en hann hefur aldrei sigrað á PGA-móti á ferlinum. Schwartzel endaði á 14 höggum undir pari Augusta vallarins en Norður-Írinn Rory McIlroy, sem var með fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn, missti einbeitinguna og lék afar illa þegar mesta á reyndi. McIlroy lék á 80 höggum á síðasta hringnum og gerði ótrúleg mistök á síðari 9 holunum. Ástralarnir Adam Scott og Jason Day deildu öðru sætinu á -12. Það var vel við hæfi að kylfingur frá Suður-Afríku skyldi sigra á þessu móti því 50 ár eru liðin frá því að Gary Player frá Suður-Afríku braut ísinn og fagnaði sigri á Masters - fyrstur allra kylfinga sem ekki voru bandarískir. Þessa stundina eru tveir kylfingar frá Suður-Afríku handhafar risatitils en Louis Oosthiuzen sigraði á Opna breska meistaramótinu á St. Andrews á síðasta ári. Athygli vekur að bandarískir kylfingar hafa ekki náð að sigra á síðustu fjórum risamótum. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi sigraði á opna bandaríska meistaramótinu 2010 og Martin Kaymer frá Þýskalandi sigraði á PGA meistaramótinu árið 2010, Oosthiuzen á Opna breska og nú Schwartzel á Mastersmótinu. Tiger Woods sýndi gamla takta og lék hann lokahringinn á 67 höggum eða -5. Samtals lék hann á -10 líkt og Geoff Ogilvy frá Ástralíu og Luke Donald frá Englandi. Schwartzel byrjaði lokahringinn með miklum látum en hann var í öðru sæti á -8 eftir þrjá fyrstu keppnisdagana. Hann gaf tóninn þegar han fékk fugl á fyrstu brautina þar sem hann vippaði ofaní fyrir utan flötina með því að slá með 6-járni af frekar stuttu færi. Hann gerði enn betur á þeirri 3. þar sem hann vippaði aftur ofaní fyrir utan flöt og í þetta sinn fékk hann örn. Hann tapaði höggi á næstu braut og lék síðan næstu 10 brautir á pari. Hann tók síðan við sér á fjórum síðustu holunum þar sem hann fékk fjóra fugla í röð á 15., 16., 17 og 18., og lauk hann keppni á 66 höggum í dag. Geoff Ogilvy blandaði sér í baráttuna á síðari 9 holunum þar sem hann fékk fimm fugla í röð frá 12.- 16. Ástralinn hefur einu sinni sigrað á risamóti –árið 2006 á opna bandaríska meistaramótinu. Ogilvy endaði á -10 en það dugði ekki til að þessu sinni. Tiger sýndi gamla takta á fyrri 9 holunum Tiger Woods sýndi fína takta á fyrri 9 holunum á Augusta og tók upp á því að fagna eins og hann gerði á árum áður.APTiger Woods var sjö höggum á eftir McIlroy fyrir lokahringinn og Woods sýndi snilldartilþrif á fyrri 9 holunum sem hann lék á 31 höggi eða 5 höggum undir pari. Hann var aðeins einu höggi frá því að bæta mótsmetið á fyrri 9 holunum á Mastersmótinu. Að loknum fyrri 9 holuinum hafði Tiger jafnað við Rory McIlroy frá Norður –Írlandi og Suður-Afríkumanninn Charl Schwartzel. Woods fékk fjóra fugla og einn örn á fyrri 9 holunum og var á þeim tíma á 10 höggum undir pari. Hann lék síðari 9 holurnar á pari og samtals á 67 höggum eða -5. Rory McIlroy þoldi ekki spennuna og gerði hrikaleg mistök Hér byrjuðu vandræðin hjá Rory McIlroy en teighögg hans á 10. braut fór í tré og hafnaði boltinn langt frá brautinni og nánast inn í húsi sem er ekki langt frá 10. teignum.APMcIlroy var með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn á 12 höggum undir pari samtals en hinn 21 árs gamli Norður-Íri missti einbeitinguna á 10. braut sem hann lék á þremur höggum yfir pari. Hann fjórpúttaði síðan á 12. flöt og hann spilaði sig út úr mótinu með teighögginu á 13. sem fór beint í lækinn vinstra meginn við brautina. McIlroy náði réttu spennustigi og lokahringur upp á 80 högg fer í sögubækurnar sem eitt mesta „klúður" á risamóti hjá kylfingi sem var með fjögurra högga forskot fyrir lokadag. Phil Mickelson, sem hafði titil að verja á mótinu, lék lokahringinn á 74 höggum og var hann samtals á 1 höggi undir pari vallar.Lokastaðan á Mastersmótinu 2011, kylfingarnir eru bandarískir nema annað sér tekið fram:274 (-14) Charl Schwartzel (Suður-Afríka) 69 71 68 66276 (-12) Adam Scott (Ástralía) 72 70 67 67, Jason Day (Ástralía) 72 64 72 68278 (-10) Tiger Woods 71 66 74 67, Luke Donald (England) 72 68 69 69, Geoff Ogilvy (Ástrlía) 69 69 73 67279 (-9) Angel Cabrera (Argentína) 71 70 67 71280 (-7) Bo Van Pelt 73 69 68 70282 Ryan Palmer 71 72 69 70 283 Steve Stricker 72 70 71 70, Justin Rose (England) 73 71 71 68, Edoardo Molinari (Ítalía) 74 70 69 70, Lee Westwood (England) 72 67 74 70284 Ross Fisher (England) 69 71 71 73, Trevor Immelman (Suður-Afríka) 69 73 73 69, Brandt Snedeker 69 71 74 70, Fred Couples 71 68 72 73, Rory McIlroy (Norður-Írland) 65 69 70 80285 Ricky Barnes 68 71 75 71, Ryo Ishikawa (Japan) 71 71 73 70, Martin Laird (Skotland) 74 69 69 73, Y.E. Yang (Suður-Kórea) 67 72 73 73286 Jim Furyk 72 68 74 72, David Toms 72 69 73 72, Gary Woodland 69 73 74 70287 Phil Mickelson 70 72 71 74, Robert Karlsson (Svíþjóð) 72 70 74 71, Hideki Matsuyama (Japan) 72 73 68 74, Charley Hoffman 74 69 72 72, Miguel Angel Jimenez (Spánn) 71 73 70 73, Ian Poulter (England) 74 69 71 73, Matt Kuchar 68 75 69 75, Alvaro Quiros (Spánn) 65 73 75 74288 Sergio Garcia (Spánn) 69 71 75 73, Ryan Moore 70 73 72 73, Alex Cejka (Þýskaland) 72 71 75 70289 Dustin Johnson 74 68 73 74, Paul Casey (England) 70 72 76 71, Bubba Watson 73 71 67 78, Rickie Fowler 70 69 76 74290 Steve Marino 74 71 72 73, Bill Haas 74 70 74 72291 Jeff Overton 73 72 72 74, Kyung-Tae Kim (Suður-Kórea) 70 75 78 68292 Nick Watney 72 72 75 73293 Aaron Baddeley (Ástralía) 75 70 74 74, Ernie Els (Suður-Afríka) 75 70 76 72294 Camilo Villegas (Kolumbía) 70 75 73 76
Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira