Jákvætt gengi hjá Force India 3. maí 2011 14:32 Adrian Sutil ásamt starfsmönnum Force India í tímatökunni í Sjanghæ í Kína. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Force India Formúlu 1 liðið, sem er í eigu Vijay Mallay frá Indland mun njóta þess heiðurs að keppa í fyrsta mótinu í Indlandi í lok október, en um næstu helgi mætir liðið með bíla sína til Tyrklands. Þjóðverjinn Adrian Sutil og nýliðinn skoski Paul di Resta munu þá takast á við Istanbúl Park brautina, eftir þriggja vikna hlé frá kappaksturskeppni. „Mér finnst eins og það séu ár og aldir síðan keppt var, en það var gott að fá stutt hlé. Til hugleiða byrjun tímabilsins og skoða tölvugögn og slaka aðeins á. Að mörgu leyti gengu fyrstu þrjú mótin betur en búist var við", sagði Sutil, sem hefur verið hjá liðinu í nokkur ár, en di Resta er að keppa í Formúlu 1 í fyrsta skipti á þessu ári. Hann varð meistari í DTM mótaröðinni í fyrra með Mercedes, en sú mótaröð fer að mestu fram í Þýskalandi. Sutil segir að lið hans hafi þegar náð í stig í mótum og verið nærri þeim tíu efstu í fyrstu þremur mótunum. „Ég tel að við höfum gert vel sem lið og erum með nokkuð traustan bíl. Nú er málið að þróa bílinn og endurbæturnar sem við fáum eru áhugaverðar, þannig að ég er spenntur að sjá útkomuna. Ég hlakka til að keppa í Istanbúl og finnst gaman að koma þangað. Brautin er skemmtileg, ekin upp og niður, langir beinir kaflar og hægt að fara framúr. Beygja átta er mjög sérstök, frábær beygja til að upplifa í Formúlu 1 bíl vegna miðflóttaflsins. Ég held við verðum nokkuð samkeppnisfærir og markmiðið er enn á ný að ná í stig", sagði Sutil. Di Resta hefur aldrei ekið á Istanbúl Park brautinni, en hefur þó ekið hana í ökuhermi. „Tímabilið hefur gengið nokkuð vel til þessa og mjög jákvætt frá sjónarhóli liðsins. Við þurfum að auka hraðann, en höfum hámarkað styrkleika okkar. Skiljum bílinn betur núna og höfum tekið framförum frá vetraræfingunum", sagði di Resta og kvað gott að hafa fengið frí til að hlaða eigin batterí. „Það verður nýtt fyrir mig að keppa í Istanbúl, þar sem ég ók ekki á föstudagsæfingum í fyrra og hef aldrei ekið brautina", sagði di Resta, en hann var þróunarökumaður og varaökumaður Force India í fyrra. „Það eina sem ég get stuðst við er akstur í ökuhermi, sem hluti af undirbúningi fyrir mótið. Beygja átta verður erfið, en aðrar beygjur eru jafn mikilvægar til að ná góðum aksturstíma. Það hjálpar að keyra í ökuhermi og liðið hefur veitt mér allar mögulegar upplýsingar", sagði di Resta. Formúla Íþróttir Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Force India Formúlu 1 liðið, sem er í eigu Vijay Mallay frá Indland mun njóta þess heiðurs að keppa í fyrsta mótinu í Indlandi í lok október, en um næstu helgi mætir liðið með bíla sína til Tyrklands. Þjóðverjinn Adrian Sutil og nýliðinn skoski Paul di Resta munu þá takast á við Istanbúl Park brautina, eftir þriggja vikna hlé frá kappaksturskeppni. „Mér finnst eins og það séu ár og aldir síðan keppt var, en það var gott að fá stutt hlé. Til hugleiða byrjun tímabilsins og skoða tölvugögn og slaka aðeins á. Að mörgu leyti gengu fyrstu þrjú mótin betur en búist var við", sagði Sutil, sem hefur verið hjá liðinu í nokkur ár, en di Resta er að keppa í Formúlu 1 í fyrsta skipti á þessu ári. Hann varð meistari í DTM mótaröðinni í fyrra með Mercedes, en sú mótaröð fer að mestu fram í Þýskalandi. Sutil segir að lið hans hafi þegar náð í stig í mótum og verið nærri þeim tíu efstu í fyrstu þremur mótunum. „Ég tel að við höfum gert vel sem lið og erum með nokkuð traustan bíl. Nú er málið að þróa bílinn og endurbæturnar sem við fáum eru áhugaverðar, þannig að ég er spenntur að sjá útkomuna. Ég hlakka til að keppa í Istanbúl og finnst gaman að koma þangað. Brautin er skemmtileg, ekin upp og niður, langir beinir kaflar og hægt að fara framúr. Beygja átta er mjög sérstök, frábær beygja til að upplifa í Formúlu 1 bíl vegna miðflóttaflsins. Ég held við verðum nokkuð samkeppnisfærir og markmiðið er enn á ný að ná í stig", sagði Sutil. Di Resta hefur aldrei ekið á Istanbúl Park brautinni, en hefur þó ekið hana í ökuhermi. „Tímabilið hefur gengið nokkuð vel til þessa og mjög jákvætt frá sjónarhóli liðsins. Við þurfum að auka hraðann, en höfum hámarkað styrkleika okkar. Skiljum bílinn betur núna og höfum tekið framförum frá vetraræfingunum", sagði di Resta og kvað gott að hafa fengið frí til að hlaða eigin batterí. „Það verður nýtt fyrir mig að keppa í Istanbúl, þar sem ég ók ekki á föstudagsæfingum í fyrra og hef aldrei ekið brautina", sagði di Resta, en hann var þróunarökumaður og varaökumaður Force India í fyrra. „Það eina sem ég get stuðst við er akstur í ökuhermi, sem hluti af undirbúningi fyrir mótið. Beygja átta verður erfið, en aðrar beygjur eru jafn mikilvægar til að ná góðum aksturstíma. Það hjálpar að keyra í ökuhermi og liðið hefur veitt mér allar mögulegar upplýsingar", sagði di Resta.
Formúla Íþróttir Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira