Liuzzi: Markmiðið að minnka bilið í forystubílanna 3. maí 2011 13:35 Viantonio LIuzzi á Hispania bílnum í Kína á dögunum. Mynd: Getty Images/Clive Mason Ítalinn Viantonio Liuzzi hjá Formúlu 1 liði Hispania segir að lið sitt gæti komið á óvart í kappakstrinum í Tyrklandi um næstu helgi, en þá keppir hann ásamt liðsfélaga sínum Narain Karthikeyan frá Indlandi á Istanbúl Park brautinni. „Istanbúl Park er tæknileg braut og ég nýt mín vel á henni. Ég man að árið 2006 komst ég úr 16. sæti í það sjötta með góðri ræsingu, en gat ekki fylgt því eftir, vegna bilunnar í drifbúnaði", sagði Liuzzi í fréttatilkynninu frá Hispania. Liuzzi og Karthikeyan eru að keppa á fyrsta ári með Hispania liðinu, sem byrjaði að keppa í fyrra í Formúlu 1. Liuzzi var með Force India liðinu í fyrra, en Kathikeyan hefur verið fjarri góðu gamni í mörg ár. „Ég býst við líflegu móti og mikið af framúrakstri. Beygja átta er engu annarri lík og er sérlega erfið ef þú ert á bíl með lítið niðurtog. Þá er auðvelt að missa afturendann út og út spýtast úr aksturslínunni. Við ættum að standa betur að vígi en áður, í Tyrklandi, vegna nýrra hluta sem verða í bílnum. Hver mínúta í akstri á brautinni mun skipta okkur máli", sagði Liuzzi, en Hispania liðið náði ekki að mæta á vetraræfingar keppnisliða fyrir tímabilið. „Markmið okkar í Tyrklandi er að staðfesta að nýjungarnar í bílnum virki og að minnka bilið í forystbílanna. Ef allt gengur samkvæmt áætlun, þá gætum við komið mörgu fólki á óvart. Með því að minnka bilið í önnur lið og sýna að við tökum þessu af alvöru", sagði Liuzzi. Karthikeyan hefur aðeins einu sinni ekið á Istanbúl Park brautinni. Það var árið 2005 með Jordan og þá gekk hvorki né rak vegna bilunnar í bílnum hans. „Ég á ekki góðar minningar um mótið, en minningarnar um Tyrkland sem slíkt eru frábærar. Fólkið er vingjarnlegt og maturinn stórkostlegur", sagði Karthikeyan. „Ég vonast til að halda áfram á sama hátt og í Sjanghæ, að komast á leiðarenda. Safna þannig mikilvægum upplýsingum og færast nær því að fullnýta möguleikanna sem búa í F111 bílnum. Við erum á réttri leið, eftir fyrsta mótið okkar í Malasíu. Ég er viss að endurbætur á bílnum sem verða til staðar í Tyrklandi mun þoka okkur skrefi nær þeim liðum sem eru rétt á undan okkur", sagði Karthikeyan. Formúla Íþróttir Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Ítalinn Viantonio Liuzzi hjá Formúlu 1 liði Hispania segir að lið sitt gæti komið á óvart í kappakstrinum í Tyrklandi um næstu helgi, en þá keppir hann ásamt liðsfélaga sínum Narain Karthikeyan frá Indlandi á Istanbúl Park brautinni. „Istanbúl Park er tæknileg braut og ég nýt mín vel á henni. Ég man að árið 2006 komst ég úr 16. sæti í það sjötta með góðri ræsingu, en gat ekki fylgt því eftir, vegna bilunnar í drifbúnaði", sagði Liuzzi í fréttatilkynninu frá Hispania. Liuzzi og Karthikeyan eru að keppa á fyrsta ári með Hispania liðinu, sem byrjaði að keppa í fyrra í Formúlu 1. Liuzzi var með Force India liðinu í fyrra, en Kathikeyan hefur verið fjarri góðu gamni í mörg ár. „Ég býst við líflegu móti og mikið af framúrakstri. Beygja átta er engu annarri lík og er sérlega erfið ef þú ert á bíl með lítið niðurtog. Þá er auðvelt að missa afturendann út og út spýtast úr aksturslínunni. Við ættum að standa betur að vígi en áður, í Tyrklandi, vegna nýrra hluta sem verða í bílnum. Hver mínúta í akstri á brautinni mun skipta okkur máli", sagði Liuzzi, en Hispania liðið náði ekki að mæta á vetraræfingar keppnisliða fyrir tímabilið. „Markmið okkar í Tyrklandi er að staðfesta að nýjungarnar í bílnum virki og að minnka bilið í forystbílanna. Ef allt gengur samkvæmt áætlun, þá gætum við komið mörgu fólki á óvart. Með því að minnka bilið í önnur lið og sýna að við tökum þessu af alvöru", sagði Liuzzi. Karthikeyan hefur aðeins einu sinni ekið á Istanbúl Park brautinni. Það var árið 2005 með Jordan og þá gekk hvorki né rak vegna bilunnar í bílnum hans. „Ég á ekki góðar minningar um mótið, en minningarnar um Tyrkland sem slíkt eru frábærar. Fólkið er vingjarnlegt og maturinn stórkostlegur", sagði Karthikeyan. „Ég vonast til að halda áfram á sama hátt og í Sjanghæ, að komast á leiðarenda. Safna þannig mikilvægum upplýsingum og færast nær því að fullnýta möguleikanna sem búa í F111 bílnum. Við erum á réttri leið, eftir fyrsta mótið okkar í Malasíu. Ég er viss að endurbætur á bílnum sem verða til staðar í Tyrklandi mun þoka okkur skrefi nær þeim liðum sem eru rétt á undan okkur", sagði Karthikeyan.
Formúla Íþróttir Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira