Vettel: Minnstu mistök dýrkeypt 23. maí 2011 16:15 Sebastian Vettel með verðlaunagripinn eftir sigur í Formúlu 1 mótinu á Spáni í gær. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu er búinn að vinna fjögur mót á árinu og næsta viðfangsefni hans er keppnin í Mónakó um næstu helgi. Þar mætir hann ásamt liðsfélaganum Mark Webber, sem vann keppnina í Mónakó í fyrra. Vettel vann mótið á Katalóníu brautinni á Spáni í gær, eftir hörkueppni við Lewis Hamilton hjá McLaren. Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 118 stig, Hamilton er með 77, Webber 77, Jenson Button 67 og Fernando Alonso 51. „Það er óvenjulegt að keyra Formúlu 1 bíl í Mónakó. Brautin er einstök og einstakt verkefni fyrir ökumann. Maður verður að keyra eins stíft og á venjulegri braut, en minnstu mistök geta verið dýrkeypt", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull um næsta verkefni sitt í Formúlu 1, en hann æfir á Mónakó brautinni ásamt keppinautum sínum á fimmtudaginn. Brautin er afmörkuð á götum Mónakó og lokuð almennri umferð á meðan hún er í notkum fyrir Formúlu 1. „Það er mikilvægt að ná góðum stað á ráslínu og það getur ráðið úrslitum, þar sem það hefur verið mjög erfitt að fara framúr. Þetta er einn af hápunktum ársins. Við náðum góðum árangri í fyrra og ég vona að við verðum sterkir á ný", sagði Vettel, sem gat þess líka að vandasamt væri að keyra í tímatökum. Brautin er þröng og þegar margir keppnisbílar keyra hana í einu, getur verið erfitt að hitta á rétta tímasetningu fyrir hraðann hring, án þess að keppinautar séu í veginum. Webber telur að keppnisáætlanir gæti orðið flóknar í Mónakó í ár, vegna nýju Pirelli dekkjanna, sem slitna hraðar og öðruvísi en Bridgestone dekkin sem voru notuð í fyrra. „Við vitum að þetta er ein virtasta keppni ársins. Það eru mörg spurningarmerki varðandi mótið á þessu ári varðandi hvernig dekkin koma til með að virka og keppnisáætlunin gæti orðið sú flóknasta á árinu", sagði Webber. „Mér hefur alltaf gengið þokkalega og margar af mínu bestu minningum í kappakstri eru þaðan. Þetta er braut sem reynir á, sem krefst ótrúlegrar einbeitingar og ró ökumanns alla mótshelgina, alveg frá æfingum á fimmtudag. Strandlengjan er er stórbrotinn og klettarnir eru ótrúlegur bakgrunnur einnar þekktustu brautar heims. Brautin er engri lík", sagði Webber. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu er búinn að vinna fjögur mót á árinu og næsta viðfangsefni hans er keppnin í Mónakó um næstu helgi. Þar mætir hann ásamt liðsfélaganum Mark Webber, sem vann keppnina í Mónakó í fyrra. Vettel vann mótið á Katalóníu brautinni á Spáni í gær, eftir hörkueppni við Lewis Hamilton hjá McLaren. Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 118 stig, Hamilton er með 77, Webber 77, Jenson Button 67 og Fernando Alonso 51. „Það er óvenjulegt að keyra Formúlu 1 bíl í Mónakó. Brautin er einstök og einstakt verkefni fyrir ökumann. Maður verður að keyra eins stíft og á venjulegri braut, en minnstu mistök geta verið dýrkeypt", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull um næsta verkefni sitt í Formúlu 1, en hann æfir á Mónakó brautinni ásamt keppinautum sínum á fimmtudaginn. Brautin er afmörkuð á götum Mónakó og lokuð almennri umferð á meðan hún er í notkum fyrir Formúlu 1. „Það er mikilvægt að ná góðum stað á ráslínu og það getur ráðið úrslitum, þar sem það hefur verið mjög erfitt að fara framúr. Þetta er einn af hápunktum ársins. Við náðum góðum árangri í fyrra og ég vona að við verðum sterkir á ný", sagði Vettel, sem gat þess líka að vandasamt væri að keyra í tímatökum. Brautin er þröng og þegar margir keppnisbílar keyra hana í einu, getur verið erfitt að hitta á rétta tímasetningu fyrir hraðann hring, án þess að keppinautar séu í veginum. Webber telur að keppnisáætlanir gæti orðið flóknar í Mónakó í ár, vegna nýju Pirelli dekkjanna, sem slitna hraðar og öðruvísi en Bridgestone dekkin sem voru notuð í fyrra. „Við vitum að þetta er ein virtasta keppni ársins. Það eru mörg spurningarmerki varðandi mótið á þessu ári varðandi hvernig dekkin koma til með að virka og keppnisáætlunin gæti orðið sú flóknasta á árinu", sagði Webber. „Mér hefur alltaf gengið þokkalega og margar af mínu bestu minningum í kappakstri eru þaðan. Þetta er braut sem reynir á, sem krefst ótrúlegrar einbeitingar og ró ökumanns alla mótshelgina, alveg frá æfingum á fimmtudag. Strandlengjan er er stórbrotinn og klettarnir eru ótrúlegur bakgrunnur einnar þekktustu brautar heims. Brautin er engri lík", sagði Webber.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira