Tiger Woods verður ekki með á opna breska Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 5. júlí 2011 17:30 Tiger Woods hefur ákveðið að taka ekki þátt á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Royal St. George's vellinum í næstu viku. AP Tiger Woods hefur ákveðið að taka ekki þátt á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Royal St. George's vellinum í næstu viku. Bandaríski kylfingurinn hefur ekkert keppt að undanförnu vegna meiðsla og í dag gaf hann það út að hann yrði ekki með á stórmótinu. Woods tók þessa ákvörðun í samráði við lækna sem ráðlögðu honum að ná sér að fullu eftir meiðsli í hásin og hné. Woods hefur varla slegið golfhögg í tvo mánuði eða frá því hann hætti keppni á Players meistaramótinu eftir 9 holur á fyrsta keppnisdegi vegna meiðsla. Brendan Jones grætur ekki fjarveru Woods þar sem hann fær keppnisréttinn í hans stað. Bandaríski kylfingurinn hefur ákveðið að mæta ekki til leiks í keppni fyrr en hann hefur náð sér að fullu. Þetta er annað stórmótið á þessu ári sem Woods missir. Hann lék á Mastersmótinu sem er fyrsta stórmótið á hverju ári en hann var ekki með á opna bandaríska meistaramótinu sem Rory McIlroy frá Norður-Írlandi vann. Fjórða og síðasta stórmót ársins er PGA meistaramótið en það fer fram 11.-14. ágúst í Atlanta. Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods hefur ákveðið að taka ekki þátt á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Royal St. George's vellinum í næstu viku. Bandaríski kylfingurinn hefur ekkert keppt að undanförnu vegna meiðsla og í dag gaf hann það út að hann yrði ekki með á stórmótinu. Woods tók þessa ákvörðun í samráði við lækna sem ráðlögðu honum að ná sér að fullu eftir meiðsli í hásin og hné. Woods hefur varla slegið golfhögg í tvo mánuði eða frá því hann hætti keppni á Players meistaramótinu eftir 9 holur á fyrsta keppnisdegi vegna meiðsla. Brendan Jones grætur ekki fjarveru Woods þar sem hann fær keppnisréttinn í hans stað. Bandaríski kylfingurinn hefur ákveðið að mæta ekki til leiks í keppni fyrr en hann hefur náð sér að fullu. Þetta er annað stórmótið á þessu ári sem Woods missir. Hann lék á Mastersmótinu sem er fyrsta stórmótið á hverju ári en hann var ekki með á opna bandaríska meistaramótinu sem Rory McIlroy frá Norður-Írlandi vann. Fjórða og síðasta stórmót ársins er PGA meistaramótið en það fer fram 11.-14. ágúst í Atlanta.
Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira