Schmeichel betri í markinu en á markaðinum 19. júlí 2011 10:51 Hinn þekkti danski markmaður Peter Schmeichel þénaði milljarða á ferli sínum, einkum hjá enska félaginu Manchester United. Þeir milljarðar eru að stórum hluta að gufa upp því fjárfestingar markmannsins hafa gengið einstaklega illa í gegnum tíðina. Schmeichel reyndist mun betri í markinu en á markaðinum. Fjallað er um málið í Ekstra Bladet. Þar segir að talið sé að Schmeichel hafi þénað vel yfir 3 milljarða kr. þau 16 ár sem hann lék sem atvinnumaður í fótbolta. Eignarhaldsfélög hans hafa hinsvegar tapað miklu fé á síðustu árum. Þannig er GD Holding Aps í yfir 200 milljóna kr. mínus eftir misheppnaðar fjárfestingar. Annað eignarhaldsfélag markmannsins fyrrverandi, GD Procon Aps, sýndi methagnað árið 2008 en síðan hefur hallað undan fæti og skuldar félagið nú nær 100 milljónir kr. Þá fékk Schmeichel töluverðan skell þegar Roskilde bankinn fór á hausinn. Með þroti bankans tapaði Schmeichel hlut sínum í golfvellinum Ledreborg Palace í Lejre. Þá er ótalið að á árunum 1999 til 2002 átti Schmeichel fótboltaliðið Hvidovre Boldklub og er talið að eignarhaldið á liðinu hafi kostað hann a.m.k. rúmlega 300 milljónir kr. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hinn þekkti danski markmaður Peter Schmeichel þénaði milljarða á ferli sínum, einkum hjá enska félaginu Manchester United. Þeir milljarðar eru að stórum hluta að gufa upp því fjárfestingar markmannsins hafa gengið einstaklega illa í gegnum tíðina. Schmeichel reyndist mun betri í markinu en á markaðinum. Fjallað er um málið í Ekstra Bladet. Þar segir að talið sé að Schmeichel hafi þénað vel yfir 3 milljarða kr. þau 16 ár sem hann lék sem atvinnumaður í fótbolta. Eignarhaldsfélög hans hafa hinsvegar tapað miklu fé á síðustu árum. Þannig er GD Holding Aps í yfir 200 milljóna kr. mínus eftir misheppnaðar fjárfestingar. Annað eignarhaldsfélag markmannsins fyrrverandi, GD Procon Aps, sýndi methagnað árið 2008 en síðan hefur hallað undan fæti og skuldar félagið nú nær 100 milljónir kr. Þá fékk Schmeichel töluverðan skell þegar Roskilde bankinn fór á hausinn. Með þroti bankans tapaði Schmeichel hlut sínum í golfvellinum Ledreborg Palace í Lejre. Þá er ótalið að á árunum 1999 til 2002 átti Schmeichel fótboltaliðið Hvidovre Boldklub og er talið að eignarhaldið á liðinu hafi kostað hann a.m.k. rúmlega 300 milljónir kr.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira