Tólf ára strákur fór hölu í höggi í Eyjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2011 17:45 Draumahöggsfeðgarnir Sigurjón og Daníel Mynd/Eyjafrettir.is Daníel Ingi Sigurjónsson fór holu í höggi á golfvellinum í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Daníel sem er aðeins tólf ára gamall náði draumahögginu á 12. braut vallarins, par 3 holu. Á fréttasíðunni Eyjafrettir.is kemur fram að Daníel Ingi sé líklega yngsti kylfingurinn til þess að fara holu í höggi í Eyjum. Nánar er fjallað um afrekið á Eyjafrettir.is. Fram kemur að Sigurjón faðir Daníels hafi sjálfur farið holu í höggi en það gerði hann einmitt á sömu braut og sonur hans. Það er ekki einsdæmi að svo ungir kylfingar nái draumahögginu á Íslandi. Síðastliðið sumar fór hinn tíu ára gamli Kristófer Daði Kárason holu í höggi á meistaramóti GO. Sumarið 2008 gerði hinn 10 ára gamli Helgi Snær Björgvinsson slíkt hið sama á golfvelli Keilis. Í samtali Vísis við Einherjaklúbbinn, félag þeirra sem ná draumahögginu, fengust þær upplýsingar að um 100 manns fara holu í höggi á ári hverju hér á landi. Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Daníel Ingi Sigurjónsson fór holu í höggi á golfvellinum í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Daníel sem er aðeins tólf ára gamall náði draumahögginu á 12. braut vallarins, par 3 holu. Á fréttasíðunni Eyjafrettir.is kemur fram að Daníel Ingi sé líklega yngsti kylfingurinn til þess að fara holu í höggi í Eyjum. Nánar er fjallað um afrekið á Eyjafrettir.is. Fram kemur að Sigurjón faðir Daníels hafi sjálfur farið holu í höggi en það gerði hann einmitt á sömu braut og sonur hans. Það er ekki einsdæmi að svo ungir kylfingar nái draumahögginu á Íslandi. Síðastliðið sumar fór hinn tíu ára gamli Kristófer Daði Kárason holu í höggi á meistaramóti GO. Sumarið 2008 gerði hinn 10 ára gamli Helgi Snær Björgvinsson slíkt hið sama á golfvelli Keilis. Í samtali Vísis við Einherjaklúbbinn, félag þeirra sem ná draumahögginu, fengust þær upplýsingar að um 100 manns fara holu í höggi á ári hverju hér á landi.
Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira