Rory McIlroy verður með Els og Fowler í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana 12. júlí 2011 10:00 Rory McIlroy sigraði með yfirburðum á opna bandaríska meistaramótinu. AFP Opna breska meistaramótið í golfi hefst á fimmtudaginn á Royal St. George‘s vellinum og er þetta í 140. sinn sem mótið fer fram. Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku hefur titil að verja en hann sigraði með nokkrum yfirburðum í fyrra á St. Andrews. Að venju verða margir spennandi ráshópar fyrstu tvo keppnisdagana og Norður-Írinn Rory McIlroy vekur mesta athygli allra keppenda. Rory McIlroy verður í ráshóp með hinum þaulreynda Suður-Afríkumanni Ernie Els fyrstu tvo keppnisdagana og bandaríska ungstirnið Ricky Fowler verður með þeim í ráshóp. Þeir fara af stað kl. 8.09 að íslenskum tíma á fimmtudagsmorgun. Efsti maður heimslistans, Luke Donald frá Englandi, er í næsta ráshóp þar á eftir kl. 9.20 en Japaninn Ryo Ishikawa og Spánverjinn Sergio Garcia verða með Donald fyrstu tvo keppnisdagana. Eftir hádegi á fimmtudag hefur Lee Westwood frá Englandi leik kl. 13.10 að íslenskum tíma en með honum verða þeir Steve Stricker frá Bandaríkjunum og Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem sigraði á Mastersmótinu í vor. Oosthuizen hefur titilvörnina kl. 13.21 að íslenskum tíma og er hann með Martin Kaymer frá Þýskalandi og Bandaríkjamanninum Phil Mickelson í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana. Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Opna breska meistaramótið í golfi hefst á fimmtudaginn á Royal St. George‘s vellinum og er þetta í 140. sinn sem mótið fer fram. Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku hefur titil að verja en hann sigraði með nokkrum yfirburðum í fyrra á St. Andrews. Að venju verða margir spennandi ráshópar fyrstu tvo keppnisdagana og Norður-Írinn Rory McIlroy vekur mesta athygli allra keppenda. Rory McIlroy verður í ráshóp með hinum þaulreynda Suður-Afríkumanni Ernie Els fyrstu tvo keppnisdagana og bandaríska ungstirnið Ricky Fowler verður með þeim í ráshóp. Þeir fara af stað kl. 8.09 að íslenskum tíma á fimmtudagsmorgun. Efsti maður heimslistans, Luke Donald frá Englandi, er í næsta ráshóp þar á eftir kl. 9.20 en Japaninn Ryo Ishikawa og Spánverjinn Sergio Garcia verða með Donald fyrstu tvo keppnisdagana. Eftir hádegi á fimmtudag hefur Lee Westwood frá Englandi leik kl. 13.10 að íslenskum tíma en með honum verða þeir Steve Stricker frá Bandaríkjunum og Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem sigraði á Mastersmótinu í vor. Oosthuizen hefur titilvörnina kl. 13.21 að íslenskum tíma og er hann með Martin Kaymer frá Þýskalandi og Bandaríkjamanninum Phil Mickelson í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana.
Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira