Tiger rekur kylfusveininn sinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. júlí 2011 10:15 Tiger og Williams eru hættir að vinna saman. Eftir 12 ára samstarf er komið að leiðarlokum. Tiger Woods er búinn að reka kylfusveininn sinn, Steve Williams. Aftur nýtt upphaf hjá Tiger í þeirri von sinni að komast aftur á skrið. Saman unnu þeir 72 mót og þar af 13 risatitla. Þeir voru þess utan miklir trúnaðarvinir. Tiger segir ástæðuna vera sú að það sé kominn timu á breytingar. "Steve er frábær kylfusveinn og vinur. Hann á mikinn þátt í mínum árangri. Ég óska honum alls hins besta í framtíðinni," sagði Tiger en hann er ekki búinn að ráða nýjan kylfusvein. Williams hefur unnið með Adam Scott í síðustu mótum sem Tiger hefur ekki getað tekið þátt í vegna meiðsla. "Kylfingur hefur fullan rétt á þvi að reka kylfusveininn sinn. Þegar illa gengur er ekki óalgengt að menn taki upp á slíku. Ég tek þessu ekkert illa en tímasetningin veldur mér vonbrigðum," sagði Williams sem er milljónamæringur eftir árin með Tiger þar sem hann var ávallt launahæsti íþróttamaður Nýja-Sjálands ef hægt er að tala um kylfusvein sem íþróttamann. Golf Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Eftir 12 ára samstarf er komið að leiðarlokum. Tiger Woods er búinn að reka kylfusveininn sinn, Steve Williams. Aftur nýtt upphaf hjá Tiger í þeirri von sinni að komast aftur á skrið. Saman unnu þeir 72 mót og þar af 13 risatitla. Þeir voru þess utan miklir trúnaðarvinir. Tiger segir ástæðuna vera sú að það sé kominn timu á breytingar. "Steve er frábær kylfusveinn og vinur. Hann á mikinn þátt í mínum árangri. Ég óska honum alls hins besta í framtíðinni," sagði Tiger en hann er ekki búinn að ráða nýjan kylfusvein. Williams hefur unnið með Adam Scott í síðustu mótum sem Tiger hefur ekki getað tekið þátt í vegna meiðsla. "Kylfingur hefur fullan rétt á þvi að reka kylfusveininn sinn. Þegar illa gengur er ekki óalgengt að menn taki upp á slíku. Ég tek þessu ekkert illa en tímasetningin veldur mér vonbrigðum," sagði Williams sem er milljónamæringur eftir árin með Tiger þar sem hann var ávallt launahæsti íþróttamaður Nýja-Sjálands ef hægt er að tala um kylfusvein sem íþróttamann.
Golf Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira