Dönsk fyrirsæta borgaði ekki skatt í 6 ár 12. ágúst 2011 14:43 Danskir fjölmiðlar fjalla mikið í dag um dómsmál sem skattyfirvöld reka gegn hinni þekktu dönsku fyrirsætu Camillu Vest Nielsen. Í ljós hefur komið að Camilla borgaði hvergi skatta í ein sex ár og er því talin skulda 6,5 milljónir danskra kr. eða um 130 milljónir kr., í skatta. Í umfjöllun um málið á vefsíðu börsen segir að árið 1995 hafi Camilla flutt til Bandaríkjanna ásamt eiginmanni sínum Peder Nielsen sem vinnur sem hagfræðingur hjá A.P Möller-Mærsk. Árið 2000 segir hún sig frá lögheimili sínu í Bandaríkjunum en skráir sig hvergi annarsstaðar til lögheimilis. Það er ekki fyrr en árið 2006 að hún skráir lögheimili sitt að nýju í Danmörku. Danski skatturinn telur sig geta sannað að Camilla hafi búið í rándýrri íbúð eiginmanns síns í Danmörku þessi sex ár sem þarna liðu á milli, það er hafi dvalið þar meir en 180 daga á ári sem eru tímamörkin fyrir því að borga skatta í Danmörku. Þetta getur skatturinn sýnt fram á með upplýsingum úr ýmsum gögnum, eins og tölvusamskiptum þeirra hjóna og farsímasamtölum. Þá er eiginmaðurinn, Peder Nielsen, einnig ákærður í málinu fyrir að hafa aðstoðað eiginkonu sína við skattsvikin. Inn í málið blandast að þau hjónin stofnuðu svokallað skúffufélag í Lúxemborg en í gegnum það fóru allar tekjur hennar frá árinu 2000. Þau hjónin segjast vera saklaus af þessum ákærum. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Danskir fjölmiðlar fjalla mikið í dag um dómsmál sem skattyfirvöld reka gegn hinni þekktu dönsku fyrirsætu Camillu Vest Nielsen. Í ljós hefur komið að Camilla borgaði hvergi skatta í ein sex ár og er því talin skulda 6,5 milljónir danskra kr. eða um 130 milljónir kr., í skatta. Í umfjöllun um málið á vefsíðu börsen segir að árið 1995 hafi Camilla flutt til Bandaríkjanna ásamt eiginmanni sínum Peder Nielsen sem vinnur sem hagfræðingur hjá A.P Möller-Mærsk. Árið 2000 segir hún sig frá lögheimili sínu í Bandaríkjunum en skráir sig hvergi annarsstaðar til lögheimilis. Það er ekki fyrr en árið 2006 að hún skráir lögheimili sitt að nýju í Danmörku. Danski skatturinn telur sig geta sannað að Camilla hafi búið í rándýrri íbúð eiginmanns síns í Danmörku þessi sex ár sem þarna liðu á milli, það er hafi dvalið þar meir en 180 daga á ári sem eru tímamörkin fyrir því að borga skatta í Danmörku. Þetta getur skatturinn sýnt fram á með upplýsingum úr ýmsum gögnum, eins og tölvusamskiptum þeirra hjóna og farsímasamtölum. Þá er eiginmaðurinn, Peder Nielsen, einnig ákærður í málinu fyrir að hafa aðstoðað eiginkonu sína við skattsvikin. Inn í málið blandast að þau hjónin stofnuðu svokallað skúffufélag í Lúxemborg en í gegnum það fóru allar tekjur hennar frá árinu 2000. Þau hjónin segjast vera saklaus af þessum ákærum.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira