Bíó og sjónvarp

Game of Thrones hefst 21. ágúst

Sean Bean leikur eitt aðalhlutverkanna í Game of Thrones.
Sean Bean leikur eitt aðalhlutverkanna í Game of Thrones.
Sýningar á þáttunum Game of Thrones hefjast sunnudagskvöldið 21. ágúst á Stöð 2. Þetta eru magnaðir þættir sem hófu göngu sína vestanhafs í vor og slógu í gegn. Einhvers staðar er þeim lýst sem blöndu af Sopranos og Hringadróttinssögu. Kíkið á sýnishornið fyrir þættina hér fyrir neðan.

Game of Thrones er þáttaröð byggð á bókaseríu George R.R. Martin, A Song of Ice and Fire. Þættirnir gerast á miðöldum í ævintýraheimi sem kallast Sjö konungsríki Westeros þar sem sumrin geta varað í áratugi og veturnir alla ævi. Game of Thrones segir frá blóðugri valdabaráttu konungsfjölskyldnanna sjö sem búa í Westeros en allar vilja þær ná yfirráðum yfir hinu eina sanna konungssæti, The Iron Throne. Svik, losti, forvitni og yfirnáttúruleg öfl hrista í undirstöðum Westeros og mun valdabaráttan og græðgin hafa ófyrirsjáanlegar og alvarlega afleiðingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.