J.B. Holmes á leiðinni í heilaskurðaðgerð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2011 22:00 Holmes slær úr glompu. Nordic Photos/AFP Bandaríski kylfingurinn J.B. Holmes gengst í næstu viku undir heilaskurðaðgerð. Holmes var nýlega greindur með „Chiari malformation", sem er galli í þeim stöðvum heilans sem stýra jafnvægisskyni. Holmes hefur liðið afar illa undanfarna mánuði. Ógleði, svimi, höfuðverkur, sjóntruflanir og slæmt jafnvægisskyn eru meðal þeirra fylgikvilla sem hann hefur fundið fyrir. Holmes er létt að búið sé að greina hvað sé að hjá honum. „Það er léttir að vita að það sé til heiti á því sem ég hef glímt við undanfarna mánuði og að ég eigi góðan möguleika á að snú aftur í golfið og lifa eðlilegu lífi," sagði Holmes. Holmes gengst undir aðgerðina á hinu fræga John Hopkins sjúkrahúsi í Baltimore í næstu viku. Það er ekki að heyra á Holmes að hann kvíði aðgerðinni. „Ég veit að fólk fær alls konar myndir í hausinn þegar það heyrir minnst á heilaskurðaðgerð. En aðgerðinni fylgir lítil áhætta og hún tekur aðeins eina og hálfa klukkustund," sagði Holmes. Holmes, sem er afar högglangur kylfingur, hefur spilað á PGA-mótaröðinni frá árinu 2003 og verið meðal tíu efstu í fimm mótum á þessu ári. Heildartekjur hans á árinu eru 1.4 milljónir dollara eða sem nemur um 160 milljónum íslenskra króna. Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn J.B. Holmes gengst í næstu viku undir heilaskurðaðgerð. Holmes var nýlega greindur með „Chiari malformation", sem er galli í þeim stöðvum heilans sem stýra jafnvægisskyni. Holmes hefur liðið afar illa undanfarna mánuði. Ógleði, svimi, höfuðverkur, sjóntruflanir og slæmt jafnvægisskyn eru meðal þeirra fylgikvilla sem hann hefur fundið fyrir. Holmes er létt að búið sé að greina hvað sé að hjá honum. „Það er léttir að vita að það sé til heiti á því sem ég hef glímt við undanfarna mánuði og að ég eigi góðan möguleika á að snú aftur í golfið og lifa eðlilegu lífi," sagði Holmes. Holmes gengst undir aðgerðina á hinu fræga John Hopkins sjúkrahúsi í Baltimore í næstu viku. Það er ekki að heyra á Holmes að hann kvíði aðgerðinni. „Ég veit að fólk fær alls konar myndir í hausinn þegar það heyrir minnst á heilaskurðaðgerð. En aðgerðinni fylgir lítil áhætta og hún tekur aðeins eina og hálfa klukkustund," sagði Holmes. Holmes, sem er afar högglangur kylfingur, hefur spilað á PGA-mótaröðinni frá árinu 2003 og verið meðal tíu efstu í fimm mótum á þessu ári. Heildartekjur hans á árinu eru 1.4 milljónir dollara eða sem nemur um 160 milljónum íslenskra króna.
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira