Montgomerie dreymir um sæti í Ryder-liði Evrópu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2011 20:30 Montgomerie, sem er orðinn 48 ára, hefur lent í öðru sæti á þremur af fjórum stórmótunum í golfi. Nordic Photos/AFP Skoska kylfinginn Colin Montgomerie dreymir um að spila eitt skipti enn fyrir hönd Evrópu í Ryder-bikarnum. Sex ár eru síðan Montgomerie spilaði síðast fyrir Evrópu en hann á að baki átta keppnir fyrir hönd álfu sinnar. Þá var hann fyrirliði Ryder-liðsins í fyrra. Evrópa sigraði Bandaríkin á Celtic Manor vellinum í Wales á síðasta ári. Sem fyrirliði hafði Montgomerie umsjón með valinu á liði Evrópu og röðun leikmanna í einvígin gegn Bandaríkjunum. Nú vill Montgomerie fá að spila á nýjan leik. „Það væri frábært að fá að spila einu sinni í viðbót en ég verð að spila stórkostlega allt árið til þess að eiga möguleika," segir Montgomerie. Fyrirliði Evrópu er Spánverjinn Jose Maria Olazabal sem segir undir leikmönnum komið hvort þeir komist í liðið eða ekki. „Þetta er rétt að byrja. Undankeppnin byrjar í þessari viku. Ég ræð þessu ekki, strákarnir ráða þessu sjálfir. Þeir verða að spila frábært golf. Það er erfitt að komast í liðið og til þess að geta það þurfa þeir að spila mjög, mjög vel," sagði Olazabal. Johnnie Walker Championship-mótið fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi um helgina. Mótið er hluti af evrópsku mótaröðinni. Montgomerie er meðal þátttakenda. Montgomerie er ekki lengur meðal efstu 50 kylfinga á heimslistanum en þeir fá sjálfkrafa þátttökurétt á stærstu mótum ársins. „Ef þú ert ekki meðal 50 efstu ertu á hælunum og staðan er erfið. Þetta er svipað og fyrir félög í ensku úrvalsdeildinni með ekkert fjármagn. Næstum ómögulegt," sagði Montgomerie sem virðist fylgjast vel með gangi mála í enska boltanum. „Þú þarft að vinna fjögur eða fimm mót til þess að sanna fyrir fyrirliðanum að þú sért að spila vel og vinna mót. Þá áttu möguleika á að verða valinn beint af fyrirliðanum," sagði Skotinn geðþekki. Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Skoska kylfinginn Colin Montgomerie dreymir um að spila eitt skipti enn fyrir hönd Evrópu í Ryder-bikarnum. Sex ár eru síðan Montgomerie spilaði síðast fyrir Evrópu en hann á að baki átta keppnir fyrir hönd álfu sinnar. Þá var hann fyrirliði Ryder-liðsins í fyrra. Evrópa sigraði Bandaríkin á Celtic Manor vellinum í Wales á síðasta ári. Sem fyrirliði hafði Montgomerie umsjón með valinu á liði Evrópu og röðun leikmanna í einvígin gegn Bandaríkjunum. Nú vill Montgomerie fá að spila á nýjan leik. „Það væri frábært að fá að spila einu sinni í viðbót en ég verð að spila stórkostlega allt árið til þess að eiga möguleika," segir Montgomerie. Fyrirliði Evrópu er Spánverjinn Jose Maria Olazabal sem segir undir leikmönnum komið hvort þeir komist í liðið eða ekki. „Þetta er rétt að byrja. Undankeppnin byrjar í þessari viku. Ég ræð þessu ekki, strákarnir ráða þessu sjálfir. Þeir verða að spila frábært golf. Það er erfitt að komast í liðið og til þess að geta það þurfa þeir að spila mjög, mjög vel," sagði Olazabal. Johnnie Walker Championship-mótið fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi um helgina. Mótið er hluti af evrópsku mótaröðinni. Montgomerie er meðal þátttakenda. Montgomerie er ekki lengur meðal efstu 50 kylfinga á heimslistanum en þeir fá sjálfkrafa þátttökurétt á stærstu mótum ársins. „Ef þú ert ekki meðal 50 efstu ertu á hælunum og staðan er erfið. Þetta er svipað og fyrir félög í ensku úrvalsdeildinni með ekkert fjármagn. Næstum ómögulegt," sagði Montgomerie sem virðist fylgjast vel með gangi mála í enska boltanum. „Þú þarft að vinna fjögur eða fimm mót til þess að sanna fyrir fyrirliðanum að þú sért að spila vel og vinna mót. Þá áttu möguleika á að verða valinn beint af fyrirliðanum," sagði Skotinn geðþekki.
Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira